Heima er bezt - 01.05.1960, Blaðsíða 24
Vísnasamkeppnin
Framhald.
1) Með okkur þjóta um urð og
eins og sléttan veginn. [leir
2) Aldrei hennar mun ég mynd
mér úr huga týna.
3) Börnin hennar Búkollu
í Bankastræti.
4) Genta nein í „Gufuvík“
gæti verið svona fín.
5) Börnum finnst það bezta hnoss
að brúka hana við kindur.
6) Þegar sól í heiði hlær
hlý, á næsta vori.
7) Þó að stundum þyki rýr,
þegar hún er borin.
8) Gef þér svo á garðann þinn
gómsætt hey að tyggja.
Birgir Þ. Ágústsson,
Kleppjárnsstöðum, Hróarst.
Og svo bætir Birgir við:
Kæra fljóð, nú máttu minn
meta sjóð í kvæðum.
Þrýtur ljóða-þátturinn,
þreytist blóð í æðum.
1) Þegar vetrar meir og meir
munar þá í heyin.
2) Upp á háum heiðartind
hún vill blómin tína.
3) Það eru bágu bjálfarnir,
blindir af ofsakæti.
8) Engan bita betri finn,
sem betri er þér að tyggja.
Margrét Árnmarsdóttir,
Bakkagerði, Reyðarfirði.
1) Beztir eru brúnir tveir,
báðum gef ég heyin.
2) Fer hún upp á fjallsins tind
fjallagrös að tína.
3) Alltaf hoppa álfarnir
á öðrum fæti.
4) Þú ert eflaust „Leidý“ lík,
en „Leidý“ það er tíkin mín.
6) Alltaf gimbrar á hún tvær
á öðru hverju vori.
8) Kanntu ekki, kjáninn þinn,
krásirnar að tyggja.
Ólöf Ásdís Kjartansdóttir,
Tjörnum, Sléttuhlíð.
7) Er angar gróður alveg nýr
á hún beztu sporin.
8) Fallegur er flipi þinn,
finnst þér gott að tyggja.
Margrét Guðmundsdóttir,
Dalsmynni, Eyjahreppi.
Þá koma hér botnar frá tvíbura-
bræðrunum Valda og Nabba á
Svanshóli:
1) Kjást við stallinn tveir og tveir
og tyggja grænu heyin.
(Valdi).
1) Kraki og Jarpur koma tveir
í kapphlaupi upp veginn.
(Nabbi).
2) Af henni vil ég eiga mynd
og aldrei henni týna.
(Valdi).
2) Ferðug eins og fjalla-hind,
og flesta myndi pína.
(Nabbi).
3) Blása litlu bjálfarnir
og baula af kæti. (Nabbi).
4) Og við smölun engin lík
aðalstoð og hjálpin mín.
(Valdi).
5) í ferðalokin færðu koss
fyrir að elta kindur.
(Valdi).
5) Kemur andinn yfir oss
eins og blossa-sindur.
(Nabbi).
6) Ærslafull og augnaskær.
Eignast lamb að vori.
(Valdi).
6) Getur eignast gimbrar tvær
golsóttar að vori. (Nabbi).
7) Eflaust mjólkin yrði dýr,
ef hún væri borin. (Valdi).
7) Enginn veit, hvað innra býr
eða telur sporin. (Nabbi).
8) Viltu ekki, vinurinn,
í vallgresinu liggja. (Valdi).
8) Þarna færðu þorskhausinn,
sem þér er bezt að tyggja.
(Nabbi).
Hinir bræður okkar vilja hafa það
svona:
8) Ertu þreyttur, auminginn,
æ, þá skaltu liggja. (Pétur).
8) Ef skyldi bila skórinn þinn,
skaltu að öðru hyggja.
(Svanur).
Sigvaldi og Ingimundur
Ingimundarsynir,
Svanshóli, Strandasýslu.
1) Saman eru tveir og tveir,
tölta niður veginn.
2) Hún er eins og selur synd,
syndir hún yfir að Kína.
3) Fara þeir inn um fjóssins dyr
með feikna kæti.
4) Engum hundi ertu lík,
en hvað þú ert mjúk og fín.
5) Áðan var hún upp við foss,
einnig nokkrar kindur.
6) Seiðir hana sól og blær
suður á fjöll að vori.
7) Fer hún ekki í fjórða gír
fyrr en hún er borin.
8) Heima bíður hnakkurinn,
hættu nú að tyggja.
Guðrún Ása Ásgrímsdóttir,
Ásbrekku, Vatnsdal.
(Framhald).
168
Heima er bezt