Heima er bezt - 01.05.1960, Blaðsíða 15
INGVAR PALSSON:
egar ég var barn, heyrði ég oft gamalt fólk
tala um það, ef því hvarf einhver hlutur, og
hann fannst svo aftur á þeim stað, sem oft var
búið að leita á, að þá hefði huldufólkið fengið
hann að láni, eins og það orðaði það. Oft kom fyrir,
að hlutur tapaðist og fannst aftur, en ekkert fannst mér
yfirnáttúrlegt við það.
Eftir að ég var orðinn fullorðinn, kom fyrir eitt at-
vik, sem ég hef aldrei getað skilið, en frá því ætla ég nú
að segja.
Á fyrri stríðsárunum, 1914—1918, var allmikil tóbaks-
ekla með köflum og þá sérstaklega á neftóbaki, svo að
til sanns vegar mátti færa það, sem Sveinn frá Elivog-
um kvað:
„Reykt var taða, tuggið hrís,
tekin aska í nefið.“
Fjárbaðstóbak þótti ágætt sem neftóbak, en það var
ieifar frá útrýmingarböðuninni árið 1907 og hafði þó
ekki allt verið í góðri geymslu.
Aftur á móti var oftast til reyktóbak.
Þó að ég þekkti það ekki þá, að ekki er gott að vera
tóbakslaus, þá þekki ég það nú.
Á þessum árum var ég til heimilis á Eldjárnsstöðum
í Blöndudal. En á fremsta bæ í dalnum, Þröm, sem er
um 5 km sunnar, bjó þá Valdimar Jónsson ásamt konu
sinni, Sólbjörgu Björnsdóttur, og einu barni, sem þau
áttu, sex ára gömlu. Annað fólk var þar ekki til heim-
ilis.
Það var venja Eldjárnsstaðafólks að láta ekki líða svo
langan tíma, að það vitjaði ekki um líðan fólksins á
Þröm, einkum að vetrinum, enda voru húsfreyjurnar
á þessum bæjum systur.
Nú var það eitt sinn eftir nokkurra daga hríðarham,
að ég skrapp fram að Þröm, til að vita um líðan þar.
Ég hitti vel á hvað það snerti, að allir voru frískir. En
mér virtist Valdimar vera daufari en að venju og spurði
hann, hvort hann væri lasinn.
„Nei, lasinn er ég ekki, en mér líður samt afar illa,
því að ég er vitatóbakslaus.“
„Elefurðu ekki gagn af að reykja?“ spurði ég.
„Það væri mikil forskil, ef ég hefði það,“ anzaði hann.
„Þá skal ég bæta úr því,“ sagði ég um leið og ég rétti
honum nærri heilt tóbaksstykki, sem ég hafði í vasanum.
„Já, en ekki er nú sopið káiið, þótt í ausuna sé komið,
því nú á ég enga pípuna,“ sagði hann glaðlega.
„Ég get bætt úr því líka. Þessa pípu geturðu fengið.
Ég á aðra pípu heima, og auk þess nóg af reyktóbaki.
Eftir nokkra daga skal ég koma aftur og láta þig hafa
meira reyktóbak.“
Valdimar tók glaðlega við hvoru tveggja og kveikti
sér í pípu.
Sólborg kom nú með kaffi handa okkur báðum en
Valdimar mat pípuna meira en kaffið og snerti það
ekki fyrr en ég hafði drukkið tvo bolla.
Að þessu búnu þurfti ég að fara, því að hann var að
dimma að með norðanhríð. Valdimar lét pípuna ofan
á kassa, sem stóð uppi á hillu, sem var í seilingar hæð
á þili við höfðagaflinn á rúmi hans. Svo gekk hann með
mér út á hlaðið. Um leið og við kvöddumst, þakkaði
hann mér vel fyrir tóbakið og pípuna.
Nú gekk í fimm daga hríðarham, og þá daga var ég
að hugsa til Valdimars og tóbaksleysis hans. Og að þeim
tíma liðnum fór ég með nýtt stykki handa Valdimar.
Það var venja mín að berja ekki að dyrum á Þröm,
og svo var einnig að þessu sinni.
Sólborg stóð við eldavélina, en Valdimar gekk um
gólf í baðstofu. Hann var engu hresslegri en í fyrra
skiptið, og datt mér í hug að það stafaði af tóbaksleysi
á ný og leit um leið upp á hilluna og varð meira en lítið
hissa, þegar ég sá stykkið þar að mestu ósnert og píp-
una hjá.
„Ég hélt að þú værir fyrir löngu tóbaltslaus,“ sagði ég.
„Nei, tóbakslaus er ég ekki, en hér kom einkennilegt
atvik fyrir.“
En Sólborg greip fram í: „Hér kom einkennilegt at-
vik fyrir, Ingvar. Eins og þú kannske manst, þá lét hann
Valdimar pípuna hjá stykkinu þarna upp á kassann á
hillunni, en síðan hefur hún ekki sézt. Ég hef leitað
alls staðar, þar sem mér hefur getað dottið í hug, og
meira að segja rifið allt upp úr rúmunum, en allt kemur
fvrir ekki.“
„En hvar funduð þið hana svo á endanum?“ spurði ég.
„Við höfum hreint ekki fundið hana enn,“ svaraði
hún.
„En er pípan ekki þarna hjá stykkinu uppi á hill-
unni?“ spurði ég.
Valdimar geltk að hillunni og tók þar niður pípuna.
Hjónin voru svo undrandi, að þau gátu ekkert sagt.
Ég þekkti þessi hjón svo vel, að ég vissi, að þetta
hafði komið fyrir. En hvernig stóð á því?
Heima er bezt 159