Heima er bezt - 01.11.1956, Blaðsíða 35
Nr. 11—12 Heima 375
-----------------------------------------er bezt--------------------------------------
ast fremur harður, frá nýári til miðs febrúar. Þá batn-
aði tíð, og varð hin mesta árgæzka kringum allt land,
og er það til marks um það, að í marz og apríl fóru
nokkrir Bárðdælingar yfir Sprengisand, Eyfirðingar
Eyfirðingaveg og Skagfirðingar Kjalveg suður til
hundakaupa í Árnes- og Rangárvallasýslum. Snemma í
april var farið að slá í jörð og víða byrjuð vinna á
Jóhann Pétur Pétursson.
túnum, húsabyggingar, jarðyrkja og garðrækt. Maí var
þurr og kaldur.“
Fyrirliði þeirra manna, sem komu að Hamarsholti,
hét Jóhann Pétur Pétursson frá Reykjum í Lýtings-
staðahreppi, en nöfn hinna munu nú vera gleymd.
Samkvæmt frásögn Sveins Jónssonar bónda á Hóli í
Sæmundarhlíð, sem látinn er fyrir fáum árum í hárri
elli, var einn maður úr hverjum hreppi vestan Vatna,
en hrepparnir voru þá fimm. Ur Staðarhreppi fór vinnu-
maður frá Hóli, en ekki mundi Sveinn nafn hans. Þegar
Jóhann og félagar hans voru lagðir af stað og komnir
fram á Mælifellsdal, gerði vestan él. Einn maðurinn
missti þá kjarkinn, sagði, að þetta mundi verða feigðar-
för og sneri heim aftur. Þegar Sigvaldi skáldi frétti
þetta, kvað hann eftirfarandi vísu:
Einn með fleirum útsendur
eftir hundaketi. _
Aftur sneri hann Erlendur
á honum Biskupsfleti.
Biskupsflötur er fremst á Mælifellsdal, en síðar sann-
aðist það, að þeir voru ekki komnir svo langt, þegar
Erlendur snéri við, heldur voru þeir hjá svonefndum
Moshólum norðarlega á dalnum. Þegar það barst til
eyrna Sigvalda, breytti hann vísunni þannig:
Einn með fleirum út sendur
eftir hinna skrifum.
Aftur snéri hann Erlendur
á Reykjaselsklifum.
Reykjaselsklif eru vestan árinnar, skammt frá Moshól-
um, og má vera, að þeir hafi farið fram dalinn þeim
megin, enda var Reykjasel þá í byggð, þar skammt
utar. Ekki er það kunnugt nú, hvaðan þessi Erlendur
var, en vísurnar hafa geymt nafn hans.
Indriði Árnason og Sigurlaug ísleifsdóttir.
Fátt er nú vitað um ferð þeirra Jóhanns í einstök-
um atriðum, en fóstursonur hans, Jóhannes Kristjáns-
son hreppstjóri á Reykjum í Tungusveit, hefur sagt frá
ferðinni í stórum dráttum á þessa leið:
Þeir lögðu af stað á góu, líklega nálægt miðgóu.
Snjólítið var á fjöllum og vatnsföll auð. Jakastífla var í
Ströngukvísl, og komst Jóhann yfir á henni og einn
rnaður með honum, en þá brast hún, og hinir urðu að
vaða. Önnur vatnsföll urðu þeir að vaða: Blöndu, Jökul-
fall og nokkrar bergvatnsár á Hreppamannaafrétti, en
Sandá er þeirra vatnsmest. Hundakaupin munu þeir hafa
gert á all stóru svæði. Þeir fóru austur yfir Þjórsá, og
lengst komust þeir að bæ nokkrum í nánd við Heklu.
Þeir sóttust eftir að kaupa hvolpafullar tíkur. Hest
keyptu þeir þar syðra til þess að flytja á farangur og
unga hvolpa. Á leiðinni norður urðu þeir að liggja úti
á Kili, af einhverjum ástæðum. Á þeim slóðum töpuðu
þeir fullorðnum hundi, móstrútóttum, og urðu ekki
önnur vanhöld í ferðinni. 56 hunda komu þeir með að
sunnan.
Það gefur að skilja, að þessir 56 hundar gátu ekki
fullnægt þörfinni, sem sést á því til dæmis, að í Lýtings-
staðahreppi einum eru um 60 bæir. Því var það, að
síðar um veturinn var gerður annar leiðangur suður til
hundakaupa. Ekki er nú vitað með vissu um nema tvo
af þeim mönnum, sem í þeirri ferð voru, þá Indriða
Árnason í Ölduhrygg, sem þá var 25 ára gamall og
fyrirvinna hjá móður sinni, Guðrúnu Guðmundsdóttur,
og Björn Jónsson bónda á Mælifellsá. Björn var þá