Heima er bezt - 01.05.1960, Blaðsíða 21
arnesi á opnum vélbáti í sortamuggu. Þegar við nálg-
uðumst klettana við Kolfreyjustað, birti snögglega élið
og gerði bjart og yndislegt veður. Fjörðurinn var logn-
sléttur í kvöldsólarskini, en úti fyrir reis eyjan Skrúður
eins og risavaxinn pýramídi upp úr sjónum.
Um kvöldið var farið frá Kolfreyjustað með nokkrar
kindur til haustbeitar út í láglenda eyju, sem liggur þar
skammt frá landi, en jafnframt átti að líta eftir kindum,
sem fluttar höfðu verið út um vorið í apríl og verið
höfðu í sumarbeit í eyjunni.
Þegar sonur prestsins, tólf ára piltur, kom úr fjár-
flutningunum, var honum mildð niðri fyrir. Úti í eyj-
unni höfðu þeir fundið eina ána nýborna. Lambið var
varla meira en hálfsmánaðargamalt. Þetta voru mikil
tíðindi fyrir tólf ára dreng, og þeir fullorðnu höfðu
líka ánægju af fréttinni. Það var eins og sól og ylur vors-
ins bærist inn í stofuna með þessari frétt. Unglömbin
og vorið eru í svo órjúfandi tengslum, að fréttinni um
nýfætt lamb fylgir eins og vorylur. I sambandi við
þessa frétt fórum við að ræða um eyjar og álfasögur.
Var þá fyrst og fremst rætt um þá eyjuna, sem ber af
öllum eyjunum við Austurland, það er Skrúðinn. Dag-
inn áður hafði hópur manna farið út í Skrúð til að
smala þar fé og taka frá til förgunar. Þá var dálítið frost
og héla á jörð. Var stórhættulegt að fást við féð og
erfitt að ná því úr rákunum, en hallandi grasigrónir
stallar uppi á eynni eru nefndir rákir.
í ljóðabók Jónasar Hallgrímssonar er kvæðið Skrúð-
urinn. Formáli er fyrir kvæðinu svohljóðandi:
„Skrúðurinn er ey út af Fáskrúðsfirði og liggur undir
Vattarnes, næsta bæ fyrir utan Kolfreyjustað. Þangað
er sauðfé sett og verður þar svo vænt og feitt, að firn-
um sætir. í rosum skvettist sjór hátt upp í Skrúð og
fyllir dældir í klöppum, og verða af tjarnir. En er sjór-
inn gufar upp af sólarhita, verður salt eftir í skálunum.
Síðast, áður alþurrt er úr skál, er sjórinn í henni orðinn
svo seltumegn sem saltpækill."
Jónas sá í Skrúð pækil þennan og „hrút einn ferlega
mikinn“.
Ennfremur segir í skýringum, að Gísli, sem nefndur
er í kvæðinu, sé Gísli Hjálmarsson, aldavinur Jónasar,
sem uppalinn var á Kolfreyjustað, en sr. Ólafur sé Ól-
afur Indriðason, prestur að Kolfreyjustað.
En kvæðið Skrúðurinn er þannig:
Austast fyrir öllu landi
af einhverjum veit ég stað,
fjalleyju grænni og góðri,
geti þið, hver muni það.
Hún heitir Skrúður og skvlir
skrúðsbónda, öldnum hal;
úti fyrir Fáskrúðsfirði
þú finnur það eyjarval.
Og hvenær sem ég hugsa
um hrútinn og pækilinn,
mér er sem ég sjái hann Gísla
og hann séra Ólaf minn.
Skrúðurinn er 161 metri á hæð. — Uppi á eynni er
mikill hellir, sem Þorvaldur Thoroddsen telur að mynd-
aður sé af sjávargangi. A hann að vera bústaður Skrúðs-
bóndans, sem þjóðsögur segja frá.
Um tröllið í Skrúðnum eða Skrúðsbóndann eru til
tvær eða fleiri sögur. I einni sögunni segir svo:
„Eitt sinn hvarf prestsdóttirin á Kolfreyjustað, og
vissi enginn, hvað af henni varð. Var hún forkunnar-
fögur og glæsileg stúlka. Nokkru eftir að prestsdóttirin
hvarf, voru menn á sjó út af Fáskrúðsfirði. Hvessti þá
snögglega og gerði ófært sjóveður. Hleyptu þá bátverj-
ar undan veðrinu og náðu landi í Skrúðseyju. Gátu þeir
bjargað bátnum og komið honum örugglega undan sjó.
Gengu þeir síðan upp í hellinn stóra og settust þar að.
Einn skipverja var mikill kvæðamaður, og tók hann nú
að kveða og kvað við raust. Kvað hann fyrst eða söng
andleg ljóð eða sálma, sem þjóðsagan nefnir Jesú-rímur
eða Maríurímur. Þá heyrðist sagt dimmri röddu inni í
hellinum: „Nú er konu minni skemmt en mér ekki.“ Þá
spyr kvæðamaðurinn: „„Hvað viltu þá láta kveða?“
„Andrarímur þykja mér góðar,“ var þá svarað innan
úr hellinum. Kvæðamaður tók þá að kveða Andrarímur.
Litlu seinna var sagt: „Viltu graut, Steini?“ En kvæða-
maðurinn hét Þorsteinn. Hann sagðist þiggja grautinn.
Var nú talið, að kona Skrúðsbóndans, sem hlýða vildi
á sálmana, væri prestsdóttirin horfna, og hefði tröll-
karlinn í Skrúðnum heillað hana til sín og héldi henni
þar hjá sér.“
Önnur saga er í Þjóðsögum Jóns Árnasonar svohljóð-
andi:
„Einu sinni hvarf dóttir prestsins að Hólmum í Reyð-
arfirði. Var hennar leitað um láð og lög en fannst
hvergi. Upp úr firðinum stendur fjallastrókur, er nefn-
ist Skrúður. Þar höfðu sveitarmenn fé sitt í göngu á
haustum og sóttu á bak jólum (það er eftir jól). Hafði
þá árlega horfið bezti sauðurinn úr fénu.
Einu sinni um vetur voru skip til fiskjar út af Fá-
skrúðsfirði og náðu ei lendingu sinni og hleyptu undir
klett í Skrúðnum. Skipverjar brýndu skipi sínu votir
og sjóhraktir, og settust í hillu í klettunum og fóru að
kveða Maríurímur. Opnaðist þá kletturinn, og út kem-
ur hönd — forkunnarfögur og stór mannshönd — með
hring á hverjum fingri og rauð skarlatsermi að ofan.
Réttir höndin út stórt grautartrog með spónum á mann-
tal (það er spón á hvern mann), og er sagt inni í klett-
inum: „Nú er konu minni skemmt, en nú er mér ekki
skemmt.“ Þegar skipverjar voru mettir og hresstir af
heitum grautnum, hvarf trogið aftur inn í klettinn. Dag-
inn eftir komust þeir í land.
Árið eftir fór á sömu leið fyrir öðru skipi, sem reri
á sömu mið. Kváðu þeir Andrarímur á ldettasyllunni.
Kom þá út sama höndin með fullt trog af feitu, heitu
hangikjöti, og heyra þeir þá sagt: „Nú er mér skemmt,
nú er ekki konu minni skemmt.“ Þeir komust svo mettir
í land, þá er veðri slotaði.
Heima er bezt 165