Heima er bezt - 01.05.1960, Blaðsíða 32
Loks fór Ásdís að taka saman. Geirlaug fór út til að
hjálpa henni. Það var óviðkunnanlegt að sjá hana eina
hamast við útivinnuna.
Þær voru búnar að taka saman tvö stór sæti, þegar
sást til mannaferða út á melunum. Það hlaut að vera
Kristján. Þær studdust báðar fram á hrífurnar og störðu
stórum augum út eftir.
Það komu tveir fullorðnir karlmenn og einhver fyrir-
ferðarlítil mannvera á Bleik. Á reiðingshestinum voru
tveir fyrirferðarmiklir pokar einna líkastir sængurfata-
pokum.
„Hver fjandinn er eiginlega þarna á ferðinni?“ sagði
Ásdís.
„Þetta eru einhver vinnuhjú, sem hann er að sækja,
þó að það sé á óvanalegum tíma,“ svaraði Geirlaug.
Ásdís sneri gremjunni upp í stríðnisglósur til Geir-
laugar: „Kannske það sé ný ráðskona á heimilið? Þá
yrðir þú nú að hætta öllum merkilegheitum og láta
lyklana, pottana og föturnar af hendi.“ Hún hló ill-
kvittnislega, þótt henni væri órótt innanbrjósts.
„Hver veit?“ sagði Geirlaug. „Hann var óvenjuléttur
á svipinn í morgun. Mig undrar það ekki, ef nýtt hús-
móðurefni er væntanlegt. Vonandi er hún vel starfi
sínu vaxin.“
Báðar þóttust þær hafa svarað vel fyrir sig, en hvorug
var þó ánægð.
Ásdís blótaði í hálfum hljóðum.
Geirlaug lagði frá sér hrífuna og sagðist ekki kunna
við að frúarefnið kæmi að mannlausum bænum. Svo
hraðaði hún sér heimleiðis, meðan ferðafólkið var að
komast gegnum túnhliðið.
Geirlaug athugaði allan bæinn, hvort hann liti ekki
sæmilega út og sá sér til ánægju, að allt var nýsópað,
þar sem moldargólf voru, en fjalagólfin hvítskúruð.
Hún gæti afhent bæinn hverri sem var, án þess að fyrir-
verða sig fyrir frammistöðu sína.
Geirlaug var nýlega komin fram í eldhúsið, þegar
hún heyrði til hestanna á hlaðinu. Þá fór hún út í bæjar-
dyrnar.
Það fyrsta, sem hún sá, var Hartmann gamli, sem
stóð fram á hlaðinu og hrópaði af hrifningu: „Ég hef
nú aldrei séð önnur eins vinnubrögð og hjá þessari
konu. Þvílík föng, sem hún tekur. Það er eins og hálft
sæti beri við loft. Ég get hugsað mér að það eigi við þig
að hafa hana í verki með þér, Kristján minn.“
Það var auðvitað Ásdís, sem fékk orðstírinn.
Ekki hevrðist svar Kristjáns. Hann var að hjálpa
kvenmanninum af baki sem hafði verið haft svo mikið
við að setja Bleik undir. Það var móðir hans.
„Alltaf smáfríkkar heimilisfólkið á Hofi,“ hugsaði
Geirlaug. „Er það þá Hartmann og kerlingin?“
Svo kom hún út á hlaðið.
„Sæl vertu, Geirlaug,“ sagði Hartmann. „Kominn er
ég ennþá, og nú með kerlingarbjálfann með mér. Hvern-
ig lízt þér á?“
„Það er sjálfsagt ekki lakara að fá hana líka,“ sagði
Geirlaug.
Arndís gamla trítlaði heim að dyrunum og heilsaði
Geirlaugu með handabandi. Hún var ekki viss um,
hver það væri. Hún var í kápunni af Rósu tengdadóttur
sinni og fjarska lítið breytt að útliti, þó að níu ár væru
liðin síðan hún hafði komið að Hofi.
Geirlaug bauð hana velkomna og spurði hana, hvort
hún þekkti sig ekki.
„Ja, það er nú orðið nokkuð langt síðan,“ svaraði
Arndís hikandi, „en mér dettur í hug að þú sért Geir-
laug.“
„Þú sérð það rétt,“ sagði Geirlaug. „Strax þekkti ég
þig. Ég held að ég hefði gert það, þó að maðurinn þinn
hefði ekki verið með þér. Við höfum víst báðar lítið
breytzt.“
„Þú hefur nú vitað það, að yið vorum væntanleg,“
sagði gamla konan.
„Það hefur aldrei verið minnzt á að þið kæmuð.
Kristján sagði bara í dag, þegar hann var að tygja sig
af stað, að það færi kannske að fjölga í fæði hjá mér.
Annað sagði hann ekki,“ svaraði Geirlaug. Hún hjálp-
aði gömlu konunni úr kápunni. Hún var í peysufötum
innan undir.
„Þetta eru fötin, sem blessuð konan hún Rósa gaf
mér í þetta eina skipti sem ég sá hana. Ég hef ekki oft
komið í þau. Ég sé mikið eftir henni af heimilinu. En
ég sagði Kristjáni mínum það, að hann yrði að vera
góður við hana, ef hún ætti ekki að blikna og fölna,
þessi fagra rós,“ sagði Arndís.
Hartmann gamli snaraðist með úttroðna poka inn í
dyrnar en fór þó léttilega með þá. Þetta voru áreiðan-
lega sængurföt.
Geirlaug gaf pokunum homauga. „Svo þið komið
með sængurföt,“ sagði hún.
„Já, við erum alflutt til sonar okkar. Hann hefur
lengi langað til að hafa mig hjá sér, en Hartmanni fannst
Rósa dálítið fyrirmannleg í fasi. Hann býst við að þessi
verði ekki eins stærilát. Það var nú líka svoleiðis ástandið
þarna sem við höfum kúldazt, að elzta telpan er komin
í strákastúss, þó að hún sé ekki mjög gömul, og strák-
urinn er kominn á heimilið. Þá fór að þrengjast. Ég
varð svolítið fegin, þegar Kristján minn óskaði eftir að
ég kæmi og liti eftir barninu, svo að hún gæti verið við
útivinnu, blessuð stúlkan hans.“
— Það yrðu viðbrigði fyrir Ásdísi, ef hún yrði ávörp-
uð svona af þessum nýju heimilismanneskjum, hugsaði
Geirlaug. Hún studdi gömlu konuna inn göngin. Hún
var svo óstyrk eftir ferðalagið.
„Við skulum koma í maskínuhúsið. Það er ylur þar
og heitur matur handa ykkur. Þið eruð líklega matar-
þurfi eftir þetta langa ferðalag.“
„Við höfðum nú eitthvað með okkur af mat. Ég
smakkaði lítið af því. Það var ekki nema handa Hart-
manni og tæplega það. Ferðin gekk vel. Það var svo
gott í sjóinn. Ég lá lengst af fyrir, þá finnur maður
minna til sultarins. Það var líka stúlka í næsta rúmi við
mig, sem gaf mér af matnum sínum, og það var góður
matur, egg og nýtt kjöt. Hún hefur víst verið frá ríkis-
heimili.“
Gamla konan settist og horfði athugulum augum í
176 Heima er bezt