Heima er bezt - 01.11.1956, Blaðsíða 61

Heima er bezt - 01.11.1956, Blaðsíða 61
Nr. 11-12 Heima 401 ■---------------------------------------er bezt-------------------------------------- morð. Það var þessi ásetningur, sem olli því, að hann var enn í bænum. Einhver lögreglumaður, sem ekki vissi, hvar Glenn Griffin var niður kominn og ef til vill hafði steingleymt honum, hafði verið dæmdur til dauða af ungum ofstækismanni. Þessi hefridarlöngun hafði verið víðs fjarri hugar- fari Dan Hilliards, þangað til nú. Nú skildi hann öfuguggahátt þessa glæpamanns og fylltist viðbjóði. Hann skildi þetta, því að þessi sama hvöt var farin að þjá hann sjálfan. Þótt Dan hefði fyrst og fremst hug á að losna við þessa menn úr íbúð sinni, var hon- um nú í fyrsta skipti fullljóst, að hann óskaði sér að sjá Glenn Griffin liðið lík. Ömurleikakenndin, þreyt- an og sársaukinn varð til þess, að hann krufði þetta mál til mergjar. Meðan hann lyfti stirðunr fæti og tók skref fram á við, var það þessi hugsun, sem gaf honum þrek. Hvað sem kynni að höndum að bera eftir klukkustund eða tíu ár, þá óskaði hann sér að fá að sjá Glenn Griffin dauðan. Og hvers vegna þá ekki þegar í kvöld? Hví skyldi hann ekki verða sér úti um skammbyssu, leyna henni, ganga inn í húsið, bregða henni á loft og skjóta? Aftur sá hann andlit Elenóru fyrir sér. Dan, ég grátbið þig. Lofaðu mér því, Dan, lofaðu mér því, góði. Hann reikaði til á brúnni og horfði framundan sér, um leið og hann gerði sér í hugarlund margra kíló- metra göngu í myrkri og bleytu og hvíslaði út í tómið: „Hvað get ég gert, Ella? Ég lofaði því, en þú veizt það ekki, góða, — þú veizt ekki, hvað ég sé.“ Hann stóð undir ljóskeri, sem varp skugga hans fram á götuna. Hann sá skuggamyndina af breiðum og mikl- um öxlum sínum, en skugginn var óljós og myndin án lits og lífs. Hann hrukkaði ennið og sneri höfðinu með mestu erfiðismunum til þess að fullvissa sig. um, að hann hefði verið að stara á skugga af sjálfum sér. Jú, svo var. Hann var aleinn á brúnni. Hann rétti úr sér og reikaði áfram. Rétt í þessu varð hann var við sterk bílljós að baki sér. Stúlka rak höf- uðið út um gluggann við aftursætið, hann heyrði hróp- að unglingsröddu, um leið og hraði bílsins var aukinn: „Fáðu þér einn lítinn enn, karl minn.“ Dan hrasaði. Þau héldu, að hann væri drukkinn. Hann gat ekki álasað þeim fyrir það. Hann vildi gjama reyna að brosa. Hann öfundaði þetta unga fólk. Honum þótti vænt um það. Allt þetta örugga fólk, sem lifði lífinu alls óvitandi um hættur. Hann náði taktinum aftur: vinstri fótur fram, hægri fram. Hann þóttist finna, að sársaukinn væri-ekki út af eins mikill, ef hann sveiflaði fótunum og reyndi að ná eins konar jafnvægi. Allt í einu stöðvaðist bíll án nokkurrar viðvörunar — hann hafði ekki einu sinni orðið var við ljós frá hon- um —. Dan þóttist þekkja þennan bíl, án þess þó að hann gæti gert sér glögga grein fyrir því. Hann starði á hann. Var þetta lögreglan? Hann sundlaði. Ef til vill tæki hún hann fastan, af því að hún héldi, að hann væri drukkinn. Drukkinn! Nú opnuðust dymar, og maður kom út og gekk til hans, svo að honum kom í hug að flýja. Hann skorti þrek til þess, en hann vissi, að hann átti að taka á sprett niður göturnar, hlaupa inn á milli húsa og skúra heldur en að láta þennan mann ná sér. Hann gat hvorki hrært legg né lið. „Herra Hilliard! Lofið þér mér að aka yður heim.“ Dan þekkti röddina, og þegar hann gat grillt í gegn- um myrkrið, sem milli þeirra var, þekkti hann líka andiitið. Þetta var Karl Wright. Hann ætlaði ekki að trúa eigin augum, hann starði tómlátlega á hann. „Komið þér. Ég skal aka yður.“ Dan svaraði ekki. Hann gat ekki enn áttað sig á þessari undarlegu tilviljun, en reikaði viljalaus að bíln- um og renndi sér inn í hann. Leðrið var kalt, ytri og innri kuldinn mættust. En sætið var mjúkt, ótrúlega mjúkt og fjaðurmagnað, og hann lét sig síga niður í það þakklátum huga, en hafði þó á tilfinningunni, að honum hefði orðið á skyssa eða væri í þann veginn að gera einhverja meiri háttar yfirsjón. Svo lokaði hann augunum, og lengi — hann vissi ekki, hve lengi — naut hann þess aðeins að sitja í hlýjum, mjúkum bílnum og láta tómið glevpa sig. Rödd unga mannsins vakti hann af þessum dvala. „Ég verð nú að fá að vita þetta, skiljið þér það?“ sagði Karl Wright. Dan opnaði augun með tregðu. Karl Wright var annars vanur að aka í erlendri smábifreið. Þetta var stærri bíll.... „Ég ek yður heim og fer inn með yður, herra Hillí- ard, og svo verður annaðhvort ykkar, þér eða Cindy — að segja mér, hvað fyrir hefur komið.“ Þótt rödd unga mannsins væri róleg á yfirborði, heyrði Dan, að eitthvað meira bjó undir orðum hans og mikilvægari spurninga mætti vænta. „Ég skal gera allt, sem ég get, til að hjálpa yður. Þér munið hafa ratað í einhvers konar vanda?“ Þetta var tvíbent: Hvers vegna ók Karl í þessum bíl, og hvar hafði Dan séð hann áður? „Engin vandræði,“ sagði Dan, og nú var rödd hans. furðu eðlileg. „Átt þú þennan bíl?“ „Nei, faðir minn á hann. Ég fékk hann lánaðan." „Hvers vegna?“ Karl yppti öxlum. „Minn bíll er í ólagi.“ Þetta er lygi, æpti einhver innri rödd Dan Hilliards. Nú skildi hann, hvernig í þessu lá: Þetta var bifreiðin, sem veitt hafði honum eftirför fyrr um kvöldið, bif- reiðin, sem hann hafði komizt undan, áður en hann ók yfir fljótið. Karl Wright hafði veitt honum eftir- för. Hvers vegna? „Ef þér viljið síður tala núna, getið þér geymt það,. unz þér komið heim til yðar.“. Framhald.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.