Heima er bezt - 01.11.1956, Page 50

Heima er bezt - 01.11.1956, Page 50
390 Heima Nr. 11-12 --------------------------------er bezt---------------------------- ung, en hún er svo löng, að hún verður að bíða betri tíma. I þess stað tek ég hér aðra. Saga þessi fjallar um tvo þjóðhöfðingja, mongóla- furstann Timur-Lenk, og nágranna hans, Osmanahöfð- ingjan Bajsaid, sem hafði eftirnafnið Ilderin (elding). í löndum beggja átti skákin geysimiklu fylgi að fagna. Um Bajsaid er t. d. sagt, að hann hafi teflt skák með lifandi mönnum og notað til þess hvíta og svarta þræla. Þegar einhver tafimanna var drepinn, gekk Bajsaid sjálfur til og hjó af höfuð mannsins. Einhverju sinni kom til stríðs milli þessara tveggja höfðingja. Bajsaid dró allt það lið saman, sem hann hafði yfir að segja í Evrópu, Serba, Grikki o. fl. og hélt yfir Hellusund. f júlí 1402 mættust herirnir við Angora. Svo fór að lokum, að mikill hluti liðs Bajsaida fór yfir til óvinanna, þorstinn og ógnþrungnar raunir hafði bugað þrek þess. Bajsaid ætlaði að flýja, en hest- urinn hnaut með hann og hann var tekinn til fanga. Timur-Lenk lét loka hann inni í járnbúri, og hafði hann æ síðan með sér á ferðalögum sínum, í háðsskyni. Þessi innlokun ómannahöfðingjans hefur orðið tilefni eftirfarandi skákdæmis. S VART Stöðumynd 1. Skákþrautin táknar sem sagt Bajsaid í járnbúrinu, og er eftir baltneska skákmeistarann Kieseritzky. Lausnin er þannig: 1. f31—gxf. 2. exd—cxd. 3. Bf5t—exf. 4. He6t—dxe. 5. Rf6t—gxf. 6. Hd4t—cxd. 7. a8Bt—Dd5. 8. Bxd5t— «xd. 9. De5t—fxe. 10. Rg5t og mát. Lokastaðan er þannig: S VART Stöðumynd II. Furðuleg staða! Bajsaid má sig hvergi hræra. Trausti Reykdal: HJÁLP 1 NAUÐUM Þeir, sem á þig tóku trú og treysta mætti þínum, yfir mótgangselfi brú eiga í bænum sínum. BIRTIR AFTUR Utiloka allan kala áttu úr barminum. Vonleysi mátt ekki ala út af harminum. Þó að skorti skæru Ijósin á skemmstum deginum. Aftur sprettur rauða rósin rétt hjá veginum.

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.