Heima er bezt - 01.11.1956, Blaðsíða 36
376 Heima Nr. 11-12
--------------------------er bezt ---------------------*------
nýlega farinn að búa, rúmlega þrítugur að aldri. Þeir
voru fleiri saman, og allir munu þeir hafa verið úr
Lýtingsstaðahreppi. Sagt er, að þeir hafi komið með
um 40 hunda, og töpuðu tveimur eða þremur á leið-
inni. Þá er einnig sagt, að þeir hafi keypt hrossakjöt
fyrir sunnan handa hundunum, og stundum á leiðinni
hafi þeir dregið kjötstykki og látið hundana elta það.
Þeir fóru Litlasand, og þá komið á Kjalveg í Bugum.
I sambandi við ferð þeirra Indriða og Bjöms vil ég
tilfæra hér kafla úr bréfum frá Þorsteini Magnússyni
frá Gilhaga, en hann er dóttursonur Indriða Árnasonar.
.... „Þeim var víst vel tekið á Suðurlandi. Hund-
arnir voru ýmist gefnir eða seldir lágu verði. Meðal
hurídsverð þá var miðað við lambsverð eða lambsfóður,
sem þá var lagt að jöfnu. Vel vænir hundar voru metnir
á við gemling og höfuðþing á við tvo gemlinga. Ekki
munu þessir menn hafa þótt höfðinglegir. Indriði og
þeir félagar gistu á einu höfuðbóli. Þeir fengu góða
gistingu, en ekki fengu þeir að sjá höfuðpaurinn. Þegar
þeir fóru, óskuðu þeir eftir að mega kveðja hann og
þakka fyrir sig, en fengu þau skilaboð, að hann hefði
ekki tíðir.u ....
I öðru bréfi segir Þorsteinn svo:
.... „Þeir, sem með Indriða fóru, komust að rauti
um það, að sá, sem á undan var, hafði meira erfiði en
hinir, jafnvel þó ekki markaði spor, og skiptust þeir á
um það eins og helsingjarnir. Eg man, að afi minn
sagði það um einn þessara ferðafélaga, að hann hefði
dregið sig mjög í hlé með forustuna á fjöllunum, en
viljað láta á sér bera, þegar kom til byggða. Á þessu
má marka, að þeir hafa talið það nokkra þrekraun að
vera á undan. Að líkindum hefur hugsunin verið sá
viðauki, sem þeir fundu fyrir, þegar þreytan fór að
gera vart við sig.“ ....
f sambandi við það, sem hér hefur verið ,sagt um
verð á hundum, skal þess getið, að Símon bóndi á
Þorljótsstöðum keypti gráa tík, sem kostaði 6 eða
8 spesíur. Stefán Jónsson bóndi í Breiðargerði keypti
líka tík, og var hún hvolpafull. Það var vakað yfir
henni, þegar hún lagði, en þrátt fyrir það andaðist
einn hvolpurinn, en fimm lifðu.
Þeir Indriði Árnason og Björn Jónsson urðu síðar
nágrannar. Björn bjó á Grímsstöðum frá 1866 til 1887.
Kona hans var María Einarsdóttir bónda á Breiðsstöð-
um í Gönguskörðum. Þau áttu mörg börn og voru fá-
tæk. Indriði bjó í Ölduhrygg frá 1857 til 1872, en flutt-
ist þá búferlum að írafelli og bjó þar síðan til 1889.
Þessir bæir allir voru í Svartárdalnum að vestanverðu,
en eru nú í eyði. Kona Indriða hét Sigurlaug ísleifs-
dóttir, mikil ágætis kona og Ijósmóðir í Lýtingsstaða-
hreppi um 40 ára skeið. Þau áttu tvær dætur, sem upp
komust. Indriði var góður bóndi og allvel efnum bú-
inn. Hann var hreppstjóri Lýtingsstaðahrepps frá 1870
til 1874 og þrisvar hreppsnefndaroddviti á tímabilinu
frá 1876 til 1889.
Þeir Björn og Indriði voru oft saman í fjallaferðum
og létu sér ekki allt fyrir brjósti brenna, þegar á reyndi.
Björn var rösklega meðalmaður á hæð, saman rekinn
og mikið hraustmenni talinn. Hann var glöggur á margt,
skapmikill og þótti ráðríkur, þegar því var að skipta.
Indriði var ekki mikill að vallarsýn. Hann var tæplega
meðalmaður á hæð, og granrívaxinn og dálítið boginn
í herðum, en með afbrigðum harðger og viljasterkur.
Hann var skapmikill og oft kaldur í viðmóti, en raun-
góður og lét sér annt um allt, sem honum var trúað
fyrir. Hann var yfirlætislaus og fremur dulur, var harð-
ur við sjálfan sig og aðra, en naut hylli manna fyrir
sína kosti, og fólk, sem var hjá honum, bar honum
vel sögu og var hlýtt til hans þrátt fyrir erfitt skap-
lyndi.
Gömul kona hefur sagt mér eftirfarandi sögu af
einni fjallaferð þeirra Björns og Indriða.
Þeir höfðu þann sið að reka hrossin fram á Ásgeirs-
tungur á haustin til þess að spara heimahaga og láta
þau vera þar eitthvað fram á vetur, eftir því sem tíð
fór að. Hrossin mundu samt ekki hafa verið mörg og
flest eða öll tamin.
Einhverju sinni fóru þeir að sækja hrossin, gengu að
heiman fram á Hauga og voru þar í kofanum um nótt-
ina. Næsta morgun var komin stórhríð á norðan, og
hafði sett niður feikna fönn. Þeir treystu sér ekki að
koma hrossunum norður vfir Litlasand vegna ófærðar
og ákváðu að fara heldur ofan í Húnavatnssýslu.
Fremsti bær í Bólstaðarhlíðarhreppi var þá Kongs-
garður á Fossadal, sem nú er fyrir löngu kominn í eyði.
Þeir lögðu síðan af stað norður heiðina á móti veðr-
inu. Björn spurði Indriða, hvort hann vildi heldur vera
á undan eða reka hrossin á eftir. „Far þú á undan. F.g
kenr á eftir,“ svaraði Indriði. Björn teymdi gráa hryssu
á undan, batt bandi um mittið og festi tauminn á Gránu
í mittisbandið til þess að hafa lausar hendur. Með Birni
var stór hundur, loðinn. Einhverntíma á leiðinni gafst
hundurinn upp og settist að, vegna þess hvað mikill
snjór hafði hnoðazt í hann. Björn spurði þá Indriða,
hvernig hann ætti að fara að þessu. „O, skerðu af hon-
um hausinn,“ svaraði Indriði. „Það geri ég aldrei,“ svar-
aði Björn. Björn tók síðan hundinn, skar úr honum
mestu snjóboltana og bar hann undir hendinni, það sein
eftir var leiðarinnar. Um kvöldið komu þeir félagar ofan
að Kóngsgarði eftir 13 tíma útivist.
Eftir sömu heimild er önnur saga af fjallaferð
Indriða, en þá var Björn ekki með honum, heldur vinnu-
maður hans, Jónas Jóhannesson frá Vindheimum. Þeir
voru að sækja hrossin fram á heiðina og voru á heim-
leið, þegar gerði snjókomu og dimmviðri á Litlasandi.
Þá greindi á um, hvert stefna skyldi, og um þær mund-
ir komu þeir að stórum steini. Jónas sópaði snjóinn
af stóra steininum. Á einni hlið hans var dálítil rauf,
og þar fann hann bláa steinvölu, sem hann kannaðist
við. Indriði gerði ekkert með þessa bláu steinvölu, en
sópaði líka snjónum af steininum og fann von bráðar
rauðleita sandsteinsvölu, sem vísaði til sömu áttar. Þeg-