Heima er bezt - 01.04.1960, Page 23

Heima er bezt - 01.04.1960, Page 23
Ingibjörg Sigu rðardóttir: FYRSTI HLUTI 1 Djónustu Meistarans SKALDSAGA I. Kölluð til þjónustu. Nfú er haust á jörðu. Mildur helgidagur ljómar yfir höfuðborginni og hjúpar hana björtum geislum frá lækkandi haustsól. Hrifnæm sál fyllist helgiblæ og friði. Hreinn og hvellandi hljómur kirkjuklukknanna berst út í morgunkyrrðina og kallar til helgra tíða. Þennan milda haustmorgun ætlar ungur prestur, ný- vígður í höfuðborg landsins, að flytja sína fyrstu messu- gerð að lokinni embættistöku, og kirkja hans stendur öllum opin. Ungu prestshjónin, séra Astmar Þór og Eygló kona hans, koma út úr vistlegu íbúðarhúsi, þar sem þau hafa nýlega stofnað heimili sitt, og leiðast hægt og hátíðlega til kirkju sinnar. Bekkir kirkjunnar eru orðnir þéttskipaðir safnaðar- fólki, og allir bíða konm nýja prestsins með dálítilli ó- þreyju, þótt flestir viðstaddir hafi séð hann áður og heyrt, en í dag á hann að koma fram í fyrsta sinn sem þeirra sóknarprestur. Ungu prestshjónin koma inn úr kirkjudyrunum og ganga saman inn gólfið. Allra augu fylgja þeim. Frú Evgló tekur sér sæti á næsta' bekk við prédikunarstól- inn, en séra Astmar gengur upp að altari Drottins og tekur sér þar stöðu. I fyrsta sinni stendur hann nú á þessum helga stað, vígður til heilagrar þjónustu hjá Meistara lífsins. Hann hneigir höfuð sitt í hljóðri bæn. Hátíðlegir organtónar hljóma um kirkjuna. Guðs- þjónustan er hafin. Séra Astmar snýr sér að söfnuðin- um og les frá altarinu texta þann, sem hann hefur valið til hugleiðingar við hina fyrstu messugerð sína. Orðin standa skrifuð í Bréfi Jakobs, 2. kap., 14.—18. v., og hljóða svo í Drottins nafni: — Hvað stoðar það, bræður mínir, þótt einhver seg- ist hafa trú, en hefur eigi verk? Mun trúin geta frelsað hann? Ef bróðir eða systir eru nakin og vantar daglegt viðurværi, og einhver yðar segir við þau: Farið í friði, vermið yður og mettið, en þér gefið þeim ekki það, sem líkaminn þarfnast, hvað stoðar það? Eins er líka trúin dauð í sjálfri sér, vanti hana verkin. — Þannig hljóða hin heilögu orð, en sælir eru þeir, sem heyra Guðs orð og varðveita þau. Augu frú Eyglóar hafa hvílt á manni hennar, meðan hann flutti boðskap lífsins snjallt og hátíðlega frá altari Drottins, og hún hefur drukkið hvert orð af vöruin hans í sál sína. Eitthvað nýtt og heilagt, sem hún hefur ekki áður þekkt, gagntekur hana. O, að hún mætti standa í sömu sporum og maður hennar nú og flytja öðrum boðskap Meistarans cins og hann. En löggjöfin leyfir konum ekki slíkt enn sem komið er. — Því ekki það? — Orð textans hljóma stöð- Þið berið ábyrgðina á því, þið! Rödd hinnar ungu örþreyttu móður deyr út, og hún brestur í sáran grát. Jónatan tekur um herðar Lilju og hallar henni ástúð- lega að barmi sínum. Hann finnur, að nú er úrslita- stundin runnin upp. Konurnar við vögguna líta hvor á aðra, og augu þeirra mætast yfir sjúkrabeði litla barns- ins. Sama bænin speglast í augum þeirra beggja: Barnið má ekki deyja. Hin þunga ásökun Lilju hefur hæft rétt í mark í sálum þeirra. Kristín réttir Önnu höndina yfir vögguna og segir lágt og biðjandi: — Við skulum sættast, Anna, áður en barnið deyr. Anna grípur þétt um útrétta hönd Kristínar. — Já, við skulum sættast í guðs nafni. — Loksins, líður af vörum Lilju. — Já, loksins, hvísl- ar Jónatan og þrýstir henni fastar í faðm sinn. Hljótt síðsumarkvöldið breiðir heilagan frið yfir bað- stofuna í Austurhlíð. Litla Anna Kristín Jónatansdótt- ir andar létt og rótt í djúpum og værum svefni. Sjúk- dómur hennar er skyndilega horfinn. Yfirnáttúrlegt tákn hefur gerzt fyrir sigurmátt hins góða. Lilja hefur enn ekki stigið fram úr rúminu, síðan hún ól barn sitt, en nú fer hún léttilega fram úr því, og Jónatan leiðir hana út að baðstofuglugganum. Þau horfa bæði út um gluggann, og það sem fyrst mætir augum þeirra, vekur hjá þeim sanna gleði. Grannkon- urnar ganga saman heim að Vesturhlíð og leiðast. Nú óttast þau ekki framar aðskilnað af hendi for- eldra sinna. Loksins eru þau frjáls að njótast. Þau vefja hvort annað örmum, klökk af hamingju. Tignarleg feg- urð kvöldsins hjúpar himin og jörð dýrð sinni. Og sú spurning líður fram í vitund hinna ungu og sælu elsk- enda: — Hvernig í ósköpunum hafa mennirnir nokkru sinni getað hatað hvern annan og byggja þó svona und- urfagra og dásamlega jörð! . (Endir). Heima er bezl 131

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.