Heima er bezt - 01.11.1956, Qupperneq 54
394 Heima Nr. 11-12
—-------------------------------er bezt----------------------------
að hann skyldi reyna að koma nálægt Jenný í þessum
fagurgræna frakka.“
„Ertu loksins búin? Æ, þakka þér fyrir. En veiztu,
hvað mér þykir leiðinlegast af öllu þessu? Það er þetta:
Hún getur látið hvernig sem hún vill við hann, og hon-
um finnst hún samt yndisleg.“
„Já, það er allra verst. Allir aðrir strákar myndu
láta hana hafa það óþvegið, eins og hún verðskuldar.
En alltaf getur Jenný hlegið að öllu. Annars yrði hún
áreiðanlega vitlaus hjá þessum þokka hjúum, frænda
hennar og frænku.“
„Já, hún hefur víst ekki átt upp á pallborðið hjá
þeim í gærkvöldi, þar sem hún lét vinnukonuna bíða
svo lengi,“ bætti Nanna við.
„Vitanlega,“ sagði Lilja þurrlega. „Hún lét stúlkuna
bíða meira en hálftíma.“
„Viltu slökkva ljósið,“ sagði Nanna geispandi. „Ég
er svo syfjuð. Annars komum við ekki nógu snemma
í skólann í fyrramálið.“
„Við komum áreiðanlega of seint, hvort sem er,“
svaraði Lilja, um leið og hún slökkti Ijósið.
Fyrst var dauða þögn.
Litlu síðar sagði Lilja, sem ennþá gat ekki gleymt
Jennýju: „Ég öfunda hana ekki á morgun. Sú nýja....“
En Nanna var þegar sofnuð í úthverfum undirkjóln-
um og tölulausum náttkjólnum, sem gapti frá henni í
hálsmálið. Lítil, grönn flétta teygði sig upp í loftið,
eins og smá-skott yfir björtu, hvelfdu enninu.
Lilja lá lengi vakandi og starði út í myrkrið.
Framhald.
Forsetinn talar
Framhalcl af bls. 356. ---------------------------
6. KRISTIN LÍFSSKOÐUN OG HEIiUSPEKI.
Þess hefur áður verið getið, að bakgrunnur í ræðum
Ásgeirs Ásgeirssonar væri saga þjóðarinnar og kristin-
dómur. Hin kristna lífsskoðun hans kemur víða fram í
ræðum, þótt fátt verði hér tekið með. En yfir þeirri
lífsskoðun hvílir rólegt heiði, laust við kreddubundnar
sérkenningar, en hreinsað og skírt af langri lífsreynslu.
í innsetningarræðu 1. ág. s. 1. kemst hann svo að orði:
„Þjóðleg og kristileg menning er líklegust að veita þann
þroska og göfgi, sem gefur sálarró.“
í ræðu á synodus í Bessastaðakirkju 1953 segir svo:
Það býr einhver-órói í mannssálinni, þrá og leit, sem
sættir sig ekki við minna en að komast í sátt við innsta
eðli tilverunnar og samræmi við tilgang lífsins. Og hér
getum vér tekið undir með hinum heilaga Ágústínusi:
„Þú hefur skapað oss til þín, og hjarta vort er órótt,
unz það hvílist í þér.“ í þessari leit, og það byrjar eng-
inn þá leit, nema hann sé þegar búinn að finna eitt-
hvað — í þeirri leit getum vér vafalaust farið ýmsar
leiðir og lýst trú vorri og reynslu með ólíkum hætti —
en það er trúa mín, að þegar nógu langt eða hátt er
komið, þá mætumst vér öll á sama staðnum, þar sem
vér leggjum niður kappræður og drögum skóna af fót-
um vorum.
Ég held, að þekkingu þurfi ekki lengur, þó að hún
hafi farið vaxandi — eða máske einmitt vegna þess að
hún hefur aukizt — ég held, að vísindin muni ekki
lengur leggja stein í götu pílagrímsins.
.... Það er miklu borgið, ef vér varðveitum til-
finninguna fyrir dásemdum tilverunnar og lotninguna
fyrir því dularfulla. Ef alstirndur næturhiminn sæist
ekki nema einu sinni á öld, — hvílík dásemd, mundum
vér öll hrópa. Og við hlið himinsins setti spekingurinn
Kant samvizkuna í brjóstum vorum. Og „í gegnum
Jesús helgast hjarta, í himininn upp ég líta má“, segir
Hallgrímur. Það eru þessir einföldu, og ef ég má segja
hversdagslegu hlutir, sem verða oss trúarstafur, þegar
vér árangurslítið höfum rannsakað mörg kenningakerfi.
Ef við varðveitum barnshjartað og lítum eins og land-
námsmaður við fyrstu landsýn á þessa tilveru, þá hefi
ég trú á því, að vér eignumst það þrek og bjartsýni,
sem sálin þráir.
Þetta ófullkomna úrval úr ræðum Ásgeirs Ásgeirs-
sonar ætti að geta sýnt, að ræður hans eiga erindi til
þjóðarinnar, við hvaða tækifæri, sem þær eru fluttar.
Og það starf, sem hann þannig vinnur til vakningar
alþjóð, er ekki minnst um vert af því, sem forseti
íslands hefur með höndum.
Trausti Reykdal:
ÓHAPPAMAÐUR
Ágætt nafn að erfðum fékk,
uppeldi með prýði,
samt á villugötur gekk,
ginntur öfgalýði.
LEIÐRÉTTING
Þau mistök hafa orðið í myndaskýringum með for-
setagreininni í september—októberblaði Heima er bezt,
að mynd neðst á bls. 298 er talin vera frá ísafirði, á að
véra frá Patreksfirði. Efsta myndin á bls. 299 er sögð
frá Holti í Önundarfirði, á að vera frá Seyðisfirði.
Neðsta myndin á bls. 299 er sögð frá Seyðisfirði, á
að vera frá Flateyri.