Heima er bezt - 01.11.1956, Side 58

Heima er bezt - 01.11.1956, Side 58
398 Heima Nr. 11-12 --------------------------------er bezt---------------------------- að taka ákvörðun í hvert skipti: átti hann að láta bíl- inn fara framhjá eða reyna að forðast hann með því að auka hraðann? Var þetta stóri blæjubíllinn? Eða var þetta lögreglubifreið? Og í hvert skipti ákvað hann að halda fast við upphaflegt áform: að koma sem eðli- legast fram. Alltaf þrunuðu þessir bílar fram úr hon- um, án efa fullir af ungum elskendum. En er Dan nálgaðist stað þann, sem hann hafði í huga, háa klöpp, sótti umhugsunin um blæjubílinn stöðugt að honum. Elver hafði ekið honum? Ofur- venjulégur borgari, sem heyrt hafði nákvæma lýsingu af honum í útvarpi? Einhver, sem hafði ef til vill það eitt í huga, að komast svo nærri, að hann gæti lesið númerið. Elann þekkti engan, sem ók í svona geysilegum blæjubíl. Þess vegna gat ekki hér verið um að ræða vin, er hefði þekkt hann. Enginn hefur minnsta grun um þá aðstöðu, sem þú ert í, sagði hann við sjálfan sig. Þú ímyndar þér, að allir séu fullir af tortryggni eins og þú sjálfur. Þú ert fullur af tortryggni gagnvart hverjum bíl, sem framhjá þér ekur, aðeins af því, að þrjótarnir hafa kúgað þig til að hugsa á glæpamanna- vísu. Hinir hversdagslegustu hlutir verða því að ógn í augum þínum. í slíkum heimi lifir þú, og slíkur er hinn raunverulegi heimur þinn þessa stundina, og að því leyti ertu þeim líkur. Hann leitaði nú fyrir sér eftir stað, þar sem hægt væri að beygja út af veginum. Hann mundi ekki vel, hvernig háttaði til þarna. Þegar hann var drengur, hafði hann synt þarna í fljótinu, og þá hafði aðeins verið um að ræða slæman veg upp á klöppunum, og var hann sjaldfarinn. Síðan skemmtigarðs-akbrautin var orðin að mjóum þjóðvegi, var sem allt hér hefði tekið svo mikl- um stakkaskiptum, að hann átti erfitt með að átta sig á hlutunum. Hann hafði synt þarna og týnt ber, og enn gat hann fundið sólvermt saftbragðið í munni sér. Bærinn var nú langt að baki. Hús hans sjálfs var að vísu ekki ýkjalangt undan, ef farin væri styttsta leið. Til þessa hafði hann ekki hugsað um heimförina. Hann hafði komið Griffin í. skilning um, að þetta tæki nokk- urn tíma, ef hann ætti að ganga svo frá bílnum, að hann sæist ekki. Hann hafði meira að segja sagt hon- um frá áformi sínu. Griffin hafði blístrað og verið harðánægður. „Þér fáið yður góða skemmtigöngu, Hilliard.“ Nei, það hafði verið áform Dans, að Cindý færi á eftir honum í bíl sínum og æki honum heim. Þá hafði Griffin aðeins hrist höfuðið með hægð og sagt: „Nei, það kemur ekki til mála, því fleiri af Hilliardfjölskyldunni, sem hér eru í kvöld, þeim mun betra.“ — Dan þóttist hafa orðið var við, að ógnar- og reiðisvip brygði fyrir á andliti Hanks, er Glenn sagði þetta, en ekki gat hann getum að því leitt, hvort reiðin beindist að bróðurnum eða öðrum. Það er enginn tími nú til þessara heilabrota, sagði Dan við sjálfan sig. Hann ákvað að snúa af veginum, hann hafði farið framhjá gihnu, sem hann mundi eftir frá barnsárunum, en þar var jarðvegurinn mjög meyr. En er hann nam staðar og gægðist með varfærni milli trjánna, sá hann, að hjólför lágu þama til fljótsins. Mundu þau kannski liggja öll fram á klettabeltið? Er Dan h^ifði gengið úr skugga um, að hann gæti ekið gegnum kjarrið, fór hann aftur inn í bílinn, en sat andartak hreyfingarlaus án þess að hafast að. Hann var að gerast lögbrjótur. Hann, Dan Hilliard, var að gera sig sekan um afbrot. Þessi hugsun hafði engin áhrif á hann, hann varð ekki einu sinni hissa. Hann ók inn milli trjánna, það brakaði í kjarrinu undan bílnum. Er hann var kominn fram á brúnina, stöðvaði hann bílinn og fór aftur út, stóð kyrr og lagði við hlust- irnar, en ljósin urpu bjarma út yfir vatnið. Fljótið var að kalla lygnt þarna. Langt niður frá sá hann bregða fyrir öðrum bílljósum, sem urpu bjarma á fljótið. Þessir bílar voru á vegi þeim, sem hann hafði ekið á. Hann athugaði nákvæmlega grasi vaxna brekkuna með lágum kjarrgróðrinum. Hér voru engar hindranir. Svo kom hann auga á ungt, sterklegt tré, sem óx hornrétt út frá brekkunni, kippkorn niður frá. Hann bölvaði í hljóði, að hann skyldi elcki hafa gert ráð fyrir slíku. Hann hefði átt að hafa með sér sög. Hann hélt sér með annarri hendi í rætur smárunna eins og mjakaði sér nokkur fótmál niður í hallann, og athugaði, hvað tréð myndi þola. Skyldi þetta unga tré koma í veg fyrir, að bíllinn steyptist niður? En honum voru allar bjargir bannaðar svona verk- færalausum. Hann gat ekki komið bílnum fram af ann- ars staðar. En tréð var vel rótfast. Bíllinn varð að fara alla leið. Hann varð að falla í vatnið. Dynkurinn mundi verða mikill, og hugsazt gat, að hann vekti eftirtekt. En nú var Dan Hilliard ákveðinn í að láta kylfu ráða kasti. Honum var ljóst, að til þess þurfti mikla dirfsku, þegar gætt var allra aðstæðna. En nú var fífldirfskan orðin snar þáttur í lífi hans. Meðan hann hóf sig aftur upp á brúnina og rétti sig upp, velti hann fyrir sér, hvort þessi fífldirfska hefði í raun og veru alltaf blundað í eðli hans. Hvenær höfðu þessir náungar komið? I gærkveldi? Óhugsandi! Það hlaut að vera óratími, síðan þeir kornu. Þegar Dan renndi sér aftur inn í bílinn, blautur og leirugur á fótunum, var hann ekki í skapi til þess að hugsa um morgundaginn, hugsa um póstinn kl. 9.30. Nú var hvorki til fortíð eða framtíð. Hann skipti í bakgír og ók þrívegis á tré og rótarhnyðjur, áður en hann taldi sig vera nógu langt frá klapparbrúninni til þess að fá gott tilhlaup. Nú hikaði hann ekki. Hann var andartaksins maður, áhyggjulaus með öllu, en heili hans starfaði ósjálfrátt. Hann setti bílinn í fyrsta gír, steig í tilraunaskyni á bensíngjafann, svo að vélin gekk hratt. Hinn fótinn hafði hann á hemlinum. Hann þreifaði fyrir sér með vinstri olnboga, hvort dyrnar væru opnar, og minntist þess, að hann yrði að sleppa þessu handfangi, í sömu andrá og hann sleppti hægri hendi af stýrinu. Hann

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.