Heima er bezt - 01.11.1956, Page 62

Heima er bezt - 01.11.1956, Page 62
73) Það er auðsætt, að hundurinn vill okkur ekkert illt, en ekki bætir það úr skák, að hann skuli í ærslunum grípa strangann og sendast burt með hann. Dálagleg vandræði að tarna! 74) Við þjótum á eftir hundinum, en eftirförin er honum sem vel heppnaður leikur, svo að allt okkar erfiði er til einskis. Seppi sleppir ekki stranganum, og virðist ekki hafa hug á að gera það. Allt í einu heyrist hvellt blístur. 75) Maðurinn heima við húsið gefur hundinum merki, og hann hlýðir þegar í stað. Okkur til skelfingar sjáum við hann sendast til mannsins í dyragætt- inni, en hann grípur strangann í þessu. 76) „Hæ,“ hrópar maðurinn. „Hérna er stranginn! Komið hingað og sækið hann.“ Nú, manninn grunar þá ekki, hvað í stranganum er. Eigum við að áræða að fara til hans? — Við ræðum málið. 77) Ég sting upp á að fara. Við verð- um að sjá um, að stranginn komist í réttar hendur. Þetta er útrætt mál. Við göngum til mannsins og biðjum um strangann, en nú slæðist einhver grunur að honum. 78) Maðurinn rýnir tortryggnislega á strangann og uppgötvar allt í einu teikningarnar, flettir þeim í sundur, — rýnir enn á þær og hrópar upp: 79) „Teikningarnar! Þessi skötuhjú hafa þá stolið þeim!“ „Nei, við höfum ekki tekið þær,“ hrópa ég. En mótmæli mín eru að vettugi virt. * 80) Maðurinn lokar dyrunum á eftir okkur og skipar okkur að hafa okkur lengra inn í birtuna. Því næst kallar hann á einhvern, sem er í stiganum. Það er enginn annar en verkfræðingur- inn. Hann kemur að vörmu spori. 81) Eg segi verkfræðingnum upp alla söguna, en hann virðist lítinn trúnað leggja á frásögn mína. — „Það er réttast að lögreglan fái að fjalla um þetta mál," segir hann þurrlega. 402 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.