Heima er bezt - 01.11.1956, Blaðsíða 41
HVAÐ UNGUR NEMUR — ÞÁTTUR
RITSTJÓRI: ÆSKUNNAR
STEFÁN JÓNSSON--------------------------------
NÁMSTJÓRI
FRÁ ÖRÆFABYGGÐ
Vatnajökull þekur nálægt því 1 /x0 af flatar-
máli íslands, enda er hann mesti jökull í Ev-
rópu. — Sunnan undir jölkinum er Austur-
Skaftafellssýsla, strjál byggðahverfi, sundur-
skorin af söndum og stórfljótum. Vestasta sveitin er
Hofshreppur, sem í daglegu tali er nefndur Öræfi.
Þessi sveit er að sumu leyti sérkennilegasta sveit á
íslandi. — Að vestan er Skeiðarársandur, en um hann
falla Núpsvötn og Skeiðará. Að austan er Breiða-
merkursandur, en um hann falla mörg jökulvötn. Merk-
ast af þeim er Jökulsá. — Sunnan í Vatnajökli er hæsta
fjall íslands, Öræfajökull.
Ef athugað er kort af Öræfabyggð, þá sést, að í hálf-
hring við rætur Öræfajökuls eru grænleitir og ljós-
brúnir blettir. Þessi hálfhringur er Öræfasveitin. Byggð-
in er strjál, og bæirnir standa yfirleitt í þyrpingum eða
hverfum.
Þótt samgöngur séu yfirleitt sæmilega góðar á Is-
landi, þá eru Öræfin þannig sett, að lítill hluti lands-
manna á þess kost að sjá þessa fögru og sérkennilegu
byggð. — Það, sem ég segi hér um Öræfabyggð, er
ekki nein héraðslýsing, heldur frásögn af því, sem
vekur fyrst athygli ferðamannsins, er leið hans liggur
um sveitina.
Að flatarmáli er Skeiðarársandur eins og þrjár til
fjórar sveitir á Suðurlandsundirlendi. Núpsvötn eru
vestan við sandinn, en Skeiðará að austan. Milli vatn-
anna eru réttir 25 km. Skeiðarársandur er að mestu
gróðurlaus auðn, en austan til á sandinum er þó oftast
dálítill bithagi fyrir sauðfé, og gengur fé frá Skafta-
felli á sandinum yfir sumartímann.
Nokkuð af þessari sandauðn mun hafa verið blóm-
leg byggð fyrstu aldir íslandsbyggðar, en eldgos úr
Öræfajökli og Skeiðarárhlaup hafa grandað þessu landi.
Er talið, að heil kirkjusókn, er nefndist Rauðalækjar-
sókn, hafi farið í auðn í einu gosi úr Öræfajökli. Eru
í annálum nefndir margir bæir, sem þá fóru í eyði.
Þegar gos og vatnsflóð eyddu láglendið, urðu þó
nokkrir bæir eftir í skjóli hárra fella, er hlífðu þeim.
Má þá búast við, að fólkið af þeim bæjum, sem eydd-
ust, hafi flutzt upp undir fellin og reist sér þar býli
og þannig hafi fjölbýlið myndast upphaflega. Sum
bæjamöfnin eru líka kennd við fell, svo sem: Skafta-
fell, Svínafell og Sandfell.
Þjóðsögur segja, að þar sem Skeiðará flæmist nú um
sandinn, hafði áður verið gróðursæl byggð.
Þá var Skeiðará kyrrlátt og fagurt vatnsfall,
sem liðaðist milli skrúðgrænna vall-
lendisbakka, með birkikjarri og
blómaskrúði, líkt og fegursta vatns-
fall Iandsins gerir enn
þann dag í dag. — En
það er Laxá, sem fell-
ur úr Mývatni.
Sagan segir, að eitt
sinn hafi tvær stúlkur
komið að Skeiðará, sín
á hvorn bakka. — Var
önnur með vefjarskeið,
sem þurfti að komast á
bæ handan við ána. —
Þær vildu ekki bleyta
sig á ánni, og var áin þá
Til vinstri: Hof.
Heima er bezt 381