Heima er bezt - 01.05.1960, Blaðsíða 35

Heima er bezt - 01.05.1960, Blaðsíða 35
HEIMA_______________ BEZT BÓKAH I LLAN Selma Jónsdóttir: Býzönsk dómsdagsmynd í Flatatungu. Reykjavík 1959. Almenna bókalélagið. Venjulega eru doktorsritgerðir fremur ósjálegar bækur, enda er oftast sparað til útgáfukostnaðar svo sem framast er unnt, því að sjaldan er reiknað með sölu á slíkum bókmenntum að nokkru ráði. En hér fær maður í hendurnar glæsilegt, myndskreytt rit. sem yndisauki er á að líta, og læsilegt er hverjum leikmanni í fræðunum. Ekki er það á mínu færi að dæma efni ritsins, en Há- skóli Islands hefur þegar kveðið upp sinn dóm með því að veita höfundinum doktorsnafnbót fyrir það, og er Selrna fyrsta konan, sem þá sæmd hlýtur við háskóla vorn. En það er hverjum leik- manni ljóst, að ritið er unnið af hugkvæmni og vandvirkni, en eins og ætíð í slíkum ritum verða smáatriðin mörg, senr gæta þarf. En skemmtilegt er til þess að vita, að til íslands skuli hafa runnið menningarstraumar alla leið austan frá Bvzans þegar á 11. öld. Og að hér á landi skuli þá hafa verið til listamenn, sem kunnu að meðtaka hið erlenda efni og gróðursetja það í íslenzkri menn- ingu. Myndirnar í bókinni eru frábærlega góðar. Og öll er bókin ánægjuleg og ber höfundi sínum góðan vitnisburð. En hins vegar hlýtur manni að renna til rifja, hversu mikið hefur týnzt af þessu einstaða skurðverki, og nærri hefur verið höggvið, að það glataðist með öllu. Karen Blixen: Vetrarævintýri. Arnheiður Sigurðardóttir þýddi. Reykjavík 1959. Isafoldarprentsiniðja h.f. Karen Blixen er einn kunnasti rithöfundur Dana, og hefur hún verið orðuð sem Nobelsverðlaunahöfundur. Sögur þær, sem hér birtast í íslenzkri þýðingu, eru allar stuttar. Þær gerast á ýmsum stöðum og á ýmsum tímum, en í þeim öllum er fjallað um vanda- mál mannlegs lífs af djúpum skilningi og innsæi. Af þeim sökum halda þær hug lesandans föstum. f rnörgum sögunum eru hrífandi lýsingar af Danmörku og danskri náttúru, enda hefur verið sagt um sumar þeirra, að þær séu ástaróður höfundar til ættlands síns, og er það rétthermi. Þrjár skáldsögur eftir Jack London. fsafoldarprentsmiðja hefur gefið út þrjár af skáldsögum Jack Londons. Heita þær: Spennitreyjan, Ævintýri og Óbyggðiinar kalla. Á fyrstu áratugum þessarar aldar var Jack London einn vinsælasti höfundur samtíðar sinnar. Kom þar til, að í sögum hans var lýst spennandi ævintýrum úr gulllandinu Klondyke og því róstusama og sérkennilega lífi, sem þar var lifað. En þó mun hitt ekki síður hafa valdið, samúð höfundar með lítilmagnanum, hvort sem það voru menn eða dýr. Frásögnin er litrík með afbrigö- um, enda hafði höfundur lifað flesta þá atburði, er hann lýsti, svo að frásögnin var reist á ferskri lífsreynslu og næmum skiln- ingi. Enn má búast við. þrátt fyrir breyttan tíðaranda, að hinar ljtríku og þróttmiklu sögur Jack Londons eignist drjúgan aðdá- endahóp. Símon Jóh. Ágústsson: Álitamál. Reykjavík 1959. fsafoldarprentsmiðja h.f. Símon Jóh. Ágústsson prófessor er ólatur að fræða almenning um viðfangsefni heimspekinnar og sálarfræðinnar sérstaklega. Er það þeirn mun þakkarverðara, sem fáar fræðigreinar eru meira menntandi og vænlegri til þroska lesandans, en þar að auki eru þetta hin skemmtilegustu viðfangsefni öllum hugsandi mönnum. f þessari bók eru 15 ritgerðir um ýmis efni. Má segja, að hver þeirra um sig opni lesandanum nýtt svið, einkum um hagnýt efni í siðfræði og uppeldismálum. Það er erfitt að gera upp á milli einstakra ritgerða, því að allar hafa þær rnikið til síns ágætis, en þó ef til vill mest það, að þær knýja lesandann til íhugunar og ef til vill mótmæla sums staðar. Þannig eru þær vekjandi jafn- framt því sem þær flytja oss fróðleik um ótal vandamál. Höfundi er lagið að setja mál sitt fram á ljósan hátt, þótt um torskilin efni sé að ræða. Og alvaran, sem er grunntónn ritgerðanna, gefur skoð- unum höfundar sérstakan þunga og vekur traust lesandans á hon- um. Edward W'eyer: Frumstæðar þjóðir. Snæbjörn Jóhanns- son íslenzkaði. Reykjavík 1959. Almenna bókafélagið. Fátt hefur verið skrifað um mannfræði eða þjóðafræði á ís- lenzku. Margir kunna ekki meira í þeim fræðum en flokkaskipt- inguna gömlu í hvíta menn, svarta o. s. frv. Og mörgum hættir til að afgreiða alla frumstæða þjóðflokka með því, að þeir séu skrælingjar, villimenn eða þess háttar. Það er því fullkomið fagn- aðarefni, að Almenna bókafélagið hefur gefið út bókina Frum- stæðar þjóðir, sem er allt í senn, fróðleg, menntandi og skemmt- andi og auk þess hin fegursta að öllum frágangi. Bókin hefst á inngangi, þar sem dregnar eru upp meginlínur þjóðafræðinnar. Þar la'rum við meðal annars, að af kunnum, arfgengum eiginleik- um manna séu 90—99% sameiginlegir öllum tnönnum, án tillits til litar eða annars. Og verður ekki kynþáttahatrið og þjóðrenrb- ingurinn harla auðvirðilegur, þegar þessa er gætt? Annars eru í bókinni 50 þættir um frumstæða þjóðflokka. Lýst er þar útliti þeirra og þeinr þáttunr í siðum þeirra og menningu, sem mest einkenna þá hvern um sig. Er þar margvíslegur, nýstárlegur fróð- leikur saman konrinn, sem opnar lesandanum nýja og furðulega heima, en settur franr á ljósan og lifandi hátt. Ást höfundar á viðfangsefninu og skilningur sá og samúð, sem hann beitir í lýsingum sínum, gerir bókina entr hugþekkari en ella myndi. Þess vegna er bókin vel fallin til að auka skilning vorn og samúð nreð mannfólkinu yfirleitt. Vér kynnumst þarna fólki, sem býr í öllum beltum jarðar. undir brennandi sól hitabeltisins og á ísbreíðum heimskautalandanna. Eru allir þessir þættir vænlegir til fróðleiks, þótt nokkuð sé sinn á hvern hátt, og vitanlega veki ekki allir þjóð- flokkarnir jafna forvitni lesandans. fslenzkar bókmenntir eru furðu snauðar að almennum fræðiritum. Hér hefur þcim bætzt eitt. sem mikill fengur er að bæði ungum og gömlum. Mikill fjöldi nivnda er textanum til skýringar, og er öll útgerð bókarinnar hin glæsilegasta. St. Std. Heima er bezt 179

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.