Heima er bezt - 01.11.1956, Blaðsíða 46

Heima er bezt - 01.11.1956, Blaðsíða 46
386 • . Hehna Nr. 11-12 -------------------------------er bezt --------------------------- Hnappavellir úr sér. — Eru nokkur líkindi til, að mennskur maður komist lifandi úr slíku snjóhlaupi? Félagi Sigurðar fær ekkert að gert. — Það væri óðs manns æði að ætla sér að róta allslaus í þessari heljar- dyngju til að leita hins unga manns. — Hann fer því sem hraðast hann má heim að Kvískerjum, til að til- kynna slysið og fá mannhjálp. Er nú undinn bráður bugur að því að safna mönn- um til að leita Sigurðar. En þá verður að hafa það í huga, að til næsta bæjar eru um 15 km. Mikill tími fer því í undirbúning undir leitina. — A mörgum bæjum var sími, en annars hlupu unglingar milli bæjanna með boðin.-------- En nú víkur sögunni til Sigurðar. Hann lendir í snjó- skriðunni og fær engri vörn við komið. Alltaf eykst hraðinn, og sagði Sigurður síðar, að sér væri varla ljóst, hve lengi hann hélt fullri meðvitund. — Þegar hann veit aftur til sín, liggur hann kafinn í snjódyngj- unni og fær sig hvergi hrært. Honum tekst þó loks að losa aðra höndina og gat ýtt snjónum frá andlitinu, og varð honum þá léttara um andardráttinn. — Honum finnst mikill þungi liggja á brjóstinu á sér, og hvor- ugann fótinn gat hann hreyft. — Hann gerir sér strax ijóst, hvernig komið er og hversu lítil von sé, að hann finnist, — lifandi grafinn í þessa heljar snjódyngju. — Honum verður það fyrst fyrir að hugsa til foreldra sinna og systkina og þykir það sárast, hve þau muni taka þetta nærri sér. — Hann heldur, að hann sé óbrot- inn, en þó er hann aldrei alveg viss um annan fótinn. — Enn er hann þó lifandi, og hann ákveður með sjálfum sér að sleppa ekki lífsvoninni, og von um björgun, meðan hann hefði fulla meðvitund, en hann sætti sig þó æðrulaust við hlutskipti sitt. — Hann veit það, að svefninn er hættulegur óvinur, en þó óttast hann ekki svefninn eins mikið fyrir það, að hann hafði lesið bæk- ur Vilhjálms Stefánssonar, en þar segir Vilhjálmur, að þó maður sofni í snjó, sé það ekki lífshætta, ef maður- inn sé óþreyttur og rólegur, þá veki kuldinn hann. — Sigurður veit það, að þótt björgun takist, þá sé hennar langt að bíða og margir klukkutímar hljóti að líða, þar til björgunarlið af bæjunum sé komið á staðinn. — En hvernig á hann að halda sér vakandi, og hvernig á hann að reyna að stytta tímann? Honum kemur ráð í hug. — Hánn kann mikið af kvæðum og sálmum, og hann kann lögin við mörg kvæði og sálma. — Hann byrjar því að syngja og þylja kvæði og sálma. Hann syngur hvern sálminn eftir annan og hvert kvæðið á eftir öðru. — Nú kemur það sér vel að hafa alla tíð verið ljóðelskur og hafa notað vel tímann á kyrrum vetrarkvöldum. — Það gleður hann nú að hafa farið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.