Heima er bezt - 01.05.1960, Blaðsíða 2
Breytt til bóta
Fyrir nokkru gerðust tíðindi í Háskóla íslands, sem
í senn eru athyglisverð og fagnaðarefni hugsandi mönn-
um, einkum þar sem þau gætu verið fyrirboði nokkurra
umbóta í þjóðfélagi voru, ef rétt er á haldið. Hér er
átt við samþykkt þá, sem gerð var um breytingu á kosn-
ingafyrirkomulagi til stúdentaráðs.
Sá háttur hefur verið hafður á um þær kosningar
lengi, að ráðið hefur verið kosið í einu lagi af öllum
háskólastúdentum, og hafa stjórnmálafélög stúdenta
stillt upp listum til kosninganna. Hafa þær löngum verið
sóttar af kappi og algerlega eftir pólitískum línum. Svo
mjög hefur pólitíkin í landinu markað þessar kosningar,
að ýmsir hafa í úrslitum þeirra þótzt sjá veðurvita um,
hvernig blési í stjórnmálaheiminum almennt. Sú breyt-
ing, sem nú er upp tekin, er með þeim hætti, að mestur
hluti stúdentaráðsins er kosinn sem fulltrúar háskóla-
deildanna. Má ætla, að þær kosningar verði því með
minni pólitískum blæ, og mannval meira sniðið eftir því,
sem bezt þykir henta málefnum deildanna og stúdenta
almennt. En einmitt það, að þarna er gerð tilraun til að
draga úr ofurvaldi stjórnmálaflokkanna um óskyld mál,
gerir lagabreytingu þessa athyglisverða og einnig verða
þess, að henni sé gaumur gefinn um allt land.
Það hefur löngum viljað brenna við nú um langt
skeið í fjöldamörgum félögum hér á landi, að kosningar
í trúnaðarstöður hafi fram farið eftir stjórnmálaskoð-
unum einum saman miklu fremur en starfshæfni þeirra
manna, sem kostur hefur verið á. Þetta hefur síðan mót-
að alla félagsstarfsemina. Þeir menn, sem þannig eru
kosnir, hafa litið á sig fyrst og fremst sem fulltrúa þeirra
pólitísku samtaka, sem þá hafa stutt, og hagað félags-
starfinu eftir því, sem þeim flokki væri hagstætt, miklu
fremur en hvað félagsskapnum sjálfum hentaði bezt. Má
finna þess mýmörg dæmi hvarvetna um land, að félög-
um og almennum samtökum hefur verið beitt fyrir
pólitískan vagn þess stjórnmálaflokks, sem hlaut meiri
hluta stjórnarinnar kjörinn. Margir hafa þegar gert sér
þetta ljóst, en þagað þó. Er þar annað hvort um að ræða
skort á manndómi eða misskilinn friðarvilja. Þau dæmi
eru ekki fá, að starfhæfir menn og félagslyndir hafa
dregið sig í hlé vegna ofríkis pólitískra hávaðamanna,
sem brotizt hafa til valda í félögum.
Hvaðanæva heyrist það, þegar rætt er um félagsskap
og fundahöld, að meginþorri félagsmanna sé afskipta-
laus um störf félaganna, þeir sæki ekki fundi og láti reka
á reiðanum um, hvernig félaginu sé stjórnað, en fá-
mennur hópur manna hafi tögl og hagldir. Lítill vafi er
á, að þetta ófremdarástand á að nokkru leyti rót sína að
rekja til hins pólitíska ofríkis og uppvöðslu, sem víða á
sér stað, þótt vitanlega séu fleiri orsakir. En þar sem
framgjarnir menn, sem njóta þess fyrst og fremst að
vera hafðir í forystusæti, hafa rutt sér í þau með tilstyrk
pólitísks afls, þá er ekki þess að vænta, að minnihluta-
mennirnir láti mikið á sér kræla. Þeir eru beinlínis frystir
út, og þeir, sem einu sinni hafa náð völdunum, kunna til
þess mörg ráð að halda þeim, enda þótt störf þeirra fé-
lagsskapnum til hagsbóta séu takmörkuð, ef þeir ein-
ungis eru trúir sínum pólitíska flokki.
Sama ófremdin á sér einnig of mjög stað í löggjöf og
framkvæmdum Alþingis. í ótal nefndir og ráð er kosið
eða skipað eftir tilnefningu hinna pólitísku flokka beint
eða óbeint, og þar ráða vitanlega stjórnmálaskoðanir og
eftirgangsmunir einstaklinganna um einhverja auka-
þóknun meira en hæfni eða þekking á því starfi, sem
maðurinn á að leysa af hendi. Og í þessu liggur einmitt
höfuðástæðan fólgin fyrir því, hversu nefndum og ráð-
um mistekst oft framkvæmd þess, er þau eiga að gera.
Lagabreytingin í Háskólanum sýnir, að meirihluti
stúdenta hefur fengið nóg af hinu hreinpólitíska stúd-
entaráði. Það er augljóst, að fæst þeirra mála, sem stúd-
endaráð fer með, eru þess eðlis, að þau snerti stjórnmál,
og svo er um fjöldamargan annan félagsskap. Vitanlega
getur málum verið ráðið vel til lykta, þótt flokkasjónar-
mið komi til greina við meðferð þeirra. En það er jafn
kunnugt, að oft hefur einstrengingsháttur og pólitísk
handjárn orðið slíkri starfsemi fjötur um fót. Einkum
er sú hætta yfirvofandi, þegar skaphöfn manna er farið
eins og allt of títt virðist hér á landi, að menn sjái engan
hvítan blett á andstæðingi.
En fleiri þurfa að fylgja dæmi stúdentanna. Um allt
land verða menn að gera sér ljóst, að hér er um lífs-
nauðsyn að ræða, ef eðlileg félagsstarfsemi á að þróast
meðal almennings.
Vér íslendingar erum fámenn þjóð en þróttmikil. Er
enginn vafi á, að sem heild fáum vér miklu áorkað, ef
þjóðin er samstillt. Enginn getur vænzt þess, að vér sé-
146 Heima er bezt