Heima er bezt - 01.04.1960, Blaðsíða 24
ugt í sál frú Eyglóar, og hún hugleiðir þau nánar en
áður: — Eins er líka trúin dauð í sjálfri sér, vanti hana
verkin. — Trú í verki er þá hið sanna líf!
Ný lífsviðhorf opnast hinni ungu prestskonu. iMaður
hennar hefur verið kallaður til að flytja öðrum orð lífs-
ins, og þeirri háleitu þjónustu ætlar hann að helga líf
sitt. En á þessari stundu finnst henni, að hún sé einnig
kölluð til þjónustu iVIeistarans mikla, þó að hún hafi
ekki aðstöðu til að verða opinber kirkjunnar þjónn.
Hún ætlar því að boða trú sína í verki. Hún vinnur
það heit, að helga Meistaranum líf sitt frá þessari stundu
í fórnfúsu þjónustustarfi fyrir meðbræður sína og syst-
ur, hvar sem hún nær til þeirra. Hún veit, að næg eru
verkefnin. Uppskeran er mikil, en mennirnir fáir. Djúp
sælukennd streymir um vitund frú Eyglóar, og hún
fyllist nýjum eldmóði.
Séra Astmar er stiginn í prédikunarstólinn, og innileg
bæn hljómar frá vörum hans. Hann biður fyrir starfi
sínu í framtíðinni, biður fyrir söfnuði sínum og kirkju.
Frú Eygló sameinast manni sínum í bæn hans á hljóð-
Iátan hátt, og að lokum biður hún: — Algóði Meistari
lífsins, gerðu mig, smáa og ófullkomna, að þjóni þín-
um með lifandi trú í verki.
Hinn nývígði prestur flytur snjalla og hugðnæma
ræðu út af texta dagsins og hrífur auðsjáanlega áheyr-
endur sína með mælsku sinni og trúarlegum eldmóði.
Hann hefur þegar með sinni fyrstu guðsþjónustu unnið
stóran og glæsilegan sigur.
Guðsþjónustunni er lokið. Formaður sóknarnefndar
kveður sér hljóðs og býður hinn nývígða prest og konu
hans velkomin til starfa í þessum söfnuði.
Helgidagurinn er hniginn að kveldi. Prestshjónin
ungu standa saman við glugga í stofunni sinni og horfa
út yfir höfuðborgina, sem blasir við augum þeirra. Þar
getur að líta fjölskrúðuga Ijósadýrð sigra húmskugga
haustsins. Það er táknræn mynd um sigur ljóssins yfir
valdi myrkursins á þessari jörð. Yfir glæstri ljósadýrð
borgarinnar hvelfist himininn blár og djúpur, alsettur
skínandi stjörnum. Hann er sem óskeikult vitni um
hið alskyggna auga öllu ofar, sem vakir yfir öllu, og
allt sér og þekkir.
Prestshjónin horfa bæði í þögulli lotningu og djúpri
hrifningu út í dýrð kvöldsins. Séra Ástmar leggur arm-
inn um herðar konu sinnar og hallar henni að brjósti sér
og segir hátíðlega:
— Eygló mín, finnst þér ekki eins og mér, að þessi
fyrsti helgidagur okkar með söfnuðinum hér hafi verið
yndislegur?
— Jú, Ástmar, það hefur hann vissulega verið, og
hann gefur fögur fyrirheit um framtíðina. I þessari
glæstu borg, sem blasir við augum okkar, bíða líka mörg
óleyst verkefni fyrir ungan þjón Meistarans, eins og
þig, vinur minn.
— Já, áreiðanlega bíða mín mörg verkefni, og ég er
albúinn að starfa í þjónustu Hans, sem sendi mig.
Frú Eygló hjúfrar sig að brjósti manns síns og segir
lágt og hálffeimnislega: — jMér finnst ég einnig vera
kölluð til þjónustu við Meistarann mikla, en hvað fæ
ég, lítil og vanmáttug kona, gert til eflingar ríki hans á
þessari jörð?
Séra Ástmar brosir ástúðlega og þrýstir konu sinni
fastar að sér:
— Þú getur áreiðanlega mikið unnið fyrir ríki hans,
vina mín, segir hann. Það geta allir, sem í sannleika vilja
þjóna honum, og vissulega erum við bæði kölluð til
þjónustu við meistara lífsins, því að við erum eitt.. .
II.
Jólagestur.
Hvít vetrarmjöllin hjúpar jörðina blæju hreinleikans.
Aðfangadagur jóla er runninn upp lognkyrr en frost-
kaldur. Annir og ys undirbúnings jólanna hafa náð há-
marki sínu í höfuðborginni. Vistlegt heimili prestshjón-
anna er þegar albúið undir helgihald hátíðarinnar.
Ung stúlka, Gréta að nafni og ættuð úr sömu sveit og
séra Ástmar, hefur nýlega bætzt við á heimili þeirra.
Hún er ráðin til heimilisstarfa hjá prestshjónunum fyrri
hluta dagsins, en síðari hlutanum ætlar hún að verja til
þess að afla sér menntunar í námsflokkum borgarinnar.
Frú Eygló hefur ánægju af návist þessarar ungu
stúlku, því enn hefur hún fáúm kynnzt í borginni. Þær
hafa lokið öllum undirbúningi jólanna, og frú Eygló
lítur með gleði yfir vistlegt heimili sitt. Þar eru alls-
nægtir af vistum, hlýtt og bjart, og hátíð ljóssins að
ganga í garð. En eitthvað finnst henni skorta enn, til
þess að gleði hennar sé fullkomin þessa fyrstu jólahátíð
á eigin heimili í borginni. Er ekki einhver sem í skugg-
anum situr, og hún gæti miðlað af allsnægtum sínum?
Það er einmitt það, sem henni virðist sig vanta til að
fullkomna gleði sína nú.
Unga prestskonan er gagntekin nýrri öflugri tilfinn-
ingu, sem knýr hana áfram. Hún verður að fara út á
ffötur borgarinnar, berast með straumnum og revna að
skyggnast nánar inn í líf fjöldans.
Það er komið fast að rökkri. Frú Eygló klæðist hlýrri
vetrarkápu og gengur út úr húsi sínu. Hvorki maður
hennar né Gréta vita um brottför hennar að heiman.
Hún leggur fyrst leið sína niður í miðbæinn, án þess að
hafa nokkurt ákveðið takmark fyrir augum. En það er
eins og einhver ósýnilegur leiðarvísir stjórni sporum
hennar nú. Fólk á öllum aldri streymir framhjá henni,
ólíkt að útliti, en eitt virðist því sameiginlegt, allir eru
að flýta sér.
Frú Eygló er komin niður undir höfn án þess að átta
sig á því, hve fljótt hún hefur borizt svo langa leið með
straumnum, og hún hægir göngu sína. Skyndilega kem-
ur hún auga á mann, sem stendur einn undir húsvegg
skammt frá henni og hniprar sig þar saman. Maðurinn
er mjög tötralega klæddur, með alskegg, og útlit hans
allt stingur mjög í stúf við útlit þeirra fjölmörgu, sem
frú Eygló hefur fylgzt með á leið sinni um götur borg-
arinnar á þessum degi.
Hún nemur þegar staðar. Henni finnst hún vera
132 Heima er bezt