Heima er bezt - 01.05.1960, Blaðsíða 12
ALEXANDER JÓHANNSSON:
SKAFLINN
(Smásaga)
~if_að er árla morguns um miðjan marzmánuð árið
jj) 1939. Páll bóndi á Hálsi í Fagradal opnar bæj-
|| " ardyrahurðina og gengur fram á hlaðið og
litast um.
Þíðviðri er og vorangan í lofti. Hlýr sunnan blær
strýkur létt um vanga hans og hvíslar í eyru hans, að
þetta sé undanfari vors og sólar.
Síðastliðna tvo daga hefur verið þíðviðri, svo snjór-
inn, sem annars var orðinn allmikill var farinn að síga
það mikið, að holt og móabörð voru orðin auð.
Páli varð litið niður til Fagradalsár. Hann sá, að hún
var að brjóta af sér ísfjötrana. Hann sá greinilega að
ísspöngin, sem hann hafði farið í gær var farin. Bezt
að flýta sér við morgunverkin hugsar Páll og skreppa
svo fram á Stekk. Kannske hefur Gunnar bóndi kom-
ið heim úr kaupstaðnum í nótt, en þangað hafði hann
farið í verzlunarerindum daginn áður.
Móðir Páls hafði veikzt skyndilega fyrir þremur dög-
um og Páll hafði sent með Gunnari bréf til læknisins
með lýsingu á veikindum móður sinnar og beiðni um
meðul við þeim.
Já, það er bezt að vita hvort Gunnar hefur komið
með þau, hugsar Páll, er hann gengur til fjárhúsanna,
en líklega er bezt að draga það ekki lengi að fara fram
eftir, ef hann á með góðu móti að komast yfir ána.
Kannske Gunnar hafi líka tekið póstinn, hugsar Páll.
Já, póstinn, og ef til vill fæ ég þá bréf frá Ingu. A
Hálsi bjó Páll einn með móður sinni og hafði svo verið
sl. tvö ár.
Móðir hans var orðin þreytt og slitin eftir þrotlausa
baráttu allt sitt líf. Og nú hafði hún verið að tala um
það öðru hvoru í vetur að bezt mundi að hætta búskap
í vor — eða þá að Páll reyndi að útvega sér einhverja
meðhjálp, helzt konuefni.
Páll mátti ekki til þess hugsa að flytja í burtu frá
Hálsi. Hér hafði hann fæðzt, og hér hafði hann lifað
öll sín bernsku- og æskuár. Hér þekkti hann svo að
segja hverja þúfu og hvern stein, og hver laut, holt og
bali voru honum kærir vinir. Já, hér hafði hann háð
sína baráttu og þolað bæði „súrt og sætt“ við hlið for-
eldra sinna í 25 ár. En fyrir tveimur árum, einmitt um
þetta leyti árs, hafði Gísli faðir hans drukknað í Fagra-
dalsá.
Og þá um vorið hafði Páll tekið við búsforráðum á
Hálsi. Nei, hann mátti ekki til þess hugsa að yfirgefa
þennan stað. Því hafði hann nú um miðjan febrúar sl.
skrifað Ingu í Hvammi, en sá bær var neðar í Fagra-
dal, rétt framan við kauptúnið Os.
Inga í Hvammi var sú stúlka, sem hugur Páls leitaði
oft til. Henni hafði hann kynnzt fyrir nokkrum árum,
en lítið höfðu þau þó verið saman. Páli var þó ljóst
að enga myndi hann frekar kjósa sér fyrir konu en
Ingu í Hvammi. Og einhver innri rödd hvíslaði því að
honum að tilfinningar Ingu til hans væru svipaðar. í
bréfi sínu til Ingu hafði hann beðið hana að fara til sín
sem kaupakonu á sumri komanda, en látið hana þó
skilja það á milli línanna, að hann vænti þess þó að dvöl
hennar á Hálsi yrði lengri en aðeins eitt sumar. Hann
hafði einhvern veginn ekki kjark til að skrifa henni
reglulegt bónorðsbréf, en hann hafði vonað að hún
skildi hvert hugur hans stefndi.
Þannig voru hugsanir Páls á meðan hann hraðaði sér
við morgunverkin, en bæði kýr og kindur urðu hálf
hissa á því hve snemma húsbóndinn gaf þeim morgun-
gjöfina.
„Hvert ertu að fara, Páll minn,“ spurði móðir hans
allt í einu. Hún hafði vaknað og sá að sonur hennar
var að tygja sig til ferðar.
„Ég hélt þú svæfir, mamma mín,“ svaraði Páll. „Ég
ætla að skreppa fram að Stekk og vita hvort Gunnar
hefur ekki komið með meðul frá lækninum handa þér.“
„Farðu varlega, góði minn, vertu ekki að hætta á
neina tvísýnu við ána. Mundu hvað kom fyrir um þetta
leyti fyrir tveimur árum og þá var líkt veður og nú.“
„Ég held að áin sé vel slarkfær, mamma mín, og ég
skal vera fljótur,“ sagði Páll og klappaði móður sinn á
fölan vangann.
Alllöng leið var frá Hálsi og fram að Stekk. Háls
stóð miðsvæðis í dalnum austan megin ár, en Stekkur
var hins vegar fremsti bær í dalnum vestan árinnar.
Páll steig á skíði sín og tók sér broddstaf stóran og
viðamikinn í hönd. Skíðafæri var frekar þungt vegna
þíðunnar, en Páll taldi að öruggara væri að fara á skíð-
um, þar sem yfir veikan ís væri að fara. Er Páll kom
niður að ánni sá hann strax, að þar var hún ófær með
öllu og hann gat ekki betur séð en að hún væri búin að
brjóta af sér ísinn það langt, sem hann sá fram eftir
dalnum.
Og þarna veltist nú Fagradalsá áfram kolmórauð í
miklum vexti og með miklum jakaburði, áin, sem hafði
tekið föður hans fyrir tveim árum var nú alls ekki
árennileg.
156 Heima er bezt