Heima er bezt - 01.05.1960, Blaðsíða 17
«
Risaletidýrið: Megatherium.
Letidjrataðið, sem sýndi koboltskort fæðunnar.
til mergjar, og síðast en ekki sízt fannst í helli einum
umbúnaður, er benti til þess, að dýr þessi hefðu verið
haldin sem húsdýr hjá frumbyggjum álfunnar. Leið-
angur var gerður út frá Evrópu, til þess að leita að dýri
þessu, og jafnframt komu ýmsar kviksögur á kreik um,
að til þess hefði sézt á ýmsum stöðum. En allt kom fyrir
ekki. Árangur leiðangursins varð sá, að þeir, sem þátt
tóku í honum, fullyrtu, að Mylodon væri gjörsamlega
horfið úr tölu lifandi dýra, hvað sem öllum sögum liði.
Við þetta sat um hríð. Menn þóttust þess fullvissir, að
dýr þetta hefði verið haldið sem húsdýr, og að það
hefði lifað þar til fyrir fáum öldum.
Á síðustu árum hafa vísindin fengið ný tæki í hendur
til að ráða rnargar dulrúnir náttúrunnar. Eitt þeirra er
aðgerð til aldursákvarðana á lífrænum leifum. Hefur
hún verið nefnd Carbon 14- aðferðin. Og kemur hún
nú við sögu Mylodons. Meðal leifa þeirra, sem voru í
hellunum við Ultima Esperanza-fjörðinn, var heilmikið
af taði Mylodons. Með Carbon 14-aðferðinni var unnt
að sýna, svo að ekki yrði um villzt, að taðleifar þessar
voru um 10800 ára gamlar. í ákvörðuninni getur skakk-
að 400 árum fram eða aftur. Smásjárrannsókn á taðinu
sýndi, að dýrið hafði lifað af jurtum, grasi og smárunn-
um. Leifar af eiginlegum trjágróðri fundust engar, en
áður höfðu menn haldið, að dýr þessi hefðu aðallega
lifað af trjágróðri, líkt og letidýrin gera enn í dag.
Finnskur vísindamaður, dr. Salmi að nafni, hefur
rannsakað plöntufrjó í taðinu jafnframt því, sem hann
hefur efnagreint leifar þessar. Frjógreiningin leiddi í
ljós, að þegar Mylodon var uppi, var landið þakið
steppugróðri og skóglaust, og loftslag því þurrviðra-
samt. Tennur dýrsins hafa verið ófullkomnar, svo að
öldungis er víst, að það hefur ekki getað lifað af tré-
kenndum gróðri, og meira að segja er vafasamt, hvort
það hefur unnið á seigu og þyrrkingslegu grasi. Þess
vegna er líklegt, að meginfæða þess hafi verið mjúkar,
jurtkenndar plöntur. Við efnagreiningu taðsins kom
það merkilegast fram, að í það skorti algerlega efnin
kóbolt og kopar. En það er staðreynd, að þessi efni vant-
ar aldrei og má ekki vanta í fæðu spendýra, þótt að vísu
sé svo lítið af þeim að öllum jafnaði, að liggi við þau
mörk að verða efnagreint.
Rannsóknir á búpeningi í Ástralíu hafa leitt í ljós, að
hörgulsjúkdómar koma fram í honum, ef fullkominn
skortur er á þessum efnum, kóbolti og kopar, í fóðri
þeirra. Með tilliti til þessara staðreynda hefur dr. Salmi
dregið þá ályktun, að á síðustu tímunum, sem Mylodon
lifði í Patagóníu, hafi það þjáðst af hörgulsjúkdómi
vegna skorts á kóbolti og kopar. Sjúkdómur þessi hafi
smám saman lamað lífsþrótt dýrsins, unz tegundin dó
út með öllu. Orsökin til þess, að skortur þessi hefði
gert vart við sig, gat meðal annars verið sú, að loftslag
hefði breytzt og orðið þurrviðrasamara en áður, en
sakir þurrkanna hefðu málmsöltin, sem efni þessi voru
í, ekki Ieystst upp, svo að plönturnar hefðu ekki fengið
tækifæri til að taka þau til sín, og því orðið fullkominn
skortur á þeim í fóðri grasbíta. En allar líkur benda
einmitt á þurrt loftslag í Patagóníu um þessar mundir.
Uppgötvun þessi hefur vakið nýja umhugsun um
örlög hinna útdauðu dýrategunda á jörðunni. Hið sama
og varð Mylodon að fjörtjóni, getur einnig hafa orðið
banabiti fleiri tegunda. En því miður eru ekki miklar
líkur til að unnt verði að sýna fram á hörgulsjúkdóma
meðal margra þeirra tegunda, sem nú eru útdauðar
með öllu. (Endursagt úr Vor Viden).
LEIÐRÉTTING
f öðru erindi 4. línu, kvæðisins um Einarslón stendur
„amakalda“, en á að vera armakalda. Einnig stendur í
ritgerðinni, í þriðju línu, Háagerði, en á að vera Há-
gerði.
Heima er bezt 161