Heima er bezt - 01.05.1960, Blaðsíða 13

Heima er bezt - 01.05.1960, Blaðsíða 13
Páli var efst í hug að snúa við, en hugsunin um veika móður — og svo hréfið, sem hann átti von á, hvatti hann ósjálfrátt áfram. Ef til vill væri einhvers staðar ísspöng eða jakahröngl á ánni framar í dalnum. Og áfram hélt Páll og hraðar för sinni, sem mest hann má. Hann gengur meðfram ánni, en hvergi er neina ís- spöng að finna né það mjótt bil milli skara að stökkva mætti yfir. Er Páll var í þann veginn að snúa við, þá mundi hann eftir að hafa heyrt að í gilinu neðan við Stekk hefði verið stór og harður skafl yfir ána og yfir þann skafl hafði verið samgangur á milli bæjanna Stekks og Hóls, en Hóll stóð gegnt Stekk austan ár- innar. Á milli bæjanna Hóls og Stekks rann áin í frekar þröngu gili, og er Páll kemur þar sem gilið er þrengst, þá sér hann sér til mikillar gleði, að skaflinn var kyrr á sínum stað. Er Páll kom að skaflinum, sá hann að skaflinn var farinn að síga í miðjunni. Þar var komin hvilft eða dæld allmikil og gengu gusur árinnar orðið upp í hana. Ekki var skaflinn breiðari en sem svaraði þrem metrum, en til beggja hliða var kolmórautt iðu- kast árinnar. Öðru hvoru lentu stórir jakar á skaflinum og við það molnaði úr honum. Páll sá að ef hann ætti að komast yfir ána þá yrði hann að hætta á það að fara þarna. Honum var þó um og ó, því vel gat svo farið að þótt hann kærnist vestur yfir ána að hann kæmist ekki austur yfir aftur. Einnig var hann minnugur aðvörunar móður sinnar, um að tefla ekki í neina tvísýnu. En hugsunin um veikindi hennar svo og bréfið eggjaði hann til framkvæmda. Páll fikar sig því varlega niður skaflinn og leggur út í hvilftina, sem var rúmlega ein skíðalengd. Yfir komst hann og upp hinum megin, en sér þá að efst upp við gilbarminn hafði skaflinn sprungið frá og er hann leit til baka sá hann að áin var byrjuð að renna yfir dæld- ina í skaflinum. Páll hraðaði nú ferð sinni heim að Stekk, en bærinn stóð skammt frá ánni. Er hann gekk í hlað sá hann sér til hugarléttis að Gunnar myndi heim kominn, því skíð- in hans stóðu við bæjarvegginn. Er Páll hafði kvatt dvra nokkrum sinnum opnar Gunnar bóndi bæjardyrn- ar og nuddar stýrurnar úr augunum. „Mér þykir þú vera tímanlega á ferð, Páll minn,“ segir Gunnar, um leið og hann heilsar Páli. „Ert lík- lega kominn að vitja um meðulin, sem ég tók hjá lækn- inum í gær. Því miður, Páll minn, brast mig kjark til að brjótast yfir ána í nótt í myrkrinu. Ég reyndi að fara yfir þar sem þú fórst í gær er þú komst í veg fyr- ir mig. Sú ísspöng var þá í þann veginn að fara og áin var alveg ægileg á að líta í myrkrinu. En hvar komst þú yfir ána, var skaflinn ekki farinn?“ Páll segir sem var og að sér dugi ekki neitt hangs eigi hann að komast yfir um aftur. „Þýðir þá víst lítið að bjóða þér í bæinn,“ segir Gunnar. Páll neitar því, en biður Gunnar að koma með meðulin. Gunnar gengur í bæinn og eftir stutta stund kemur hann með meðulin og blaðastranga. Ekkert bréf hugs- ar Páll. „Þetta tók ég á pósthúsinu,“ segir Gunnar um leið og hann réttir Páli blöðin. „Og þetta líka,“ bætir hann við og tekur bréfið úr vasa sínum og réttir Pál. „Ég sé ekki betur en það sé kvenmannshönd á því,“ segir Gunnar brosandi. Páll grípur bréfið og stingur því í brjóstvasa sinn og ósjálfrátt roðnar hann, því hann hafði þekkt höndina á bréfinu. Hann þakkar Gunnari fyrir og kveður hann og hraðar sér niður að ánni. Hvað stóð í bréfinu? Bezt að lesa það strax. Nei, ekki fyrr en þú ert kominn yfir ána, var eins og hvíslað væri að honum og hann ákvað að hlýða þessari rödd. Er Páll kemur að skaflinum sér hann að sprungan við gilbarminn hefur stækkað og einnig það, að nú rennur orðið allmikill straumþungi eftir dældinni og auk þess sér hann að skaflinn hefur mjókkað talsvert. Þá sér hann að allstórir jakar koma öðru hvoru og lenda á skaflinum. Sumir fljóta yfir en aðrir sogast undir skaflinn. Páll hraðar sér nú niður skafhnn að dældinni. Varlega færir hann nú skíði hægri fótar út í dældina, en hefur áður örugglega náð traustu haldi með stafnum í skaflinn austan við dældina. Loks hefur hann náð með skíði hægri fótar nær yfir dældina, en er hann ætlar að færa vinstri fótar skíðið fram kemur allstór jaki og lendir á hægri fæti hans og skíðinu. Árekstur jakans á skíðið og fótinn var það harður, að minnstu munaði að Páll missti jafnvægið og steyptist niður í kolmórautt hyldýpið fyrir neðan. Skíði hægri fótar hafði færzt alveg fram á brún skaflsins og þar hafði jakinn stöðvazt á fæti Páls og skíðinu. Það var stafnum að þakka að Páll hafði ekld hrotið í ána, því hald hans hafði ekki bilað. Páli var ljóst að hann var í mikilli hættu staddur. Skaflinn var orðinn örmjór og gat því brostið þá og þegar. Átti hann að fara eins og faðir hans. Nei, það mátti ekki ske, hann varð að lifa vegna móður sinnar og Ingu. — Hann skyldi komast yfir. Páll reyndi nú að draga skíðið til baka, en það vildi ganga illa, því jak- inn, sem á því hvíldi, var talsvert þungur. Hann náði loks nokkuð öruggri festu fyrir vinstri fótinn, svo hann áræddi að draga broddstafinn til sín, og með honum tókst honurn loks að ýta jakanum fram af skaflinum og gat þá kippt skíðinu til baka. Páll leit snöggt upp eftir ánni. Enginn jaki var sjáanlegur þessa stundina. Hann reyndi þá aftur að ná traustu haldi með broddstafnum austan megin við dældina og tókst það, og er það var fengið þá hálf lyfti hann sér á broddstafnum yfir um. Hann hraðaði sér síðan upp skaflinn, en ekki mátti það tæpara standa, því varla hafði hann náð öruggri fótfestu á gilbarminum, er hann heyrði ógurlega skruðn- inga að baki sér. Er hann leit við sá hann að skaflinn var horfinn og kominn á flugaferð niður ána og þá Heima er bezt 157

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.