Heima er bezt - 01.05.1960, Blaðsíða 20
ÞATTUR ÆSKUNNAR
RiTSTJÓBí
Frá Austfjörá
iiiiii
Fyrri hluti.
Iverjir af lesendum þessa þáttar treysta sér til
að nefna alla flóa, firði og víkur á Austurlandi
reiprennandi utanbókar? Ég hef kennt landa-
fræði um aldarfjórðungsskeið, bæði börnum
og unglingum, og ætíð voru Austfirðirnir erfiðastir við-
fangs. Að læra um Vestfirði virtist miklu auðveldara.
Þetta var mín kennarareynsla. En minnisstæðust er mér
mín eigin reynsla af Austfjörðum, er ég í fyrsta sinn
átti að læra um þetta hérað í landafræði Karls Finn-
bogasonar. Ég var þá nemandi í yngri deild lýðskólans
á Hvítárbakka og hafði aldrei áður lært neitt í landa-
fræði og aldrei áður í neinn skóla komið.
Ég hafði verið í skólanum í þrjár til fjórar vikur,
setið í tímum í landafræði en aldrei „komið upp“, sem
svo er kallað. Ég hafði lesið undir tímann kaflann, sem
okkur var sett fyrir að lesa, en ekki haft vit á að glöggva
mig neitt á kortinu. Þá var það eina morgunstund, að ég
skyldi tekinn upp í landafræði. Átti ég að byrja á því
að telja upp helztu firði á Austurlandi. í þeim skóla var
það föst venja, að sá, sem spurður var, skyldi standa
upp úr sæti sínu, en ekki var gengið upp að kennara-
borðinu. Ég stóð upp, en gat engu orði upp komið og
mundi ekki neitt. Allt í kringum mig sátu nemendurnir,
skólasystkini mín, og mörg þeirra með opna landafræð-
ina fyrir framan sig. Allt í kringum mig var hvíslað:
„Vopnafjörður, Héraðsflói, Vopnafjörður, Héraðsflói,“
o. s. frv. Þetta var endurtekið upp aftur og aftur, en ég
þagði. Ég steinþagði, og blóðið þaut fram í kinnar mér,
en ég gat ekki áttað mig á neinu. Loks lét kennarinn
mig setjast niður, án þess að ég hefði svarað einu einasta
orði. Man ég aldrei eftir slíkri niðurlægingu í kennslu-
stund, hvorki fyrr né síðar. Eftir þetta hafði ég ætíð
nokkurn beyg af Austfjörðum. Ég held þó, að ég hafi
lagt í þá raun að læra nöfnin á fjörðunum utanbókar,
því að ég vildi ekki verða mér til slíkrar skammar aftur.
En þótt firðir á Austfjörðum væru erfiðir, þá var því
auðveldara að læra um eyjar við Austurland. í landa-
fræði Karls Finnbogasonar segir eitthvað á þessa leið
um eyjarnar: „Eyjar eru fáar við Austurland. Helztar
eru: Skrúður út af Fáskrúðsfirði, óbyggð, og Papey, út
af Berufirði, byggð.“
En árin liðu. Um meira en tvo áratugi kenndi ég
landafræði um ísland og önnur lönd, og loks kom að því,
að ég ferðaðist um fimm ára skeið um allar byggðir
Austurlands, um strendur, annes, dali og heiðar. Éf ég
væri nú „uppi“ hjá landafræðikennara, þá myndi varla
standa í mér að telja upp firðina á Austurlandi. Sjón er
sögu ríkari, og enginn gleymir nafni á firði, sem hann
hefur gengið í kringum eða farið yfir í misjöfnu veðri.
Á þeim árum, sem ég fór um Austfirði, kom ég í alla
byggða firði og víkur nema Brúnavík og Húsavík. Ég
ætla þó ekki í þessum þætti að fræða ykkur um firðina,
þótt saga þeirra sé merkileg, en í þess stað ætla ég að
segja ykkur frá eyjunum og ýmsum sögnum, sem við
þær eru tengdar.
Seint í október haustið 1951 kom ég að Kolfreyju-
stað við Fáskrúðsfjörð. Ég kom yfir fjörðinn frá Hafn-