Heima er bezt - 01.05.1960, Blaðsíða 7

Heima er bezt - 01.05.1960, Blaðsíða 7
GÍSLI HELGASON, SKÓGARGERÐI: Söngskemmtun á Seyéisfiréi - janúar 1897 fékk séra Geir Sæmundsson veitingu fyrir Hjaltastað á Héraði og var vígður þangað í maí sama ár. Séra Geir var sonur Sæmundar prests JL Jónssonar í Hraungerði í Flóa, en móðir hans var Stefanía, dóttir séra Siggeirs Pálssonar á Skeggjastöðum við Bakkafjörð og Olafíu Ólafsdóttur Indriðasonar, prests á Kolfreyjustað. Séra Geir var því að hálfu leyti Austfirðingur og átti hér margt frænda, þar á meðal Pál Ólafsson skáld, sem var ömmubróðir hans. Séra Geir mun hafa verið fjögur ár á Hjaltastað, eða til vors 1901, enda þótt honum væri veitt Akureyrar- prestakall sumarið 1900. Hann bjó allstóru búi, eins og allir prestar gerðu í þá daga, enda voru prestsetrin beztu jarðirnar í sveit hverri. Séra Geir var það einkum til lista lagt, að hann var söngmaður ágætur, svo að mikið orð fór af. Mér er jafn- an minnisstætt, er ég ásamt fleirum héðan, fór til kirkju að Eiðum sumarið 1896, er hann flutti var guðsþjón- ustu til að kynna sig söfnuðinum. Eg man ekkert úr ræðunni, en tónið og söngurinn hljómar enn í eyrum mér. Séra Geir stundaði eitthvað söngnám í Kaup- mannahöfn, er hann var þar við háskólanám. Um þessar mundir bjó í Rauðholti í Hjaltastaðaþing- há bóndi sá, er Sigurður hét Einarsson á Hjalla. Einar var Þingeyingur að ætt og hagmæltur, sem kunnugt er. Sigurður átti fjölda barna í óntegð um þessar mundir, en efnahagur hans var mjög þröngur. Fátæk heimili voru oft algerlega þrotin að kornmatarbjörg, er sigling kom, sem kallað var, en það var oftast seinni part góu eða um einmánaðarkomu. Þá þustu líka allir í kaupstað til Seyðisfjarðar, strax er veður og færð leyfðu. Svo var það um aldamótin, ég veit ekki hvort það var 1900 eða 1901, að Sigurður í Rauðholti fór ásamt fleirum úr sveitinni að sækja sér björg í örþrota bú, með eina fimni hesta undir reiðingi. Verzlunin, sem hann skipti við, en ég veit eigi, hver hún var, neitaði honum urn úttekt. Hann hafði ekki staðið í skilum haustið áður. Sigurður var víst ekki úrræðagóður og bjóst af stað daginn eftir allslaus með hestana berklakkaða heimleiðis. Þegar hann var að fara eða skammt kominn á leið, mætir hann séra Geir, sem þá er að koma í kaupstaðinn lausríðandi. Hann segir nú presti vandræði sín, en þeir voru grannar, og Geir þekkti vel heimilisástæður allar. Þegar prestur hefur hlustað á ástæður allar, segir hann: „Bíddu til morguns. Má vera að þá fáist eitthvað á hest- ana.“ Síðan hraðar hann för sinni á fund bæjaryfirvalda, leigir hjá þeirn bindindishúsið garnla, sem þá var eini samkomusalur bæjarins, og boðaði þar söngskemmtun urn kvöldið. Snilligáfa séra Geirs var vel kunn á Seyðisfirði, því að hann hafði verið þar við kennslu veturinn áður en hann fór að Hjaltastað. Er nú ekki að orðlengja það, að marg- ir komu í Bindindishúsið um kvöldið, sennilega nokkuð af Héraðsmönnum líka, því margir voru í kaupstað. Séra Geir hafði rúmar hundrað krónur fríar upp úr þessu, mig minnir um 112 krónur, og þó minnir mig að inngöngueyrir vera aðeins 50 aurar. Um þetta þori ég þó ekkert að fullyrða. Hitt var á allra vitorði, að séra Geir fékk Sigurði í Rauðholti aurana, sem inn komu, og sagði honum að kaupa vörur á hestana sína fyrir þá. Þetta átti líka að hafa nægt fyrir vörur á alla hestana og hlaut því að hafa verið um eða yfir 100 krónur. Það eru líklega fáir prestar, sem hafa leyst vandræði sóknarbarna sinna á svipaðan hátt, og því þykir mér rétt að bókfesta þetta. Sennilega hefði Sigurður orðið að leita til sveitarinn- ar, er heim kom, en snjallræði prestsins kom í veg fyrir það. Það var þung raun að þurfa þess, og ætla ég að Sigurður hafi aldrei þurft að stíga þau erfiðu spor. Heima er bezt 151

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.