Heima er bezt - 01.05.1960, Blaðsíða 28
— Gott kvöld, drafar í stúlkunni.
Frú Eygló réttir henni höndina og reisir hana á fætur.
Stúlkan stendur kyrr og hallar sér upp að húsveggnum
til stuðnings.
— Hvar áttu heima? spyr frú Eygló.
— Heima? Ég fer ekki heim, nei, ég fer ekki heim!
Ég læt ekki kerlinguna berja mig meira. Stúlkan stappar
niður fæti. Ég fer ekki heim, endurtekur hún.
— Ætlar þú þá að gista hér í nótt?
— Ég þarf að komast til strákanna aftur. Þeir eiga
meira vín, þeir bara tímdu ekki að gefa mér meira áðan
og sögðu mér að fara heim. En þangað fer ég aldrei
framar.
— Fyrst þú vilt ekki fara heim til þín, þá skaltu koma
með mér, ég skal engan láta berja þig, segir frú Eygló
hlýtt og alvarlega.
— Heim með þér? Hver ert þú?
— Ég heiti Eygló.
— Jæja, mér er alveg sama hver þú ert, og mér er sama
hvert ég fer, bara ekki heim til kerlingarinnar.
Frú Eygló snýr sér að Grétu og segir:
— Ég verð að fá bíl með okkur heim, hún gengur
ekki svo langa leið.
— Ég skal ná í bíl, svarar Gréta og hraðar sér á næstu
bifreiðarstöð, sem er mjög skammt frá.
Frú Eygló bíður á meðan hjá stúlkunni, sem virðist
naumast vita um návist hennar.
Bifreiðin kemur eftir skamma stund. Frú Eygló og
Gréta hjálpa stúlkunni inn í aftursætið, og frú Eygló
sezt hjá henni. Svo segir hún bílstjóranum, hvert halda
skuli, og hann ekur af stað. Eftir litla stund eru þau
komin heim að húsi prestshjónanna, og frú Eygló
greiðir bílstjóranum ökugjaldið. Síðan snýr hún sér að
ókunnu stúlkunni, en hún er þá sofnuð í sæti sínu.
Bílstjórinn hjálpar þeim frú Eygló og Grétu til þess
að bera stúlkuna heim að húsdyrunum, kveður svo og
ekur á brott. Frú Eygló og Gréta fara með stúlkuna
inn í herbergið, þar sem Grímur gisti áður, og leggja
hana þar í uppbúið rúm, sem frú Eygló ætlar fyrir
næturgesti sína. Síðan afklæðir fríi Eygló stúlkuna, þvær
andlit hennar, hendur og fætur, og breiðir svo sæng yfir
hana.
Stúlkan sefur fast og hrýtur hátt. Frú Eygló virðir
fvrir sér þýtt, barnslegt andlit hennar, rautt og þrútið
af eitri áfengisins, og hana hryllir við örlögum þessarar
ungu stúlku. í nafni Meistara síns vill hún reyna að
hjálpa henni. Hún strýkur höndinni mjúklega yfir enni
stúlkunnar og hvíslar hljóðlega: — Guð geymi þig,
blessað barn. Svo gengur hún fram úr herberginu ásamt
Grétu.
Frú Eygló er komin inn í svefnherbergi þeirra hjón-
anna, en hefur enn ekki lagzt til hvíldar, þegar maður
hennar kemur heim af fundinum. Séra Ástmar gengur
inn í svefnherbergið til konu sinnar og heilsar henni
blíðlega.
— Þú ert þá enn á fótum, vina mín, segir hann. Varstu
að bíða eftir mér?
— Ekki beint, Ástmar. Ég hef lifað dálítið viðburða-
ríkt kvöld að þessu sinni.
— Nú, hvað hefur gerzt, vina mín?
— Það er kominn hingað næturgestur.
Séra Ástmar brosir þýðlega. — Jæja, hver er nú það?
— Ég veit ekki nafnið enn, en það er ung stúlka, sem
er gestur okkar í nótt.
— Og hvernig stendur á ferðum hennar?
Frú Éygló hallar sér að barmi mannsins síns og segir
honum í fáum orðum atburðarás kvöldsins, frá því er
hún fann hina knýjandi köllun í sál sinni til þess að ganga
ofan í borgina og þar til ókunna stúlkan var komin heim
í hús þeirra hjónanna.
Séra Ástmar hefur hlýtt á frásögn konu sinnar. Hann
þrýstir henni ástúðlega að sér og segir: — Þú ert sannar-
lega í þjónustu Meistarans, elsku Eygló mín. Og þess-
ari ungu stúlku skulum við bæði reyna að hjálpa í fram-
tíðinni.
— Já, vinur minn, það skulum við gera.
Séra Ástmar lýtur niður að konu sinni og kyssir hana
ástúðlega. Síðan ganga prestshjónin til hvílu.
Nýr dagur rís. Fölir morgungeislar frá skýjuðum
himni varpa birtu inn um gluggann á gestaherbergi
prestshjónanna. Ókunna stúlkan, gestur frú Eyglóar,
vaknar af þungum svefni og lýkur upp augunum. Hvar
er hún stödd?
Stúlkan horfir umhverfis sig undrandi. Hún hvílir í
hreinu og mjúku rúmi í vistlegu herbergi, og umhverfis
hana er hlýtt og bjart. Hvað hefur komið fyrir hana?
Er hún dáin og komin í nýjan heim? Nei, hún er víst
lifandi og enn á sinni gömlu jörð. Flún liggur kyrr og
reynir að hugsa, og nú smárifjast upp fyrir henni það,
sem liðið er. Hún man nokkurn veginn skýrt atburðina
frá deginum áður. Hún lenti í illdeilum við stjúpu sína,
sem enduðu eins og oft áður með því, að stjúpa hennar
barði hana og rak hana síðan á dyr. Hún hrökklaðist út
á götuna illa til reika og yfir sig komin af reiði og kvöl.
Úti var kalt, og hún lét berast með straumnum niður
í borgina til þess að halda á sér hita. Og þar hitti hún
brátt gamla kunningja sína, sem hún hafði oft leitað til
fundar við undir svipuðum kringumstæðum. Kunningj-
arnir buðu henni inn til sín, tóku fram vínföng og veittu
henni.
Eftir að hafa neytt nokkurra vínstaupa, streymdi nýr
ylur um hana alla, og hún var ekki lengur hrygg yfir
hinu auma ástandi sínu. Henni var sama um allt. Hún
hélt áfram að drekka, þar til kunningjar hennar sögðu,
að nú fengi hún ekki meira, og nú skyldi hún bara fara
heim aftur. Þeir ætluðu eitthvað út að skemmta sér, en
vildu ekki hafa hana með. Þeim þótti hún víst ekki nógu
vel klædd til þess að vera með þeim á skemmtun.
Hún vildi ekki fara út úr hlýjunni aftur og heimtaði
meira að drekka. Þá henti einn kunninginn til hennar
fimm króna bleðli og sagði henni að fá sér eitthvað að
drekka fyrir hann. Síðan höfðu þeir hana með sér út á
götuna og skildu hana þar eina eftir. Hún reikaði svo
af stað og kom brátt að sjoppudyrunum. Þar fór hún
172 Heima er bezt