Heima er bezt - 01.04.1960, Blaðsíða 36

Heima er bezt - 01.04.1960, Blaðsíða 36
405. MeS Mikka á hælunum á sér flýr þessi skuggabaldur út að hárri planka- girðingu, sem er umhverfis þessa húsa- þyrpingu, og við sjáum að hann klifrar yfir hana í mesta skyndi. En þá kemst Mikki ekki lengra. 406. Annar lögregluþjóninn lyftir nú Mikka yfir girðinguna. Og af ákafanum í honum og grimmdarlegu gelti hans fer mig að gruna, að hér höfum við víst sannarlega haft upp á „vofunni" og að- setri hennar. 407. Þegar við höfum klifrazt yfir girð- inguna, sjáum við manninn afl-langt á undan varpa sér á reiðhjói og þeysa af stað eftir lélegum engjavegi. Mikki er enn rétt á hælum hans og geltir í sí- fellu. 408. Við hlaupum þegar á eftir. Veg- urinn liggur niður að ánni. Við sjáum langt áleiðis, hvar flóttamaðurinn stekk- ur af hjólinu og þeytir því frá sér á fljótsbakkann og ýtir smáfieytu á flot í skyndi. . . 409. „Þar skall hurð nærri hælum!“ segir annar lögreglumaðurinn másandi. „Þarna urðum við of seinir, nema að við getum snuðrað upp bátkænu einhvers staðar.“ Við leitum árangurslaust með- fram ánni. Hingað og ekki lengra! 410. Hæ hæ! Þarna gefst nýtt tækifæri! Maðurinn i kænunni er svo ákafur að komast yfir ána, að hann rær og beitir öllum kröftum, unz önnur árin hrekkur sundur í tvennt. Báturinn snýst nú og hrekst fyrir straumi árinnar. 411. Við nemum staðar og stöndum á öndinni og horfum á manninn úti á ánni. Lögregluþjónninn bendir niður eftir ánni og kallar: „Hann rekur niður að fossinum og bjargar sér aldrei!" 412. Lögregluþjónninn hefur rétt fyrir sér. Vart hundrað metrum neðar er all- mikill foss. Og nú rekur flóttamanninn hratt í áttina þangað. Hann hrópar há- stöfum á hjálp. 413. Við hlaupum eftir árbakkanum og fylgjumst með för flóttamannsins. Hér er engin björgunarvon. Við sjáum bát- kænuna steypast ofan af fossbrúninni og niður í ólgandi hringiðuna fyrir neðan.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.