Heima er bezt - 01.05.1960, Blaðsíða 14
kominn í marga smáhluta. Og þarna brauzt nú áin fram
og ruddi með sér jakahrönnum, svo stórfenglegt var á
að líta. Á meðan á þessari hættuför yfir ána stóð fann
Páll ekki til neins ótta, en nú þegar hann var úr allri
hættu og sá hversu tæpt hann hafði verið staddur á
mótum lífs og dauða, greip hann skyndilega svo
mikil hræðsla, að hann varð magnþrota um stund og
gat ekki hreyft sig úr stað, en starði skelfdum sjónum
á ána, sem nær því hafði hrifið hann í sína ísköldu arma.
Hann kom til sjálfs sín er hann heyrði allt í einu
kallað: „Heppinn varstu núna, Páll.“ Það var Gunnar
bóndi á Hálsi, sem kallaði. Hann stóð á gilbarminum
hinu megin árinnar og hafði fylgzt með ferðum Páls
yfir ána. Páll svaraði engu, en brosti með sjálfum sér.
Hvers vegna reyndi hann ekki að hjálpa mér að losna
við jakann? hugsaði Páll. En hann grunaði samt ástæð-
una, því hugleysi Gunnars var alþekkt.
Páll veifaði til Gunnars og hélt af stað út dalinn og
gekk hratt. Er hann hafði gengið um stund mundi
hann eftir bréfinu, sem hann hafði fengið og stungið í
brjóstvasa sinn. Hann tók nú bréfið og skoðaði það í
krók og kring. Hann þekkti með vissu að það var rit-
hönd Ingu á bréfinu. Hann bæði hlakkaði og kveið því
að opna bréfið, en er hann hafði átt í nokkru stríði við
sjálfan sig reif hann bréfið upp og las:
Hvammi, 21. febrúar 1939.
Góði vinur!
Fyrir nokkrum dögum fékk ég bréf frá þér, þar sem
þú biður mig að vera hjá þér sem kaupakona á sumri
komanda. En vinur. Ég les það á milli línanna, að þii
væntir þess að ég verði lengur hjá þér en aðeins þetta
eina sumar. Og ég held að ég skilji við lovað þú átt og
hvert hugur þinn stefnir. Við höfum að vísu lítið ver-
ið saman Páll, en það sem ég hef kynnzt þér þá hefur
sú kynning veitt mér fullvissu um það að þú ert dreng-
ur góður. Og vinur. An þess að ég geti gert mér grein
fyrir því, þá hefur hugur minn löngum dvalið hjá þér,
því mun ég án þess að hika taka þá mikilvægu ákvörð-
un að koma til þin í vor og vera hjá þér, ekki aðeins
í sumar, heldur um alla framtíð og ég vona að við
megum bæði finna hamingjuna hvort hjá öðru, þú sem
húsbóndi á Hálsi en ég sem húsfreyja. Þetta þrái ég
vinur og þess vegna kpw ég með glöðum hug til þín
i vor.
Þín einlæg
Inga.
Páll fann ljúfar fagnaðarbylgjur fara um líkama sinn
og honum hló hugur í brjósti. Nú var framtíðin björt
og fögur.
Hann var því léttur í spori, það sem eftir var leiðar-
innar heim að Hálsi. Fólkið á bæjunum, sem hann átti
leið fram hjá, var að koma á fætur. Bændurnir, sem
voru á leið til fjárhúsa sinna staðnæmdust og horfðu
undrunaraugum á þennan ferðamann, sem var svo
óvenjusnemma á ferð og hundarnir geltu tortryggnis-
lega að honum.
Já, Páll var léttur í spori og léttur í lund síðasta
spölinn heirn að bænum. Hættan, sem hann hafði verið
í, var gleymd. Er hann kom inn var móðir hans að
klæða sig.
„Ég gat ekki legið í rúminu,“ sagði hún. „Ég var
orðin svo hrædd um þig. Var áin ekki erfið yfirferðar.“
„Sæl og blessuð, mamma mín. Góða bezta legðu þig
nú aftur. Ég er hérna með meðul handa þér og ég
vona að þér batni nú vel af þeim. Áin, hún var svona
slarkfær.“
Móðir hans brosti þreytulega er hún tók við meðul-
unum. „Mér sýndist þú svo glaðlegur. Fréttirðu eitt-
hvað skemmtilegt? “ spurði hún um leið og hún lagði
sig út af á koddann.
„Já, mamma mín. Ég fékk bréf og það var frá Ingu
í Hvammi. Hún ætlar að koma til okkar í vor og aldrei
að fara frá Hálsi aftur. Þú skilur mamma?“ og Páll leit
brosandi á móður sína.
„Já, sonur minn, ég skil, og til hamingju, góði minn,“
sagði móðir hans og strauk um vangann á honum. „Nú
þegar ég veit þetta að þú færð góða konu þá verður
það eitt bezta meðalið, sem mun hjálpa mér á fætur
ásamt meðulum læknisins.“ Og sú spá rættist.
SUMARIÐ ER AÐ KOMA
(Brot)
Svifléttum vængjum svífur nær
sumarið hér að Islands-ströndum.
Hækkandi sól og sunnanblær
signa þá landið tveimur höndum.
Moldin af sinni grózku grær,
guð sem að veitti henni forðurn.
Éngin breyting því orkað fær,
allt er í sínum föstu skorðum.
JÓN S. BERGMANN
Um þann fróða óðsnilling
allir hróður sungu.
Bergmanns Ijóðin listaslyng
lifa á þjóðar tungu.
HREINSUÐ LÓÐIN
Þunga ritast raunin á
rótarslitin blómin.
Bleika litinn feigðar fá,
flestir viti dóminn.
Pétur Jónasson
frá Syðribrekkum.
158 Heima er bezt