Heima er bezt - 01.05.1960, Blaðsíða 18

Heima er bezt - 01.05.1960, Blaðsíða 18
HARALDUR BESSASON, PRÓFESSOR: Kristján Porsteinsson og safn nans * síðastliðnu sumri var stofnað til merkilegrar /\ sýningar á íslenzkum munum í einni af stærstu t 'V verzlunarbyggingunum hér í Winnipeg. Það JL var Borgnesingurinn Kristján Þorsteinsson, er gekkst fyrir sýningunni og lagði til sýningarmuni, sem allir höfðu verið smíðaðir eða saman settir af honum sjálfum. Hér var urn að ræða líkön af íslenzkum bæj- um, húsum og kirkjum og upphleyptar landslagsmynd- ir, ásamt sýnishornum af íslenzkum jurtum og bergteg- undum. Sýningargestum þótti bera vel í veiði, enda var sýningin vel sótt og hennar lofsamlega getið í útvarpi og blöðum. Hér verður ekki gerð tilraun í þá átt að lýsa nákværn- lega öllum sýningarmunum Kristjáns Þorsteinssonar, því að það yrði ekki gert nema í alllöngu máli. En ég vil ekki láta það hjá líða að drepa nokkru nanar á ymsa þætti þessa starfs, sem hér hefur verið unnið í stopul- um tómstundum. Merkasti þáttur safnsins eru eftirmyndirnar af bygg- ingum, en þær eru gerðar af slíkri samvizkusemi að sá, sem skoðar, fær mjög glögga hugmynd um þann þátt íslenzkrar menningarsögu, sem flestir vita minnst um, þ. e. þann húsakost, sem íslenzk þjóð bjó við um alda- raðir. Það er nú um aldarfjórðungur liðinn síðan Kristján Þorsteinsson hóf að smíða húslíkönin. Mun tæpast of- mælt, að æ síðan hafi hann varið til þess starfs öllum tómstundum sínum. Að minnsta kosti hef ég það fyrir satt, að hafi Kristján gert hlé á smíðunum, þá hafi hug- urinn verið að verki, en Kristján er manna fróðastur um íslenzkar byggingar og íslenzka bæi á síðustu öldum. Hann hefur aflað sér ýmissa gagna um þessi efni og jafnvel byggt upp íslenzka sveitabæi á 17. öld eftir ein- urn saman rituðum heimildum. Kristján hefur eigi farið færri en þrjár ferðir til íslands síðustu fimmtán árin og þá kappkostað að gera sem víðförulast um landið og hyggja að gömlum byggingum og húsatóftum. Hann hefur sjálfur sagt mér frá því, að svo mjög hafi við- fangsefnið hrifið hug sinn á þessum ferðum, að hann hafi séð í anda heilar bæjaraðir rísa af rústum í Jökul- dalsheiðinni. Sem dæmi um bæjalíkön Kristjáns má nefna Glaum- bæ í Skagafirði og Möðrudal á Fjöllum, en í Möðrudal dvaldist Kristján í æsku. Þessar eftirmyndir gefa full- komna hugmynd um svip bæjanna, bæði hið ytra og hið innra, og er hver hlutur gerður af stakri vandvirkni. Eft- ir að fólk hefur virt fyrir sér bæjarþil og útveggi, má lyfta þaki eða gafli, og er þá næsta auðvelt að gera sér grein fyrir húsaskipun hið innra, og getur þar að líta innanstokksmuni, rúmflet, lokrekkjur, kistur og kistla. Þá má telja búsáhöld og umbúnað ýmissa hluta. Ná- kvæmar skýringar fylgja hverjum hlut. Húsagerð Kristjáns er ekki einskorðuð við íslenzka sveitabæi. Elann hefur einnig lagt sig í líma að gera sem nákvæmastar eftirmyndir af íslenzkum kirkjum. Má nefna í því sambandi Víðimýrarkirkju í Skagafirði, Strandarkirkju og Grímseyjarkirkju, og hefur Kristján reist þessar kirkjur sínar af sömu vandvirkni og sveita- bæina. Þá má geta húsa úr kaupstöðum, og minnist ég í því sambandi gamalla kunningja, bæði frá Akureyri og Reykjavík. í nánu sambandi við húsagerðina eru upp- hleyptar myndir af íslenzku landslagi, en Kristján hefur mótað fallegar myndir af jöklum og fjöllum. Hver er svo maðurinn Kristján Þorsteinsson, sem var- ið hefur tómstundum sínum síðasta aldarfjórðunginn í Til vinstri: Kristjdn Þorsteinsson, með einn sýningarmun, islenzka baðstofu. mm

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.