Heima er bezt - 01.05.1960, Blaðsíða 27
Grímur rís á fætur, gengur til séra Ástmars og tekur
innilega í hönd honum, en orðin deyja í klökkva á vör-
um hans. Kærleikur þessara góðu prestshjóna er svo
takmarkalaus. Séra Ástmar finnur hið sanna þakklæti,
sem felst í handtakinu. Hann þrýstir hönd Gríms hlýtt
og segir alúðlega:
— Guð blessi þig, vinur.
Grímur dvelst á heimili prestshjónanna fram yfir
áramótin. Frú Eygló býr hann vel að fatnaði og öðru
því, sem hann vanhagar um til þess að geta hafið sjó-
mannsstarfið. Hún finnur óumræðilega gleði í hverju
verki, sem hún innir af hendi til hjálpar jólagestinum
sínum, en það nafn mun Grímur ávallt bera í huga
hennar.
Séra Ástmar útvegar Grími starf á góðu fiskiskipi, og
nú er honum ekkert að vanbúnaði lengur. Brottfarar-
dagurinn er runninn upp. Prestshjónin fylgja honum í
einkabíl sínum niður að höfn, þar sem skipið bíður hans.
Þegar Grímur ekur nú um götur borgarinnar, þar
sem hann hefur ráfað undanfarin ár í sárustu niðurlæg-
ingu og kvöl, fyllist sál hans óumræðilegri lofgjörð til
Guðs, sem af náð sinni og kærleika sendi prestshjónin
góðu honum til hjálpar. Það, sem gerzt hefur í lífi hans
frá því, að hann átti leið hér um síðast, er stórfenglegt
kraftaverk, og hann vinnur það heit að glata aldrei
þeirri blessun, sem hann hefur hlotið.
Bifreiðin nemur staðar við höfnina, og prestshjónin
fylgja Grími út í skipið. Kveðjustundin er komin, og
frú Eygló segir þá við Grím:
— Þú manst það, Grímur, að heimili okkar stendur
þér alltaf opið, hvenær sem þú kemur að landi. Þangað
ertu alltaf velkominn.
— Ég bið algóðan Guð að launa ykkur allt, hvíslar
Grímur, meira getur hann ekki sagt.
Prestshjónin kveðja hann innilega, stíga síðan á land
aftur og aka heim.
Skipið losar brátt festar og siglir til hafs. Grímur
stendur enn á þilfari og horfir út á hafið. I brjóstvasa
sínum ber hann Nýjatestamentið, sem prestshjónin gáfu
honum. Hann leggur höndina á vasann og þrýstir bók-
inni að hjarta sér. Orð hennar skulu í sannleika verða
sá áttaviti, sem vísar honum veg um lífsins höf frá þess-
ari stundu. Hann er byrjaður nýtt líf. Starfið kallar, og
hækkandi sól stráir guðs gullnum sigurrúnum á bláan
hafflötinn, sem gárast fyrir stefni skipsins.
III.
A villustíg.
Kyrrlátt vetrarkvöld ríkir yfir borginni. Séra Ástmar
situr á fundi úti í bæ, og hans er ekki von heim fyrr en
seint. Frú Eygló og Gréta eru tvær einar í húsinu. Það
er orðið nokkuð áliðið kvölds og kominn venjulegur
háttatími á heimili prestshjónanna. Frú Eygló drekkur
kvöldkaffið með Grétu, býður henni svo góða nótt og
fer inn í svefnherbergi sitt. En í stað þess að hátta og
leggjast til hvíldar eins og venjulega, gengur hún út að
glugganum og horfir út.
Heiðblár himininn með blikandi stjörnudýrð sinni
mætir fyrst augum hennar, og í djúpri lotningu virðir
hún fyrir sér um stund dýrlegt skraut himinsins. Síðan
lítur hún yfir borgina, sem blasir við henni, og virðir
hana einnig fyrir sér. Enn er mikil umferð á götunum,
þótt liðið sé á kvöld. Margir eiga leið um götur þessarar
borgar, en misjöfn er efalaust ferðasagan, eins og fjöld-
inn, sem þar fer.
Frú Eygló er skyndilega gripin sterkri löngun til þess
að ganga niður í borgina. Hún er oft vön að taka sér
kvöldgöngu með manni sínum, en ein fer hún sjaldan út
svo síðla kvölds. En nú er þessi löngun hennar svo sterk
og óviðráðanleg, að engu er líkara en að hún sé knúin
af einhverju duldu afli.
Frú Eygló snýr frá glugganum, klæðir sig í kápu og
setur á sig hatt. Svo hraðar hún sér fram í eldhúsið.
Gréta er aðeins ófarin þaðan. Frú Eygló snýr sér að
Grétu og segir brosandi:
— Ætlar þú að fara að hátta, Gréta mín?
— Já, ég var aðeins ófarin inn. Er það upp á eitthvað
sérstakt, sem þú spyrð að því, Eygló?
— Já, mig langar svo mikið í dálitla kvöldgöngu og
datt í hug, hvort þú vildir ekki koma með mér?
— Ég þakka þér fyrir. Sannarlega hefði ég gott af
því að ganga dálítið úti í svona góðu veðri. Ég skal
vera fljót að búa mig. Gréta snarast inn í herbergi sitt
og býr sig til ferðar, en frú Eygló bíður hennar á með-
an. Brátt leiðast þær hægt af stað frá húsinu.
— Hvert eigum við að ganga? spyr Gréta.
— Niður í bæ, svarar frú Eygló. Þangað finnst henni
endilega að hún verði að fara.
— Eg læt þig alveg ráða.
Frú Eygló stjórnar ferðinni. Þær ganga hratt niður
í bæinn og teyga að sér svalt og hressandi kvöldloftið.
Eftir nokkuð langa göngu eru þær staddar á móts við
kjallaradyr á húsi einu, þar sem seldir eru gosdrykkir,
ís og annað sælgæti. „Sjoppan" er uppljómuð, og eins
og ósjálfrátt hægir frú Eygló ferðina.
Skyndilega opnast kjallaradyrnar, og út kemur ung
stúlka. Hún gengur nokkur skref frá dyrunum, hrasar
þar og dettur, en rís brátt upp aftur. Frú Eygló nemur
þegar staðar og Gréta líka. Þær fylgjast af athygli með
ferðum stúlkunnar. Hún slagar upp með hlið hússins
reikul í spori, en dettur brátt aftur, og rís nú ekki strax
á fætur.
Frú Eygló finnst hún vera komin á leiðarenda. Hingað
hafi för hennar verið stefnt. Hún segir við Grétu:
— Ég ætla að fara og tala við stúlkuna.
— Ég kem með þér, segir Gréta.
Þær ganga saman til hinnar ókunnu stúlku. Hún
reynir að brölta á fætur, en hefur ekki mátt til þess að
ná fullu jafnvægi. Tilburðir hennar sýna glöggt, að
hún er ofurölvi. Stúlkan er mjög ung að sjá, á að gizka
fimmtán til sextán ára. Klæðnaður hennar er fátæklegur,
hárið mikið og úfið, andlitið rautt og þrútið.
Frú Eygló er þegar gagntekin heitri samúð og inni-
legum fórnarhug til þessarar vesalings ungu stúlku.
— Gott kvöld, segir hún hlýrri röddu.
Heima er bezt 171