Heima er bezt - 01.05.1960, Blaðsíða 5
Kálfshamarsnes. Torfbarinn hjá fundahúsinu er Hátún.
Strandasýslu blasa við sýn í blámóðu fjarlægðarinnar,
en útsýn inn til hinna blómlegu byggða Húnaþings er
fögur og heillandi. Æskuár skáldkonunnar liðu þarna
í önn og erfiði. Lítil var skólagangan. Aðeins 12 vikur
á vetri hverjum. „En mikið var nú gaman í skólanum,“
segir Ingibjörg og brosir hýrlega, er hún minnist þess-
ara góðu, gömlu skóladaga. Þessi 12 vikna farskóla-
kennsla, í þrjá eða fjóra vetur, er hennar eina skóla-
ganga. Aldrei hefur hún á skólabekk setið síðan.— Mið-
nætursólin skín ennþá inn um litla gluggann á lágreista
bænum á Kálfshamarsnesi, þar sem skáldkonan átti sín
æskuár, en nú er þar engin draumlynd, skáldhneigð
ungmcer, sem dáist að fegurð láðs og lagar í skini mið-
nætursólarinnar.
Þegar hér var komið, lagði ég nokkrar spurningar
fyrir skáldkonuna, sem hún góðfúslega svaraði.
„Hver var þín fyrsta tilraun í skáldskapnum? “
„Þegar ég var í farskólanum, byrjaði ég eitthvað að
yrkja vísur og Ijóð, en ég fór fremur dult með það.
Ég hélt að mér yrði strítt með því. Þetta var víst fremur
laklegt hjá mér, og í raun og veru langaði mig mest til
að skrifa sögur. Gaman þótti mér að gera stíla eða
semja ritgerðir í skólanum, Kennarinn minn, Páll Jóns-
son, nú skólastjóri í Höfðakaupstað, var mér alltaf góð-
ur og fremur hvatti mig til að skrifa og semja.“
„Hver af sögum þínum kom fyrst á prent?“
„Það var sagan Bylgjur, er birtist í Nýju-Kvenna-
blaði 1956.“
„Hvaða atvik urðu til þess að þú sendir frá þér fyrstu
handritin?“
„Það var fyrir áeggjan ágætrar vinkonu minnar,
Rannveigar Guðnadóttur. Hún er nú látin. Rannveig
var yndisleg kona, greind og skáldhneigð, og hafði
gefið út tvö Ijóðakver. Hún sá nokkur handrit hjá mér
og kom þeim á framfæri fyrir mig. Sagan Bylgjur kom
í Nýju-Kvennablaði, eins og fyrr segir, og litlu síðar
Sýslumannssonurinn í Heima er bezt.“
„Hver var fyrsta tilraun þín í skáldsagnagerð?11
„Það var sagan Sigrún í Nesi, sem nú er framhalds-
saga í Nýju-Kvennablaði. Um þessa sögu þykir mér
vænst.“
„Sögur þínar eru þegar orðnar nokkuð margar. Hvað
er langt síðan þú byrjaðir að skrifa sögur?“
„Þessar sögur mínar hafa allar orðið til síðustu 10—12
árin. Sögurnar, er komið hafa út sem framhaldssögur
í tímaritum, hef ég þegar nefnt, en auk þess hafa komið
út hjá ísafoldarprentsmiðju h. f. Haukur læknir, 1958
og Kominn af hccfi 1959.“
„Væntanlega hefur þú ekki þegar lagt árar í bát. Áttu
ekki eitthvað af óprentuðum sögum í handriti? “
„Jú, í smíðum hjá mér eru nokkrar sögur, ýmist
hálfkaraðar eða fullgerðar. Ekki get ég verið að telja
þær upp. Vonandi koma þær út á næstunni.“
„Mér skilst á þessu, að til jafnaðar hafir þú lokið við
eitt handrit að sögubók á ári, síðustu 10 árin. Er þetta
ekki erfitt með annasömu húsmóðurstarfi? Tekur þú
vissan tíma daglega til þessarar iðju?“
„Nei, ég hef engan fastan tíma daglega til ritstarfa.
Ég hleyp í þetta þegar færi gefst, milli húsverkanna.
Þegar ég hef hugsað mér söguefni og byrjað á sögunni,
þá víkur hún aldrei úr huga mér, þar til henni er lokið.
Við innanhússstörfin er hugurinn sístarfandi og stund-
um hleyp ég frá verki að skrifa niður kafla sem ég vil
ekki gleyma. Við þvottavélina er ágætt að hugsa. Hún
vinnur verkið af trúmennsku, og alltaf get ég brugðið
mér frá henni stundarkorn. Hún er ágæt í samvinnu og
truflar mig aldrei.“
Hér á íslandi telst það víst ekki til stórtíðinda, þótt
ung kona, uppalin í fátækt á nyrztu skögum landsins
og án annarrar skólagöngu en naumustu barnafræðslu,
komi allt í einu fram á ritvöllinn og skrifi sögur, sem
lesnar eru af ungum og gömlum með athygli og hrifn-
ingu, en þó er þetta merkilegt fyrirbrigði og sjaldgæft
hjá stærri þjóðum. En slík ævintýri hafa oftlega gerzt
með íslenzku þjóðinni.
Heima er bezt 149