Heima er bezt - 01.11.1956, Page 40

Heima er bezt - 01.11.1956, Page 40
380 Heima Nr. 11-12 --------------------------------er bezt --------------------------- þar hátíðir sínar í skrautbúnum sölum lýstum töfra- Ij ósum. Nú búa Islendingar margir hverjir sjálfir í þvílíkum höllum í klettum, sem þeir hafa reist sér. Þessi híbýli eru prýdd — eins og haldið var um álfahallir og dverga- sali — og lýst undraljósum rafmagnsins. Ég nefni þetta sem dæmi þess, hvernig menn fyrrum ortu það, sem þeir gátu ekki lifað, en þráðu að lifa, — og hversu eðlilegt er, að hátíðahaldið tæki breytingum, þegar menn fara að lifa það, sem þeir áður urðu að láta sér nægja að yrkja. Mér finnst engin ástæða til þess að álasa ungu fólki, þótt það vilji halda jól í nokkuð öðrum stíl en áður var gert og þurfti meira til hátíðabrigðis. Jólin verða ætíð að vera hátíðir síns tíma. Stundum heyrist véfengt gildi framfaranna fyrir þroska manna og lífsfögnuð. Vitanlega reynir mikið á taugakerfi mannsins við þau öru og stórfelldu umskipti, sem orðið hafa og eru að gerast. Hann þarf sterkara minni en áður þurfti til þess að muna það, sem hann heyrir og sér, af því að það er svo margfalt fleira en áður var. Hann þarf staðfastari lund en forveri hans til þess að verða ekki vindhani, af því að öll veður veraldar ná til hans, þótt hann búi úti á íslandi. Með öðrum orðum: áhrif alls heimsins berast honum daglega. Hann getur notað sér mörg, en hann þarf líka að vera vel sterkur til að standast sum. — Hann þarf meiri rótfestu en undanfari hans, til þess að geta „unað glaður við sitt“, af því að hon- um verður svo auðveldur samanburður á aðstöðu sinni og annara í betri byggð eða gjöfulla landi, — og svo tiltæk bústaðaskiptin. Vegna þess m. a. vill skap- ast ójafnvægi í byggð landa og fólksflutningar meiri en áður voru til einstakra staða. Nútíminn reynir á margan hátt meira á greind manna, gáfur og sálarkosti en fyrri tímar. Þess ber að gæta, ef vel á að ganga. Hinsvegar er líkamlega stritið miklu minna en það var áður og öryggi efnahagslegrar afkomu langt um meira. Fólk er miklu lengur unglegt en áður og meðal- aldurinn hækkar. Skemmtun og gleði er gert hærra undir höfði. Furðuefni eru fleiri og eftirvæntingar- efnin stærri og margvíslegri. Benedikt Jónsson frá Auðnum sagði við mig, þegar hann var kominn yfir nírætt: „Ég er orðinn gamall. Samt væri ég til með að lifa miklu lengur. Það er svo margt að gerast í heiminum, sem gaman væri að vita, hvernig fer.“ Ef lesnar eru sjálfsævisögur fyrr og nú, leynir það sér ekki, að menn þeir, sem nú skrifa ævisögur sínar, hafa meira gaman af að lifa, þótt komnir séu hátt á aldur, en ævisöguritararnir, sem fyrr voru á ferðinni. Glöggt dæmi þess að því, er nútíðarmann snertir, er að finna í hinni fjöllesnu minningabók Þorbjörns Björnssonar bónda á Geitaskarði: „Skyggnst um af heimahlaði.“ í þeirri bók kemur ánægjulega fram skilningur á lið- inni tíð og samúð með henni; — fögnuður yfir því, sem veröldin hefur betra að bjóða en áður, en jafnframt órofa tryggð við heimahlað. Kunningi minn, Húsvíkingur, spurði mig um daginn, rétt eftir að ég kom sunnan úr Reykjavík: „Finnst þér nú ekki Húsavík lítil, þegar þú kemur frá Reykja- vík?“ Ég sagði: „Nei, — ekki svo að saki.“ • Eftirá fór ég að íhuga, hversvegna ég gat sagt þetta af heilunl huga, eins og ég gerði. Ég bar saman í huga mér útiskreytingarnar í Reykja- vík og Húsavík vegna jólahátíðarinnar. Ég bar saman jólatréð á Austurvelli í Reykjavík, — gjöfin frá Oslóborg — og smávaxna jólatréð hérna sunn- an við Samkomuhúsið okkar. Og ég fann greinilega, að mér var Húsavík stærri og hátíðlegri en Reykjavík, af því að hún var mér kærari. Ég fann, að hér gat mín jólahátíð orðið meiri en í höfuðstað landsins. Ég veit, að þannig er einnig með ykkur. Þetta er mikilsvert lögmál, þegar um hátíðir er að að ræða. Þá er, eins og venjulega, heima bezt. Ég hef brugðið upp litlum kertaljósum hér og þar á sviði þessa umræðuefnis í góðri trú á, að hugsanir ykkar glæði logana og bregði birtu yfir allt efnið. Mér finnst, í stuttu máli sagt, að við eigum að vera bjartsýn á framtíð mannkynsins og hátíðir þess. í raun og veru ættu mennirnir að geta gert — áður en aldir líða — líf sitt að samfelldri hátíð. Heimdallar víðsýnið og heyrnin, sem þeir hafa hlotið, ætti að skapa þeim skilning til þess, — og vísindi og verkleg tækifæri efnalega aðstöðu til þess. Tryggðin við heimahlað ætti að veita þeim hlýju í geð til þess að una við sitt, þrátt fyrir kostamun staða og vitneskjuna um hann. Það er skemmtilegt að vera ungur um þessar mundir. Gerið ykkur grein fyrir því, ungu menn og ungu konur. í heiminum hefur aldrei áður verið eins margt og stórkostltgt að gerast, sem „gaman er að vita hvernig fer“, svo að orð öldungsins frá Auðnum séu notuð. Hvað tekst að láta kjarnorkuna afkasta miklu til farsældar? Verður ekki stutt bið eftir því, að öllum hernaði létti og höfuðáherzla verður á það lögð, að maður gleðji mann? Slíkar hátíðir þráir mannkynið. Ég óska ykkur öllum gleðilegra hátíða í beztu merk- ingu þeirra orða. Hátíða, er hefja geðið hátt yfir hvers- dagsleikann og grundvallast á því, að maður gleður mann.

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.