Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1960, Qupperneq 33

Heima er bezt - 01.04.1960, Qupperneq 33
Þáttur Jóns Andréssonar Kjerúlfs Framhald af bls. 119. ------------- Frá útgefanda Heiðruðu áskrifendur! Kærar þakkir til ykkar allra, sem nú þegar hafið sent okkur áskriftargjaldið fyrir árið 1960. Enn eru þó margir eftir, og þessa mörgu bið ég nú sömu bónar og í fyrra, að þeir sendi okkur áskriftar- gjaldið svo fljótt, sem það er þeim þægilegt, og spari okkur þar með feikna vinnu við póstkröfuskriftir. Áskriftargjaldið er enn hið sama og undanfarin fjög- ur ár, kr. 80.00. En hamingjan má vita hvernig fer næsta ár, því að nú hækkar allt svo feiknarlega, t. d. eru póst- gjöldin nú þegar hækkuð um 133% og pappír urn 70% og allt annað siglir sjálfsagt í sömu átt. En sem sagt, þið hjálpið okkur mikið með því að senda okkur áskriftargjöldin heldur fyrr en seinna. Með beztu kveðju Sigurðnr O. Björnsson. Bréfaskipti Ásta Jónsdóttir, Herríðarhóli, Ásahreppi, Rangárvallasýslu, óskar eftir bréfasambandi við pilt eða stúlku á aldrinum 14-20 ára. Hallfriður Baldursdóttir, Halldórsstöðum, Laxárdal, S.- Þing., óskar eftir bréfaskiptum við pilta 17—19 ára. Mynd fylgi. Hugrún Engilbertsdóttir, Vallholti 7, Akranesi, óskar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 13—15 ára. Guðrún Engilbertsdóttir, Vallholti 7, Akranesi, óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 16—19 ára. Sesselja Hákonardóttir, Sunnubraut 18, Akranesi, óskar eft- ir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 12—14 ára. Hjálmar Markússon, Fíflholtshjáleigu, Vestur-Landeyjum, Rang., óskar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldr- inum 14—16 ára. Ingibjörg Jóhannsdótlir, Sólheimum, Sæmundarhlíð, Skaga- fjarðarsýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 12—14 ára. Mynd fylgi. Sigmar J. Jóhannsson, Sólheimum, Sæmundarhlíð, Skaga- fjarðarsýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 11 — 13 ára. Mynd fylgi bréfi. Ingibjörg Kristvinsdóttir, Kaldrananesi, Kaldrananeshr., Strandasýslu, óskar eftir bréfasambandi við pilta eða stúlkur á aldrinum 17—18 ára. Guðrún Kristvinsdóttir, Kaldrananesi, Kaldrananeshreppi, Strandasýslu, óskar eftir bréfasambandi við pilta eða stúlkur 16-17 ára. Sigriður Gunnarsdóttir, Morastöðum, Kjós, Ivjósarsýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 13— 15 ára. Þráinn Oddsson, Hvammi, Fáskrúðsfirði, óskar eftir bréfa- skiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 14—16 ára. Mynd fylgi. Hjördis Jónsdóttir, Skálanesi, Gufudalssveit, A.-Barð., ósk- ai að komast í bréfasamband við pilta eða stúlkur á aldrin- um 15—17 ára. Erla Matthildur Guðbjörnsdóttir, Kárastöðum, Þingvalla- sveit, óskar eftir bréfaskiptum við telpur á aldrinum 13—14 ára. Mynd fylgi. svo las hann skörulega. Kristbjörg Þórðardóttir, móð- uramma min, áður kona Metúsalems í Möðrudal, og seinna kona séra Péturs á Valþjófsstað, sagði eftir að hafa hlýtt á húslestur hjá föður mínum, um leið og hún þakkaði lesturinn: „Ef prestarnir bæru ræðurnar svona vel fram á stólnum, þá væri gaman að hlusta á þá.“ Móðir mín, Aðalbjörg, var dóttir Metúsalems Jóns- sonar sterka í Möðrudal og Kristbjargar Þórðardóttur frá Kjarna, konu hans. Móðir mín var fríð, í meðallagi há og vel vaxin. Jón Eiríksson, faðir Elíasar, er bjó á Aðalbóli í Hrafn- kelsdal á árunum 1898—1907, sagði mér, (en hann hafði verið vinnumaður hjá Sigurði Jónssyni í Möðrudal) að þær nöfnur, Aðalbjörg Sigurðardóttir og Aðalbjörg Metúsalemsdóttir, hefðu þótt mjög fríðar stúlkur, og á annan hátt vel gefnar, eins og þær höfðu ætt til. Gestkvæmt var á heimili foreldra minna. Tók móðir mín öllum með rausn og höfðingsskap. Vorið 1890 komu í Mela til foreldra minna tveir fjárrekstrarmenn sunnan úr Hornafirði, með um 120 fjár. Var það bú Eiríks Guðmundssonar, sem flutti þetta vor búferlum frá Meðalfelli í Hornafirði að Brú á Jökuldal. Voru þeir dag um kyrrt, en var þá fvlgt norður á heiði, og flutt með hey til þess að gefa fénu. Eftir fáa daga komu þrír lestamenn með 14 burðar- hesta. Var það búslóð Eiríks. Síðast komu hjónin, Eiríkur Guðmundsson og Halldóra Jónsdóttir, bónda á Heiðnabergi. Voru þau hjón samvalin að tíguleik og höfðingsskap. Var þessi heimsókn óskipt ánægja for- eldrum mínum, en ber vott um risnu heimilisins, og umsögn vegfarandans víða um sveitir, sem mun hafa verið kunn í Hornafirði. Búskapur foreldra minna var með ágætum. Mátti segja að árferði kæmi ekki til greina, því aldrei komu fyrir áföll á gripum. Sýna það skýrslur um gripafjölda búsins fyrir alla þeirra búskapartíð. Gengu þó yfir harð- indin frá 1880—1890, sem lengi mun til vitnað. Má af því ráða dugnað þeirra og fyrirhyggju. r A gömlu gengi Þessi vísa kom með áskriftargjaldi Heima er bezt: Stjórnarvöndur fast þó flengi, — falli að stöfum bankans dyr, „Heima er bezt“ á gömlu gengi greiða slcal ég enn sem fyr. 10. marz 1960. Bragi Björnsson, Surtsstöðum, Jökulsárhlíð, N.-Múl. Heima er bezt 141

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.