Heima er bezt - 01.04.1958, Page 20

Heima er bezt - 01.04.1958, Page 20
Nokkur orð til K. K. Ég varð ekki lítið hissa, þegar ég sá, að Karl Krist- jánsson skrifar mér bréf í febrúarhefti „Heima er bezt“. Ég var sannast að segja alveg orðinn vonlaus um það, að fá línu frá honum. Mér þykir hann hafa verið býsna lengi að semja þennan langhund. Karl byrjar strax á því að snúa út úr formála þeirn, er ég hafði fyrir þættinum „Gamlir kunningjar". Ég lofaði lesendum aldrei því, að ég mundi geta grafizt fyrir rétta fiöfunda að öllum vísunum, enda gerði ég mér það strax ljóst, að slíkt var ekki hægt. Ég hef líka margtekið það fram og síðast í svari mínu til K. K. í blaðinu. Hann fer því þarna með algjörlega rangt mál, eins og allir geta séð, sem lesa ritið. Og enn heldur Karl áfram að snúa út úr. Hann þyk- ist ekki skilja, hvað ég hafi átt við með andanum á bak við verkin. Það sem ég átti fyrst og fremst við var hans eigin andi, er ríkti í bréfi því, er hann stílaði til mín í fyrra sinni í „Heima er bezt“, og virðist líka svipaður nú í því síðara. Og þá er það næst, að hann ásakar mig um að hafa farið rangt með vísu Jóns Þorsteinssonar. En það var algjörlega ósatt, því ég skrifaði vísuorðið „svall“ rétt í handritið. En ég get ekki, frekar en aðrir, gert að því, þó að prentvillupúkinn aflagaði það. Þá gerir Karl mikið veður út af vísu Jóns frá Orrns- koti. Ég tek vísuna upp eins og hún er prentuð og tel, að ég hafi ekki haft neina heimild til þess að breyta henni. Ég býst ekki við, að margir myndu taka því með þökkum, ef Pétur og Páll færu að breyta ritsmíðum annarra, hvort heldur væri í bundnu eða óbundnu máli, eftir sínum smekk. Og varla mundi K. K. taka því betur en aðrir, ef ég þekki hann rétt. Karl kallar þáttinn Gamla kunningja „aumlegt þvað- ur“. En hann athugar það að líkindum ekki, að þarna sneiðir hann að fleirum en mér, því að það er þjóðin sjálf, sem hefur valið þessar vísur úr- fleirum og lært þær, og þess vegna hafa þær lifað. Langmestur hluti þeirra vísna, sem ég hef birt í þættinum, eru vísur, sem hafa lifað á vörum þjóðarinnar. Ég hef talað við marga, sem talið er að hafi vel vit á vísum, og ljúka þeir upp einum munni um það, að reynsla sín sé sú yfirleitt, að fólkið læri beztu vísurnar, en hinar lélegri gleymast og eyja. — Ég er ákaflega hræddur um, að það verði þunnskipuð fylking, sem tekur undir „þvaðrið“ hans K. K. Þá er komið að vísunni eftir Jón Bergmann, sem Karli er svo illa við. — Maður hér í bænum, Júlíus Jónsson að nafni, hefur sagt svo frá, að þá er hann var í Amer- íku, hafi hann fengið bréf héðan frá íslandi frá bróður sínum, Sigurði Jónssyni, þáverandi skólastjóra við Mýr- arhúsaskóla á Seltjarnarnesi. í bréfi þessu segir Júlíus að hafi verið tvær vísur, sem Sigurður segir, að séu eftir Jón Bergmann, þá nýlega birtar í „Lögréttu“. Og eru vísurnar þannig eftir umgetnu bréfi: Sá, er hærra höfuð ber heldur en þrælum líki, hefur jafnt á hælum sér hatur og öfundsýki. Vaða lengst en gusa grynnst, gleyma helzt að þegja. Þeir, sem vita og þekkja minnst, þurfa mest að segja. Sigurður getur þess í bréfinu, að sér þyki vísurnar góðar, og hefur skólastjórinn eftir því að dæma haft annað álit á þeim en K. K. Þegar ég hef verið að lesa þessi skrif hans K. K., hef- ur mér oft dottið Sölvi Helgasonu í hug. Báðir verða miklir sjálfsdýrkendur og fyllast andlegum hroka, en ástæðurnar til þessa eru næsta ólíkar. Sölvi fyrir illt upp- eldi og rangsnúið aldarfar, en K. K. fyrir það, að þjóð- félagið og samtíminn hossar honum til valda og veg- semdar (ef svo skyldi kalla), en slíkt stígur honum til höfuðs og hann ofmetnast. Ég enda svo þetta svar mitt til Karls með þeirri ósk, að hans andlega heilsa fari batnandi, honum til veg- semdar og þjóðinni til nytja. 4. marz 1958. Jóh. Ásgeirsson. Deilum þessum er hér með loldð í blaðinu. En leið- réttingum á vísum verður vel tekið, bæði frá höfundum og öðrum. Ritstj. Sögur Magnúsar á Syðra-Hóli Framhald af hls. 126. ----------------------------- komust öll úr ánni heilu og höldnu, þótt gálauslega væri farið. Ingiríður dvaldist síðan í Svínavatnshreppi, og þar ólust upp börn hennar. Synirnir, Halldór og Jóhannes, voru greindarmenn og hagmæltir báðir og Halldór þó betur. Þeir fóru báðir til Ameríku. Dóttirin, Signý, giftist fulltíða Sölva Teitssyni. Þau bjuggu í Gafli í Svínadal. Signý var vel gefin, fróð og minnug. Sögn Jónasar Illugasonar frá Brattahlíð. 1 30 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.