Heima er bezt - 01.05.1960, Blaðsíða 16

Heima er bezt - 01.05.1960, Blaðsíða 16
Skyggnzt inn í fortíðina E;t er síðan menn tóku að kanna sögu lífsins á jörðinni með hjáip steinrunninna leifa af dýr- um og plöntum. Margt hefur furðulegt komið í ijós við þær rannsóknir, og mörg gátan hefur verið ráðin, en samt eru þær gátur enn margar, sem vísindamennirnir hafa glímt við að leysa og gera enn, án þess að lausn hafi fengizt. Það er ljóst, að dýralíf jarðarinnar hefur tekið stór- felldum breytingum eftir því sem tímar hafa liðið. Straumur þróunarinnar hefur runnið án afláts. En jafn- framt því, sem nýjar tegundir hafa komið fram, lifað og þroskazt, hafa aðrar tegundir og heilir ættbálkar og flokkar dáið út, án þess að séð verði, hvað þeim hafi orðið að fjörtjóni. Eitt kunnasta dæmið í þeim efnum er saga skriðdýranna. A miðöld jarðar var blómaskeið þeirra. Þá var dýraflokkur þessi bæði fjölskrúðugri og stórvaxnari en nokkru sinni fyrr eða síðar. Meðal þeirra Beinagrind úr Mylodon. voru stærstu landdýr, sem nokkru sinni hafa lifað á jörðinni. Höfðu þau lagað sig eftir bæði láði og legi. En allt um það hverfa risadýr þessi úr sögunni á tiltölu- lega skömmum tíma, án þess að fundin hafi verið við- unandi skýring á hvarfi þeirra. Þegar ríki skriðdýranna líður undir lok, hefst öld spendýranna. Um tugmilljónir ára höfðu frumspen- dýrin lifað samtímis skriðdýrunum, án þess að taka verulegum breytingum eða framförum. En á aldamót- um miðaldar og nýju aldar taka þau risaskref áleiðis á þróunarbrautinni, og fyrr en varir hafa þau ekki ein- ungis skipað til fulls sæti hinna horfnu skriðdýra, held- ur farið fram úr þeim á flesta lund. Hér er ekki unnt að rekja sögu spendýranna, sem í senn er fjölþætt og furðuleg. En þess verður að geta, að í sögu einstakra ætta og tegunda hafa skipzt á skin og skúrir. Ættir og einstakar tegundir hafa lifað sitt vaxtar- og þroskaskeið, staðið með miklum blóma um hríð, en horfið síðan úr sögunni án þess að séð verði, hvað valdið hefur hnignun þeirra og dauða. Dýralíf í Suður-Ameríku er um margt furðulegt og á sér merkilega sögu. Snemma á nýöld einangraðist álfan frá öðrum heimsálfum, og afleiðing þess varð, að dýralífið þar þróaðist eftir eigin leiðum og gerðist um margt furðuólíkt því, sem var í öðrum heimsálfum. Helztu einkennisdýr þar í hópi spendýranna voru hinir svonefndu tannleysingjar. Af þeim lifa nú einungis þrjár ættir smávaxinna dýra í Suður-Ameríku, og ein tegund utan hennar. Kunnust hinna suðuramerísku tannleys- ingja eru letidýrin. Allir aðrir tannleysingjar hafa dáið út, og var þó ættbálkur þessi mjög fjölskrúðugur og vel úr garði gerður á marga lund. Einkum voru margar tegundir hans harla stórvaxnar. En hvað hefur orðið dýrum þessum að fjörtjóni? Lítill vafi er á því, að eftir að Suður- og Norður- Ameríka tengdust á ný, hefur innrás gráðugra, þurftar- mikilla rándýra í Suður-Ameríku átt nokkurn þátt í niðurlögum einhverra þessara tannleysingja, en því fer fjarri, að sú skýring nægi um þau öll. En nýlega hafa menn uppgötvað eitt atriði, sem ef til vill varpar ljósi á hina torráðnu gátu um niðurlag útdauðra dýrateg- unda. Meðal hinna útdauðu letidýra var eitt harla stórvaxið dýr, sem Mylodon kallast. Við fjörð þann, er Ultima esperanza heitir, sunnarlega í Patagóníu, fundust miklar leifar af dýri þessu fyrir alllöngu síðan. Leifar þessar voru svo nýlegar í útliti, að menn töldu víst, að dýrin, sem þær voru af, hefðu dáið fyrir tiltölulega skömmum tíma, og um leið datt fræðimönnum í hug, að enn kynni dýr þetta að vera á lífi í hinum lítt könnuðu óbyggðum landsins. Af umræddum Ieifum má nefna húðpjötlur, bein, sem báru þess minjar, að þau hefðu verið brotin 160 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.