Heima er bezt - 01.04.1958, Side 12
BALDUR EIRÍKSSON:
ÚR ÆVISÖGU VINAR MÍNS
T.
í húðarrigningu að hausti, og byl,
þegar hús hvert á bænum lak,
þá varð einn íbúi afdals til
og eygði hið fyrsta ljós,
þá höfðu allir flúið í fjós,
— á því fjósi var nýlegt þak.
TTT.
Fátt nam hann bóklegra fræða,
það fannst ekki í kotinu skræða,
nema fjörgömul fjármarkaskrá.
Um lærdóm var lítt honum gefið,
þó lærði hann að taka í nefið,
— hann var tæplega tólf ára þá.
Og fólkið stóð þarna stillt, um sinn,
í stybbu og kúadaun,
unz gangnamenn þrír þar æddu inn,
þá austan af heiðum bar.
Þeir voru alls engir vitringar,
en vænstu karlar í raun.
Þeir vissu um bóndans vesöl kjör,
og vildu þau bæta skjótt.
Hákarl og skammrif, skreið og mör,
skata og brennivín
niður í þeirra nestisskrín
nú var í skyndi sótt.
Aðalsfólkið, önnum hrjáð,
át og drakk og var glatt,
rætt var um krafta og karlmannsdáð,
konur, ferðir og ljóð,
unz öræfanóttin, úrg og hljóð,
enda á gleðskap batt.
TT.
Svellavetur síðan líða
og sumur köld og sprettusnauð.
Sveinninn fékk þá frekt að stríða
fyrir daglegt svartabrauð.
Ut um mýrar, upp til hlíða
elta lömb og styggan sauð.
Þó að yndist einatt snuðra
á hans bernskudaga þráð,
þryti forði þols og burða,
þyldi hann álas, spott og háð,
seigla hans var sérleg furða,
— sá hann alltaf nokkur ráð.
Undur sæll í einfeldninni
öllum mót hann kímdi og hló.
Kúla á höfði, skráma á skinni
skerti aldrei kauðans ró.
Öllum var hann aumri og minni,
öllum meiri á lofti þó.
Með eldlegum áhuga á konum,
— þó alls engin liti við honum —
hann munnlega og bréflega bað,
og elti þær allar á þönum,
áður en skegg spratt á grönum.
— Ljótt væri að lá‘ honum það.
Hann jamlaði og jagaðist svona,
loks játti ein miðaldra kona,
— það var einfalt og úttaugað hró. —
Til lögaldurs langur var frestur,
en loks þegar vígði þau prestur
fékk unnustan aðsvif — og dó.
Þótt harm sinn í hljóði hann bæri
og hógvær að jarðarför væri,
og felldi hin fegurstu tár,
þá hét hann að hika ekki lengi,
og hélt að sú næsta, er hann fengi,
mundi endast sér örlítið skár.
IV.
Á réttargleðinni.
Safnið rann inn um réttarhlið,
svo rölti hið örþreytta gangnalið
og hestar á eftir með hnakk undir kvið,
og hundar með sára fætur.
Óðara skyggndust augu glögg
eftir hófi, bragði og lögg,
hafa þurfti nú handtök snögg,
— það hallaði mjög til nætur.
Vinur okkar þar var í hóp,
veifaði svipu, rak upp óp,
í skinnsokkum kringum skjátur hljóp
og skrjáfandi vaxdúkskápu.
Ofan frá kolli, út á góm
á hann var fallið ryk og gróm,
þvl gangnamönnunum gefst ei tóm
að gutla með vatn og sápu.
Er fjárhólfin voru full í topp,
og fjallskilastjórinn sagði: — Stopp —!
122 Heima er bezt