Heima er bezt - 01.04.1960, Page 34
200 EINKABRÉFSEFNI
OGUMSLÖG
með álefruðu nafni
og heimilisfangi
fyrir 180.00 krónur
Hafið þið ekki oft hugsað sem svo, þegar þið hafið
verið að skrifa áríðandi bréf, að ólíkt skemmtilegra
og þægilegra hefði verið að eiga einkabréfsefni með
áprentuðu nafni ykkar og heimilisfangi? Þetta er
líka alveg rétt. Það vekur ósjálfrátt traust og virð-
ingu hjá viðtakandanum þegar hann opnar bréfið
og sér að „bréfhausinn“, sem svo er kallaður, er
prentaður með skýru og fallegu letri á góðan skrif-
pappír.
En nú er ykkur líka innan handar að eignast einka-
bréfsefni, því allt og sumt sem þið þurfið að gera
til þess, er að senda nafn ykkar og heimilisfang til
„Heima er bezt“, pósthólf 45, Akureyri, ásamt kr.
180.00 (fyrir 100 bréfsefni kr. 140.00) og munum
við þá senda bréfsefnin og umslögin áprentuð til
ykkar alveg um hæl. Stærð bréfsefnanna er 14,7x21,7
cm. Við getum því miður ekki afgreitt pantanir gegn
póstkröfu. Munið að skrifa nafn og heimilisfang
mjög skýrt, til þess að ekki sé hætta á mislestri.
Þetta tilboð gildir aðeins fyrir áskrifendur „Heima
er bezt“ og er í gildi til 17. júní 1960. Athugið einnig
að áletruð einkabréfsefni sem þessi eru tilvalin og
óvenjuleg tækifærisgjöf.
142 Heima er bezt