Heima er bezt - 01.04.1958, Side 2
Jafnvægi líyggáarinnar
Mörgum þykja uggvænlegir þeir fólksflutningar, sem
orðið hafa hér innanlands síðustu áratugina. Fólkið
hefir flykkst úr sveitunum til kaupstaða og bæja, en
hitt hefir þó verið enn stórtækara, hversu straumurinn
hefur legið óslitinn til Reykjavíkur og nágrennis hennar
við Faxaflóa. Svo mjög hafa byggðarhættir raskast í
landinu, að afskekkt byggðarlög hafa lagzt í auðn, og
það sem ef til vill er enn alvarlegra, að þorp og kaup-
staðir úti um landið hafa staðað í stað, eða verulega
fækkað í þeim.
Vér skulum nú athuga fólksfjöldann í landinu, eins
og hann var í árslok 1955, en sennilega hafa hlutföllin
enn breytzt til hins lakara fyrir byggðir landsins utan
Reykjavíkur, því að um alllangt skeið hefur nær öll
fólksaukning í landinu farið þangað. Fólksfjöldi í land-
inu var þá 159.480. I Reykjavík, Kópavogi og Hafnar-
firði bjuggu 73.687. I kaupstöðum utan þessara þriggja
29.971, en í öllum sýslum og þorpum án kaupstaðarrétt-
inda bjuggu 55.822. Enn er þess að gæta, að í Keflavík
og Gullbringu- og Kjósarsýslu bjuggu fullar 10 þús-
undir manna, svo að í Reykjavík og næsta nágrenni
bjó þá meira en helmingur landsfólksins, eða rúmlega
CJO/
J 3 /0.
Fólksflutningar sem þessir eru að vísu ekkert eins-
dæmi á íslandi. í öllum löndum, þar sem fólk er frjálst
um ferðir sínar, atvinnu og dvalarstaði, dregst það
þangað, sem fjölbýlið er mest fyrir, og þá einkum til
höfuðborganna.
Meginorsök til allra þessara fólksflutninga hér á
landi hafa menn talið, að afkomu- og atvinnumöguleik-
ar hafi verið betri í Reykjavík og nágrenni en annars
staðir á landinu, ekki sízt í sambandi við hersetuna á
Keflavíkurflugvelli. Vafalítið er þetta rétt í megin-
atriðum. En fleira kemur þó til greina.
Frá því að innlend stjórn kom í landið, hefir verið
mjög rík tilhneiging til að draga, ekki einungis alla
stjórn landsins, heldur og allar alþjóðar stofnanir til
Reykjavíkur, og svo má kalla, að hin síðari árin sé þessi
miðstjórn orðin svo rík, að menn naumast geti snúið
sér við, án þess að leita fyrirmæla frá einhverjum
stjórnarvöldum í Reykjavík, og skólar og menningar-
stofnanir mega vart vera til utan höfuðborgarinnar.
Mörgum mun enn vera minnisstætt, hverja baráttu
það kostaði, þegar settur var Menntaskóli á Akureyri.
Andstæðingum þess rnáls þótti fjarstæða, að unnt væri
að reka lærðan skóla utan Reykjavíkur, og höfuðrökin
í málinu af þeirra hálfu voru þau, að hvorki mundu
fást kennarar til þess skóla, né nemendur vildu una því
að kota sér þar niður. Reynslan hefur sýnt annað. En
svo hlálega brá við, að þegar fyrir nokkru var rætt um
að flytja Húsmæðrakennaraskólann burt úr Reykja-
vík, voru bornar fram nákvæmlega sömu röksemdirnar
og í menntaskólamálinu fyrir 30—40 árum síðan. Og nú
standa yfir harðar deilur um það, hvort stofna beri
búnaðarháskóla í Reykjavík, eða byggja ofan á þá fram-
haldskennslu í búfræði, sem fram hefir farið á Hvann-
eyri undanfarin ár.
í umræðum um þessi mál er þá löngum einblínt á
atvinnuhættina eina saman, og rætt er um, og ráðstafanir
gerðar, til þess að dreifa atvinnutækjum. Slíkt er að vísu
bæði rétt og skylt, en það er ekki nóg. Það er heldur
ekki nóg, þótt bætt séu lífsskilyrði úti um sveitir lands-
ins, sem gert er að vísu eins og vera ber. Ef sveitimar
eiga að blómgast og fólkið að haldast þar, þarf einnig
að efla jöfnum höndum höfuðkaupstaði í sem flestum
byggðarlögum, jafnframt því, sem eðlilegt er, að smá-
þorp rísi upp í hinum stærri sveitum, sem haldi nokkru
af fólkinu heim fyrir.
En þótt kaupstaðir séu efldir með atvinnutækjum,
er það eitt út af fyrir sig ekki nóg. Meðan umboðs-
stjórnin er jafn rík og hún er í Reykjavík, er það full-
kunnugt, að rekstur flestra hluta gengur verr úti um
landið, og að fjármagn það, sem þegar hefur safnazt í
höfuðstaðinn hleður á sig nýju fjármagni, sem tor-
veldar reksturinn í öðrum stöðum. Segja má, að slíkt
megi laga með opinberum ráðstöfunum.
En það þarf að gera fleira. Það þarf beinlínis að dreifa
því, sem unnt er af opinberum stofnunum, skólum og
öðru út um land, og til fullrar athugunar er, hvort ekki
sé réttmætt, að nokkur hluti umboðsstjórnarinnar sjálfr-
ar verði staðsett úti um landið, þannig að ekki þyrfti að
hlaupa með hvert smáerindi til Reykjavíkur.
Á hverju ári er varið stórfé til ýmissa umbóta úti um
land, en allt um það heldur straumur fólksins áfram
jafnóslitinn suður að Faxaflóa. Ef svo heldur áfram, er
annað naumast sýnna en þau mannvirki, sem þannig
eru unnin, muni innan tiltölulega skamms tíma standa
hálfnotuð eða ónotuð í meira eða minna eyddum
byggðum og bæjum.
112 Heima er bezt