Heima er bezt - 01.05.1960, Blaðsíða 6
Ingibjörg Sigurðardóttir skáldkona.
En hvernig eru þá þessar sögur?
Þeirri spurningu er ekki hægt að svara með rökum og
tilvitnunum í stuttri tímaritsgrein, enda átti þessi þáttur
ekki að vera ritdómur urn bækur Ingibjargar Sigurðar-
dóttur. En eitt er staðreynd. Sögur Ingibjargar eru
mikið lesnar og þær eru heillandi og hollt lesefni.
Ingibjörg segist ekkert hafa gaman af því, að draga
fram í dagsljósið í sögum sínum ruddalegar og klúrar
lýsingar. Hún vill sýna í sögupersónum sínum illa og
góða eiginleika á einfaldan hátt, og jafnan lætur hún
hið góða sigra, bæði í söguefninu sjálfu og eins hjá ein-
stökum persónum sögunnar.
Ingibjörg segist aldrei staðbinda sögur sínar við ein-
stakar sveitir, héruð eða kauptún og aldrei hafa reglu-
legar fvrirmyndir að sögupersónum sínurn. Þær eru
allar hennar eigið hugarfóstur.
Ingibjörg Sigurðardóttir er aðeins 35 ára. Hún hefur
þegar afkastað miklu verki sem rithöfundur. Vafalaust
á hún eftir að skrifa margar bækur enn, einkum ef les-
endur hennar hylla hana og taka bókum hennar eins
vel og þeir hafa gert hingað til.
Ekki er gott að spá um framtíðina, þegar rithöfundur
á í hlut, en eitt get ég sagt með fullri vissu. Ingibjörg
mun ætíð skrifa sögur í samræmi við sitt innsta eðli,
og jafnan láta hið góða sigra.
Eg vil endurtaka það, að ég tel sögur hennar hollt
lesefni. Þær eru auðskildar og tærar, ef svo má að orði
komast. Hún gruggar ekki vatnið með bægslagangi eða
grófum tilburðum.
Enn er hugur Ingibjargar bundinn Norðurlandi. Hún
ann æskustöðvunum norður við hinn svalkalda sæ ís-
hafsins og hún hugsar með hlýjum huga til lágreista
bæjarins á Kálfshamarsnesi, sem var hennar æskuheimili.
Vísa eftir Káin
Enda þótt meginhluti þess, sem til er af kveðskap
K. N., hafi verið prentað, lifa þó enn á vörum manna
vestra ýmsar stökur, sem ekki hafa verið prentaðar.
Hér fer ein þeirra á eftir, en tildrög hennar voru, að
bónda nokkurn íslenzkan vantaði verkamann í þresk-
ingu. Svo stóð á, að á heimili K. N. voru þá staddir
tveir menn í atvinnuleit, og hét K. N. bónda því, að
útvega honum annan þeirra. Næsta morgun, er mað-
urinn fór til vinnunnar, stakk K. N. að honum miða,
sem hann sagði honum að færa bónda, og gerði hann
það, og hugði að það væru einhvers konar meðmæli.
Bóndi tók við miðanum og lét sér fátt um finnast, en
þar var vísan:
Eg sendi þér manninn, þið semjið um kaup,
að siðferði líkist hann mér.
En til þess að ljúga og taka sér staup,
ég trúi honum rétt eins og þér.
„Kvígan að hengjast!“
Það var, að mig minnir, á útmánuðum 1926, eða síð-
asta árið mitt á Eldjárnsstöðum, að ég kom inn frá að
hýsa féð. Ég leit á klukkuna, og vantaði hana eitt kortér
í átta. Það var þá stundarfjórðungur, þar til ég þurfti
að gefa kúnum. Ég hugsaði mér að gera það ekki fyrr
en vant væri og ætlaði að ganga inn. En um leið er
hvíslað að mér: „Flýttu þér í fjósið, því að kvígan er
að hengjast!“
Jú, ég átti ársgamla kvígu, sem var bundin með
hlekkjabandi, en ég gat ekki skilið, hvernig hún væri
að hengjast. Þó labbaði ég út í fjós, þó að gjafatími væri
ekki alveg kominn. Og viti menn. Þetta var rétt.
Hlekkjataugin, sem kvígan var bundin með, var höfð
stutt, svo að hún gæti ekki gengið upp í jötuna, og hún
hafði nú fallið milli horna hennar. Svo þegar kvígan
stóð upp, hafði hálsbandið herzt að hálsi hennar og nú
•■korraði í henni. Eftir að ég hafði losað kvíguna, bólgn-
aði hún á hálsinum. Er óvíst, hvernig farið hefði, ef
beðið hefði verið 15 mín. lengur. Ingvar Pálsson.
150 Heitna er bezt