Heima er bezt - 01.11.1956, Page 38

Heima er bezt - 01.11.1956, Page 38
378 Heima Nr. 11-12 --------------------------------er bezt --------------------------- Það ár hafði Pétur Bjarnason bú á parti af jörðinni, og hét bústjóri hans Jón Illugason, en Jóhann vann að búinu. Næsta ár, 1852, flutti Pétur Bjarnason að Reykjum í Tungusveit með allt sitt fólk og bjó þar iengi síðan. Næst er það að segja frá Jóhanni Pétri, að hann fór á einskonar búnaðarskóla vorið 1855. Á þessum árum stóð Jarðabótafélag Svínavatns- og Bólstaðarhlíðar- hreppa með miklum blóma. Fyrir atbeina þeirra feðga, Guðmundar Arnljótssonar hreppstjóra á Guðlaugsstöð- um og Jóhannesar bónda á Gunnsteinsstöðum, var dug- legur og efnilegur maður, Björn Erlendsson, sendur til að læra jarðyrkjustörf hjá Jóni Espólín jarðyrkju- manni á Frostastöðum vorið 1852. Átti Björn sérstak- lega að læra að nota hesta og hestaverkfæri við jarð- yrkjuna. Fyrir milligöngu amtmanns fengu þeir plóg og herfi frá landbúnaðarfélaginu danska. Einnig fengu þeir að gjöf frá sama félagi 40 bindi af bókum um jarðyrkju og búnaðarfræði. Jarðræktartilraunir þeirra Húnvetninga voru hinar merkustu á þessum tíma. Þeir plægðu þýfi með grasrót og sáðu höfrum og grasfræi í flögin, en sú aðferð náði þó ekki almennri útbreiðslu fyrr en 70 árum síðar. Jóhann Pétur var með Birni Erlendssyni vorið 1855, eins og áður segir, og að námi loknu fékk hann eftirfarandi bréf: „Jóhann Pétur Pétursson á Reykjum í Tungusveit innan Skagafjarðarsýslu var hjá mér á næstliðnu vori til að læra þessar greinir jarðyrkjunnar, sem hér skal greina: Plægingu, herfun, sáningu, rækta kartöflur í plægðu landi, slétta þúfur með plógi og veita vatni. Einnig að brúka hagkvæmanlega ýmisleg jarðyrkjuverk- færi. Vitna eg því hér með, að áður nefndur Jóhann Pétur Pétursson var lagvirkur og orðinn fullkomlega kunnandi á þessi hér nefndu jarðyrkjustörf, eftir því sem hér um þessar sveitir mun hægt að framkvæma. Ennfremur var hann skynsamlega unnandi hinni jarð- yrkjulegu búskapargrein.“ Stórabúrfelli, 10. nóvember 1855. B. Erlendsson. Það mátti með sanni segja um Jóhann, að hann væri skynsamlega unnandi hverskonar umbótum á hinu hag- fræðilega sviði og hvatti sveitunga sína til umbóta- starfa, eftir að Búnaðarfélag Lýtingsstaðahrepps komst á legg á síðasta fjórðungi aldarinnar. Árið 1857 fluttist Jóhann að Neðra-Lýtingsstaðakoti og var þar fyrirvinna hjá Jórunni Sveinsdóttur næstu fjögur ár. Jórunn var ekkja og hafði misst mann sinn, Jónas Illugason, fyrir tveimur árum, en þau höfðu búið í Neðrakoti um 30 ára skeið. Hinn 15. september 1858 kvæntist Jóhann Sólveigu, dóttur þeirra hjóna, og tóku þau við búi í Neðrakoti 1861. En sambúð þeirra varð ekki löng. í ársbyrjun 1863, 17. janúar, andaðist Sólveig og Sólborg systir hennar sama daginn. Nokkrum dögum seinna, 22. janúar, andaðist Jórunn dóttir þeirra, þriggja ára gömul. Áður höfðu þau átt tvö börn, Jónas og Björgu, sem dóu á fyrsta ári. Jó- hann unni Sólveigu konu sinni, og var talið, að hann hafi saknað hennar alla ævi. Árið 1865, 31. júlí, kvænt- ist Jóhann í annað sinn, Elínu dóttur Guðmundar Am- ljótssonar hreppsstjóra og alþingismanns á Guðlaugs- stöðum. Árið eftir, 1866, flutti hann búferlum að Brúnastöðum og bjó þar síðan til dauðadags og var æ síðan kenndur við Brúnastaði. Þau Jóhann og Elín voru barnlaus, en tóku í fóstur Jóhannes Kristjánsson, árs- gamlan, árið 1894. Elín móðir Jóhannesar var dóttir Arnljóts Guðmundssonar bónda á Guðlaugsstöðum, bróður Elínar, konu Jóhanns. Jóhann á Brúnastöðum hafði með höndum margvís- leg opinber störf. Á öðru búskaparári, 29 ára gamall 1826, var hann skipaður hreppstjóri í Lýtingsstaða- hreppi og var það til 1865 og aftur 1869 til 1870. Hið þriðja sinni var hann skipaður hreppstjóri 1871 og var það síðan óslitið til 1921. Hann var sýslunefndar- maður frá 1883 til 1890 og sáttanefndarmaður um marga áratugi. Mörg fleiri trúnaðarstörf hafði hann með hönd- um, sem hér verða ekki talin. Jóhann andaðist á Brúna- stöðum 6. febrúar 1926, 92 ára gamall, og hafði þá verið bóndi í 64 ár og hreppstjóri í hálfa öld og fjórum ámm betur. Elín Guðmundsdóttir andaðist einnig á Brúna- stöðum, 22. desember sama ár, en hún var fjórum ámm yngri. Af efnahag Jóhanns í Brúnastöðum er það að segja, að honum græddist snemma fé, og þegar tímar liðu, varð hann einn af ríkustu bændum í Skagafirði, við hlið Jóns á Svaðastöðum. Hann átti nokkrar jarðir, þar á meðal Reyki í Tungusveit, og byggði þar kirkju þá, sem nú stendur, árið 1897. Reykjakirkja var veg- legt guðshús á sinni tíð og eigandanum til mikils sóma. Hann lánaði peninga fjölda mörgum mönnum, lét sveit- unga sína jafnan sitja fyrir, en lánaði þó mörgum öðr- um. Hann mat mikils skilvísi og reglusemi í viðskipt- um og lét viðskiptamenn njóta þess. Hann var raun- sæismaður, hygginn og framsýnn og sannkallaður sveit- arhöfðingi, og ekki þóttu ráð ráðin í sveitinni, nema hann segði sitt orð. Til voru þó menn, sem höfðu horn í síðu Jóhanns fyrir ríkidæmi hans, en það hafa ríkis- menn orðið að þola í öllum tímum og oft að ósekju. En yfirleitt kunnu menn að meta forsjá hans og hjálp- semi, og bændur í Lýtingsstaðahreppi héldu honum fjölmennt samsæti og færðu honum gjafir árið 1910. Jóhann hreppstjóri var skapríkur, en viðkvæmur í lund og komst við af bágindum manna og dýra. Hann gaf mörgum, og margar sögur eru til um það, þegar fátækt og allsleysi fólksins snart tilfinningar hans. Hann gaf Lýtingsstaðahreppi hluta af eignum sínum. Þeir Jóhann og Björn Þorkelsson bóndi á Sveinsstöðum gáfu Lýtingsstaðahreppi tvö þúsund krónur árið 1903, sinn helminginn hvor. Þessi sjóður heitir Vinargjöf, og samkvæmt skipulagsskrá skal verja vöxtum hans til styrktar munaðarlausum börnum og fátækum barna- mönnum í hreppnum. Eitt þúsund krónur er ekki mikið

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.