Heima er bezt - 01.05.1960, Blaðsíða 23
Hún var heilluð af tröllum og átti engrar afturkomu
von. Þarna varð hún svo að dveljast, þótt kjörin væru
óglæsileg. En ef sjóhraktir menn náðu heilu og höldnu
í Skrúðshelli, þá skorti þá aldrei mat og drykk. Prests-
dóttirin bergnumda sá fyrir því.
í leikritinu er sagan sögð nokkuð á annan veg.
Þar er Heiður, prestsdóttirin, í seli skammt frá Hólm-
um, er sagan hefst. Það er um sólbjarta Jónsmessunótt,
að hún reikar um fjallið og lætur sig dreyma um fram-
tíðina. Unnusti hennar, Hjálmar, er heima við sehð.
Þá birtist henni allt í einu ungur, íturvaxinn, fagurbú-
inn maður. Hann gefur sig á tal við heimasætuna og
kveðst heita Friðþjófur en var reyndar Skrúðsbóndinn
í dulargervi. Hann segir henni furðusögur af sjálfum
sér. Gefur hann henni í skyn, að hann sé voldugur kon-
ungssonur, sem eigi skemmtisnekkju sína skammt undan
landi, en sé að athuga jurtagróðurinn sér til gamans.
Hann sýnir henni undragler, sem sjá má með um veröld
alla. I glerinu sér hún glæstar hallir og fólk við dans og
gleðileika, og hún þarf aðeins að snúa því, þá sér hún
nýjar hallir og heyrir nýja, fagra tóna.
Þegar Friðþjófur fer, þá gefur hann Heiði undra-
glerið og segist koma aftur að hitta hana. Friðþjófur
kemur svo oft til hennar um sumarið og heillar hana
svo, að hún gleymir unnusta sínum og ákveður að
strjúka með Friðþjófi, þegar hann komi næst að landi
á snekkju sinni að sækja hana.
Eitt sinn síðla um sumarið, þegar Heiður situr í
kirkju og hlýðir messu, virðist henni skipið komið að
landi og heldur, að nú sé Friðþjófur kominn að sækja
sig. Hún þýtur út úr kirkjunni og hverfur út á fjörðinn
„á fúinni fjöl“, eins og segir í kvæðinu. En það tók
enginn fagurbúinn sveinn á móti henni í gullskreyttri
höll. Hún var bergnumin af trölli, Skrúðsbóndanum
sögufræga, og átti þar dapurlega ævi.
Þannig er sorgarsaga prestsdótturinnar fögru frá
Hólmum, en hún var svo fögur, segir í kvæðinu, „að
aldrei Reyðarfjörður fegri meyju bar“. En þótt hún
væri fögur og góð, þá stóðst hún ekki töfra Skrúðs-
bóndans og lét ginnast af gullnum loforðum og svika-
hjali. Útþráin togaði og bar hana í tröllahendur.
Oft eru sannleikskorn hulin bak við einfalda frásögn
í þjóðsögum og ævintýrum. Margar þjóðsögur og ævin-
týri eru perlur bókmenntanna. Stefán Jónsson.
Enn hafa þættinum borizt mörg bréf og miklu fleiri
en hægt er að svara í þessu blaði. En vegna þess, að
margir bréfritarar biðja um sömu Ijóðin, þá fá fleiri
óskir sínar uppfylltar en í fljótu bragði virðist líklegt.
Alltaf er nokkuð af umbeðnum ljóðum og dægurlaga-
textum, sem ég hef ekki getað náð í til birtingar, en ég
vil geta þess, vegna þeirra bréfritara, sem ekki fá óskir
sínar uppfylltar, að bréfin eru geymd, og vel getur mér
tekizt síðar að hafa upp á þeim ljóðum, sem um hefur
verið beðið.
Sigurjón á Neðra-Hóli, Jón í Odda, Jóhanna Bryn-
jólfsdóttir, Sóley á Suðurlandi, S. B. og Ásdís í Dals-
mynni biðja öll um Ijóðið Flakkarinn, sem Óðinn Valdi-
marsson syngur. Höfundur er frú Valgerður Ólafs-
dóttir, Hafnarfirði, en eftir hana hefur áður birzt í
þessum þætti ljóðið I kvöld, er byrjar þannig: „Stjörnu-
augun stara í gegnum tárin“. Óðin Valdimarsson þarf
ekki að kynna lesendum þessa þáttar.
Ungur gekk ég gæfulítinn veg,
gleðisnauður, félaus og einn.
Afín var horfin æskan yndisleg,
átti ei heldur samastað neinn.
Engan föður, enga móður,
engan vin, sem gladdi mína lund.
Enga systur, engan bróður.
Enga von um glaðan endurfund.
Þó að syrti að um eina stund,
. ei skal gráta liðna tíð.
Nýjar vonir fljúga á þinn fund,
faðminn opnar kærleikssól blíð.
Nýir vinir, ást og ylur.
Eftir regnið fegurst sólin skín.
Gleðin kemur alltaf aftur
eins og vorið til þín.
Þórir og Gunnar á Brú, Erna Arngrímsdóttir, Odda,
stúlkurnar í skólanum á Höllustöðum, Erla, Gréta op'
Elsa, Grámann í Garðshorni, S. B. og Jóhanna Brynjólfs-
dóttir biðja öll um ljóðið Magga, sem Óðinn Valdi-
marsson hefur sungið í útvarp og á hljómplötu. Höf-
undur er Jón Sigurðsson, en hann er velþekktur höf-
undur dægurljóða.
Magga, ég hugsa alltaf um þig, Magga.
Mér finnst sem eldur brenni innra í mér,
ef ég sé þig labba eina út á götu.
Magga, því ertu alltaf svona afundin við migr
Þó ég yrki ástarljóð, þú ert aldrei við mig góð
því Magga, ég þrái þig.
Magga, við gætum eignast átta krakka.
Eg myndi standa oft við gluggann einn
og stara á þig,
labbandi með allan hópinn út á götu.
Magga, ég yrði eins og hani, hreykinn yfir því.
Þú ert ennþá ung og rjóð, alltaf vertu við mig oóð,
því Magga, ég þrái þig.
Þetta látum við nægja í þessu blaði.
Stefán Jónsson.
Heirna er bezl 167