Heima er bezt - 01.05.1960, Blaðsíða 30

Heima er bezt - 01.05.1960, Blaðsíða 30
GUÐRÚN FRÁ LUNDI TUTTUGASTI OG NÍUNDI HLUTI „Þetta er það, sem þú vildir, vera hér, í stað þess að fara heim til mömmu þinnar. Hún hefði áreiðanlega tekið strákinn af þér, og þá hefðir þú getað komizt í útivinnuna strax og þú hefðir komið á fætur,“ svaraði Kristján og hélt áfram að skrifa. „Hún hefur nóg annað að gera en að hugsa um ung- barn,“ sagði hún. „Hvað munar hana um að bæta því á sig? Líklega lítið. Hún hefur færra í heimili en Geirlaug,“ sagði nú Kristján. „Heldurðu kannske að hún sitji allan daginn inni í bæ, eins og kerlingin hérna? Hún gengur að heyvinnu. Og svo hvílir engin skylda á henni að ala upp þitt barn.“ „Þú hefðir líldega getað unnið úti, ef hún hefði hugs- að um krakkann inni. Ótrúlegt, að hún hefði mikinn skaða af því,“ sagði hann. . „Ætli þú hefðir ekki heldur viljað að ég rakaði hjá þér, og ég hefði viljað það líka.“ „Já, náttúrlega hefði það verið það ákjósanlegasta. Þess vegna vildi ég láta þig vera lausa við krakkann,“ svaraði hann. „Mér datt aldrei í hug að Geirlaug hugs- aði urn hann, því að hún getur ekki snert á smábarni, ekki einu sinni honum Jóni litla, sem henni þótti svo vænt um, hvað þá þessu gerpi, sem enginn lítur á.“ „Þetta er bara meinleysi í þér að skipa ekki kerling- unni að gera það. Ófyrirgefanlegt meinleysi,“ sagði nú Asdís gremjulega. „Ég hef aldrei þurft að miðla málum milli kvenfólks- ins og geri það ekki nú. Geirlaug hefur ekki átt í erjum við samverkafólkið fyrr en þig. Heyskapurinn er nú langt kominn. Slægjumar hér heima þrotnar. Þá fer ég fram á Selsengjar og ligg þar við. Þá sérðu ekki til okk- ar og verður rólegri. Það kemst sjálfsagt einhvern veg- inn heim, þó að þig vanti. Svo skaltu reyna að láta strák- orminn þegja, svo að ég geti sofið á nóttunni,“ sagði hann og tók til við skriftirnar. Auðséð var, að hann ætlaði ekld að ræða þetta mál lengur. „Þér stæði víst á sama þótt hann gréti. Þér ætlar víst ekki að þykja mjög vænt um hann. Hann er nú orðinn hálfs mánaðar, en þú hefur ekki haft fyrir því að líta á hann, og því síður að bjóða hann velkominn á bæinn,“ sagði hún ásakandi. Kristján brosti ertnislega: „Það kemur sjálfsagt ekki sjónin til. Hann er sjálfsagt Ijótur og leiðinlegur eins og móðurkynið,“ sagði hann. „Þú mátt bara hreint og beint skammast þín fyrir, hvernig þú og allt þitt heimafólk kemur fram við mig og barnið. Yfírsetukonan sagði, að hann væri fallegur, elskan litla,“ sagði Asdís kjökrandi. „Ég hef hugsað upp ráð til þess að þú losnir við að sitja yfir drengnum,“ sagði nú Kristján. „Hvað skyldi það nú vera? Kannske ertu að hugsa um að flytja barnið burtu af heimilinu?“ sagði hún með óstyrkri röddu. „Það hefur mér nú ekki dottið í hug. En nú sé ég að það muni vera heillaráð. Það yrði þá kannske til þess að þú færir burtu,“ sagði hann. „Náttúrlega færi ég á eftir honum, en ég kæmi með hann hingað aftur. Hér á hann að alast upp og hvergi annars staðar,“ svaraði hún. „Þú ert meiri þráaskepnan,“ sagði Kristján. „Ég verð að láta binda votaband heim á tún, svo að þú getir þurrkað það. Annars missirðu vitið og varla yrðirðu þægari þá.“ Ásdís þóttist sjá að samtalinu væri lokið og rölti fram vonsvikin. Bogga kúrði uppi í rúmi. „Ætlarðu að fara að flytja inn í hjónarúmið til hans?“ spurði hún hálfsofandi. „Þú lætur alltaf nógu bjánalega,“ svaraði Ásdís. „Ég öfunda þig af að fara að liggja við frammi í engjakofa. Það hefði nú átt við mig. Ég fer með strákinn fram eftir og hef hann þar innan í mörgum sængum. Þá getur ekkert orðið að honum.“ „Hann yrði þá ekki lengi að sálast úr kulda, greyið litla. Þá held ég að Kristján yrði feginn að losna við hann.“ „Þú skalt nú bara reyna að halda þér saman eða ég tek í lurginn á þér, skömmin þín,“ sagði Ásdís sárgröm. Daginn eftir var flutt fram á Selsengjarnar. Sveinki flutti heim heyið tvo fyrstu dagana, svo að Ásdís gæti þurrkað það. Kristján reið heim á kvöldin og fór með matinn til dagsins á morgnana. 174 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.