Heima er bezt - 01.05.1960, Blaðsíða 19
það að koma á stofn dálitlu íslandi inni á miðjum slétt-
um Kanada. Hann var fæddur í Borgarnesi þann 11.
sept. 1892, sonur hjónanna frú Jóhönnu Matthíasdótt-
ur, móðursystur herra Ásgeirs Ásgeirssonar forseta
íslands, og Þorsteins Einarssonar veitingamanns. Þeir
voru þannig hálfbræður Kristján og Vernharður heit-
inn Þorsteinsson, menntaskólakennari á Akureyri. Þor-
steinn Einarsson lézt árið 1903, og fluttist þá Kristján
sonur hans að Möðrudal á Fjöllum og var þar samfleytt
í 9 ár. Árið 1912 fór Kristján alfarinn til Vesturheims
og hefur dvalizt síðan í Winnipeg, en þar gegndi hann
störfum sem sporvagnastjóri í 35 ár.
Kristján átti ekki langt að sækja hneigð sína til grúsks
og smíða. Faðir hans var uppfinningamaður og óvenju
hagur. Hann smíðaði sérstaka gerð hitunartækja, sem
þóttu einkar frumleg. Víst er um það, að næmt nátt-
úruskyn hefur legið í ættinni. Kristján minnist þess enn,
þegar hann sem smaladrengur á íslandi sá fjallahnjúk-
ana svífa ofan á þokunni við sólarupprás. Kveðst hann
eigi minnast meiri náttúrufegurðar. Það ætla ég, að
Vernharður bróðir hans hefði getað sagt svipaða sögu.
Ungur að árum tók Kristján að gefa gaum að gróð-
urlendi íslands, og byrjaði hann þá að safna að sér
jurtategundum. Síðar á ævinni hélt hann áfram þessu
söfnunarstarfi. En hver og einn getur látið sér skiljast,
að slíkt starf er allmiklum erfiðleikum bundið, þegar
yfir Atlantshaf er að sækja. Engu að síður er safn þetta
orðið dágott, og umhirða öll er til fyrirmyndar. Skýr-
ingar fylgja safninu, og hefur Kristján í þeim efnum
notið aðstoðar sérfróðra manna. Safn íslenzkra berg-
tegunda er minnzt á áður og einnig myndasafnið.
Safn Kristjáns Þorsteinssonar er ekki mikið að vöxt-
um, en það er ávöxtur mikillar elju og vandvirkni. Það
dylst engum, sem skoðar þetta safn og ræðir við hinn
aldna heiðursmann, að tómstundastarfið er honum
ekkert hégómamál, heldur er það unnið af einskærri
virðingu fyrir íslandi og öllu því, sem íslenzkt er.
Svör í Stálhúsgagnagetraun
Læt úr hafi ljóðahest
lötra traðir víðar.
Heiðra blaðið „Heima er bezt“
hölda raðir fríðar.
1. Þjóðleikhúsið.
Guðjón reisti háa höll,
hulinn neisti glæddur.
Jónas leysti umráð öll,
andans hreysti gæddur.
2. Háskóli íslands.
Beitið skrafi Baunverjann.
Bækur stafa góðar
heim án tafa í Háskólann.
Höfuðkrafa þjóðar.
3. Alþingishúsið.
Gamall skáli gildi fær
gegnum mál og kynni.
Þjóðar-sálin þarna slær,
þing óbrjálað vinni.
4. Akureyrarkirkja.
Eyðir kvíða æskumanns,
ef til tíða hraðar,
kallar lýði, kom til hans,
kirkjan, prýði staðar.
5. Landakotskirkja.
Hærri vistum handgengnar
hjúkra systur lýði.
Helgar Kristí kenningar,
kirkjan listasmíði.
6. Dómkirkjan í Reykjavík.
Listir hljóma, leita hróss,
lífið róma flestar.
Tendra ljóma trúarljóss
traustir sómaprestar.
7. Hús Ásmundar Sveinssonar.
Eðlið slvnga Ásmundar
óðinn syngur kennda.
Gakk í kring, á gróðurfar
Guða-fingur benda.
8. Bifröst í Borgarfirði.
Grundir ljóma, gróa börð,
glitra blóm um staðinn.
Bændur róma Borgarfjörð.
Bifröst sóma hlaðinn.
9. Menntaskólinn á Akureyri.
Marga daga menntlingar
manndóms fagnið hylli.
Geymist saga Sigurðar
sveipuð hag og snilli.
Einar J. Eyjólfsson, Eskihlíð 14 A, Rvík,
Heima er bezt 163