Heima er bezt - 01.05.1960, Blaðsíða 26
Morguninn eftir vaknaði ég á hörðum legubekk í
„Steininum“. Þar hafði ég þá gist í fyrsta og síðasta sinn
brúðkaupsnótt Líneyjar unnustu minnar. Eg steig ekki
framar á skipsfjöl með gamla húsbónda mínum og kom
aldrei á heimili hans eftir þetta. En hann minntist ekki
einu orð á framkomu mína á brúðkaupskvöldi Líneyjar.
Sennilega hefur hann grunað, að hún muni hafa átt ein-
hverja sök á þessu athæfi mínu.
Skömmu síðar réð ég mig á annað skip, en sökum
óreglu minnar var mér vísað þaðan aftur eftir nokkurn
tíma. Og þá gaf ég upp alla framtíðarvon. Rödd Gríms
deyr út í klökkva, frásögn hans er lokið.
Frú Eygló hefur hlýtt á hina örlagaþrungnu sögu
Gríms með djúpri athygli, og hún finnur innilega til
með honum. En því miður eiga líklega einhverjir fleiri
svipaða raunasögu að baki. Elún er þess fullviss, að þrátt
fyrir allt á Grímur enn hið hreina barnseðli í djúpi sál-
ar sinnar, og takist að endurvekja það að fullu, er hon-
um borgið. Frú Eygló segir að lokum:
— Eg þakka þér fyrir það trúnaðartraust, sem þú
hefur sýnt mér, Grímur. Saga þín er átakanlega döpur,
og ég finn innilega til með þér. En það er sígildur sann-
leikur, sem ég sagði við þig áðan, að engir skuggar eru
svo dimmir, að ljós guðs kærleika fái ekki sigrað þá,
ef við aðeins viljum sjálf veita því viðtöku í líf okkar.
Því megum við aldrei gleyma.
— Eg veit að þau orð eru sönn og sígild, svarar Grím-
ur ldökkur.
Samtal þeirra verður ekki lengra að þessu sinni. Séra
Ástmar er kominn heim frá kirkjunni og gengur inn í
stofuna til konu sinnar og Gríms.
Brátt sezt Grímur að fjölbreyttum kvöldverði með
prestshjónunum og Grétu. Hann er gagntekinn af þeim
hlýja kærleika, sem streymir til hans frá viðmóti prests-
hjónanna, og sá máttur hrekur á burt skuggana úr sál
hans. Hann finnur það í öllu, að þau skoða hann sem
bróður sinn og vin.
Kvöldverði er lokið. Frú Eygló kveikir á litlu jóla-
tré í stofunni og útbýtir síðan jólagjöfum til allra á
heimilinu. Grími réttir hún minnsta pakkann að ytri
gerð, en innan í honum er Nýjatestamenti í skraut-
bandi, gjöf frá þeim prestshjónunum til hans. Það hefur
hann aldrei eignazt áður, en sú gjöf er honum nú meira
virði en allt annað.
Hið helga jólakvöld líður fljótt, og nóttin færist yfir.
Frú Eygló vísar gesti sínum til sængur í vistlegu her-
bergi, og þar leggst Grímur til hvíldar í hreint og gott
rúm. Óralangt er síðan hann hefur notið hvíldar á slík-
um beði, sennilega aldrei síðan hann fór heiman frá
sinni ástríku móður. Hjarta Gríms er gagntekið djúpu
þakklæti til hinna góðu prestshjóna fyrir allt, sem þau
hafa veitt honum á þessu dvrlega jólakveldi. En hver
stjórnar gjörðum þeirra? Er það ekki jólabarnið sjálft,
Jesús Kristur, sem stendur þar að baki? Jú, eflaust er
þetta allt fyrir áhrif frá honum, kærleika Guðs. Hinn
vegvillti ógæfumaður, sem árum saman hefur gengið
í myrkri, sér nú hið skærasta ljós hinnar helgu jólanæt-
ur, og hann verður barn á ný í anda. Jólagjöfin frá
prestshjónunum, Nýjatestamentið, liggur á litla borð-
inu við rúmið, sem hann hvílir' í. Hann réttir höndina
eftir því og opnar það með titrandi höndum. Fyrst
verða fyrir honum þessi orð Meistarans í Jóhannesar-
guðspjalli, 8. kap., 12,—13. versi:
— Eg er Ijós heimsins, hver sem fylgir mér, mun ekki
ganga í myrkrinu, heldur hafa ljós lífsins.
Grímur drekkur þetta fagra fyrirheit í sál sína. Það er
einnig talað til hans og nær til allra manna, hversu synd-
ugir sem þeir kunna að vera, og brennandi bæn stígur
frá hjarta hans:
— Drottinn Kristur, þú sem fæddist á heilögum jól-
um, leiddu mig frá syndinni og myrkrinu inn í ljósið
þitt, og lýstu mér á vegum mínum. Með þessa bæn á
vörum og Nýjatestamentið sitt í höndunum sofnar jóla-
géstur frú Eyglóar á hinni heilögu jólanótt. Og friður
Guðs vakir um himin og jörð.
Jólahátíðin er liðin, og hversdagsleikinn blasir við á
ný. Grímur situr að morgunverði með prestshjónunum.
Hann getur nú ekki lengur níðst á gestrisnui þeirra,
þótt hann verði þess alls ekki var, að þau vilji láta hann
fara. En frú Eygló bauð honum upphaflega að dveljast
á heimili þeirra um jólahátíðina, og nú er hún liðin.
Hann hlýtur því að fara út á götuna að nýju. En hann
hryllir við því, hryllir við sinni fyrri ævi. Hann þráir
að verða nýr og sjálfstæður maður og byrja nýtt líf. En
getur hann það af eigin mætti? Nei, til þess þarf hann
hjálp Guðs og kærleiksríkra meðbræðra. Hann varpar
öndinni í hljóði. En hvernig sem allt fer um framtíðina,
þá verður þessi jólahátíð eitt hið dýrmætasta, sem hann
hefur lifað, og endurminning hennar mun ávallt verma
sál hans til æviloka.
Grímur hefur lokið snæðingi. Flann snýr sér að
prestshjónunum og þakkar þeim fyrir matinn og segir
síðan: — Eg á engin orð yfir þakklæti mitt til ykkar,
góðu hjón, fyrir allt það, sem þið hafið veitt mér, en
ég bið Guð að launa fyrir mig. Og nú er að kveðja og
halda síðan af stað út á götuna að nýju. Grímur rís úr
sæti.
Séra Ástmar lítur hlýlega á Grím og segir með djúpri
alvöru: — Þér er velkomið að dveljast hér eins lengi og
þú þarft með, Grímur. VTið hjónin viljum hjálpa þér,
eins og í okkar valdi stendur. Hvað getum við gert fyrir
þig? Segðu okkur það.
Grímur lætur fallast í sæti sitt aftur og varpar önd-
inni. — Eg þrái ekkert heitara en að verða nýr og betri
maður og byrja nýtt líf. En það getur aldrei orðið,
meðan ég ráfa aðgerðalaus hér um götur borgarinnar.
— Oskar þú eftir að ég útvegi þér einhverja atvinnu?
— Já, þakka þér fyrir. Það held ég væri fyrsta sporið
til að byrja að vinna, og helzt vildi ég komast á sjóinn.
Á því starfssviði kann ég sæmilega til verka.
— Þá skal ég útvega þér vinnu á einhverju góðu
fiskiskipi. Nú fer vertíðin senn af hefjast, og þá verður
um nóg að velja. En á meðan ég er að koma því í kring,
dvelst þú kyrr hér á heimili okkar hjónanna og býrð þig
undir starfið.
170 Heima er bezt