Heima er bezt - 01.05.1960, Blaðsíða 22
Skrúðurinn.
Liðu nú nokkur ár, þar til Guðmundur biskup góði
var þar eystra í vísitasíuferð, og vígði þá vötn og brunna
og batt orminn undir fossinum í Lagarfljóti. Gisti hann
að Hólmum. Bað presturinn hann að vígja Skrúðinn.
Sömu nótt dreymdi biskup að maður mikill vexti og
skrautibúinn kæmi til sín og segði: „Farðu ekki að vígja
Skrúðinn, því að ég hef mikið að flytja og á erfitt með
flutninga, enda muntu ekki fleiri ferðir fara, farir þú
til byggða minna að gera mér mein.“
Biskup hætti þá við vígsluferð sína í Skrúðinn.11
Flestir kannast við Smalavísur Jóns Ólafssonar skálds.
Þar segir svo í einu erindinu:
„Halaklett ég upp komst á,
ennþá koman þar mig gleður.
Þá var bjart og bezta veður.
Út um hafið allt ég sá.
Sá á Papey suður þá;
eygði svo í einum svip
fjörutíu franskar duggur,
fimmtán róðrarskip.“
Jón Ólafsson skáld var fæddur að Kolfreyjustað við
Fáskrúðsfjörð. Halaklettur er á fjallinu fyrir ofan bæ-
inn. Þar kleif hann upp og sá eyjarnar Skrúð og Papey,
fiskibátana og frönsku duggurnar. Hann lærði ungur
sögur um álfa og tröll, og ungur lærði hann líka sög-
urnar um Skrúðsbóndann og söguna um prestsdótturina
frá Hólmum, sem lét heillast og hvarf til hans út í hell-
inn stóra í eyjunni.
Þegar Jón Ólafsson varð fullorðinn, gerðist hann á-
gætt skáld. Þá orti hann kvæði um Skrúðsbóndann og
prestsdótturina á Hólmum, og hefur þar fyrir sér enn
aðra sögu, en þær sem ég hef skráð hér. Þá sögu hefur
hann vafalaust lært hjá mömmu sinni og pabba, eða þá
hjá einhverri sögufróðri, gamalli konu, þegar hann var
ungur. Saga þessi er alþekkt á Austurlandi, en hvergi
hef ég séð hana á prenti.
Út af þessari þjóðsögu hefur Björgvin Guðmunds-
son tónskáld samið leikrit, er hann nefnir Skrúðsbónd-
ann. Ég segi hér þessa sögu, bæði eftir leikritinu og
kvæðinu, en kvæðið heitir líka Skrúðsbóndinn. En saga
þessi er þannig að efni til:
Á Hólmum í Reyðarfirði var prestsdóttir, fögur og
glæsileg. í leikritinu heitir hún Heiður, og var hún heit-
in ungum manni, er Hjálmar hét. Hún var 18 ára, er
sagan hefst. í kvæðinu segir að Skrúðsbóndinn hafi
setið á háum hjalla úti í eynni og magnað seið að prests-
dótturinni fögru að Hólmum. Hann magnaði seiðinn
þar til hin unga mær hafði enga eirð í sínum beinum og
henni fannst hún vera að fara á fund tiginborins unn-
usta síns, sem ætlaði að senda skip sitt eftir henni.
Á páskadaginn sat hún í kirkju og hlýddi messu, er
hún var gripin þeim seiðtöfrum, að henni fannst sem
fagurbúið fley væri komið að landi að sækja sig. Hún
stóð upp úr sæti sínu, kvaddi foreldra sína og vini og
þaut út úr kirkjunni. í kvæðinu segir svo:
Ég sé hið gulli greypta,
hið fagurbúna fley,
sinn fljótskreiða dreka
sendir bóndinn sinni mey.
í hlaðvarpanum lá þar
ein fúin, gömul fjöl,
en fjörðurinn hann rauk,
sem í vindi þyrlist mjöl.
Og mærin viti firrð
settist fjölina á,
því að fjölin var drekinn,
sem hún þóttist sjá.
Og á fjölinni flaug stúlkan út fjörðinn, mót bylgjum
og stormi, og á fjölinni sveif hún inn í Skrúðshelli, en
ekki neina konungshöll.
166 Heima er bezt