Heima er bezt - 01.05.1960, Blaðsíða 33
kringum sig. „Það er sami myndarskapurinn á og var
fyrir níu árum. Ég hélt, að það hefði kannske sett niður
þegar Rósa fór, en það var mikið lán fyrir Kristján, að
fá þessa atorkumanneskju í hennar stað,“ tautaði hún.
„Ertu farin að venjast umskiptunum. Þér þótti vænt um
Rósu?“
„Nei,“ þeim venst enginn,“ svaraði Geirlaug. Hún
fór að láta mat á borðið. Það var saltfiskur og mjólkur-
grautur.
Þá þrammaði Hartmann gamli inn. „Kristján sagði
mér að fara inn. Það væri áreiðanlega einhver matur til
handa mér hjá Geirlaugu. Sjálfur fór hann að hjálpa
þessum dugnaðarforki sínum við samantektina. Það
finnast regndropar, og það er mikið eftir, þó að hún
dugleg sé,“ sagði hann.
„Er enginn vinnukraftur hér á heimilinu nema þau
tvö?“ spurði kona hans.
„Hann var að segja okkur það á leiðinni að utan, að
hann væri að heyja frammi á Seli, þar væri kaupafólkið,
en þú heyrir nú aldrei helminginn af því, sem talað er í
kringum þig, allra sízt þegar þú ert með þessa skýlu á
hausnum,“ svaraði Hartmann ávítandi.
„Ég spyr nú ekki að dugnaðinum í honum, enda er
ósköp að sjá, hvað maðurinn er afturfararlegur. Mest
ofbýður mér að sjá, hvað manneskjan þama úti á tún-
inu hamast í heyinu. Það er þó víst ekld Iangt síðan
hún steig upp af sænginni,“ sagði gamla konan. „Það
er dálítill munur eða ég, sem ekki gat staðið upprétt
fyrr en eftir margar vikur.“
„Hvað er að marka aðrar eins veimiltítur og þig og
þína Iíka?“ hnussaði í Hartmanni. Svo bætti hann við:
„Skárri er það nú blessaður maturinn, sem þú kemur
með handa okkur, Geirlaug mín. Ég sé að þú munir
hugsa um matinn og eldhúsið ennþá. Er hún Bogga hér
enn?“
Geirlaug játaði. „Og svo fékk hann kaupakonu utan
úr kaupstað, þegar Ásdís lagðist,“ bætti hún við.
Þá geystist Ásdís inn göngin og til baðstofu, til að
gæta að krakkanum, kom svo inn í maskínuhús, rauk á
Hartmann og heilsaði honum með kossi. „Komdu sæll
og blessaður og þakka þér fyrir síðast.“ Svo rétti hún
Arndísi hendina: „Og þetta er kerlingin þín. Komdu
sæl.“
— Öðruvísi ávarpaði hin konan mig, hugsaði Arn-
dís. Bauð mig velkomna og kyssti mig tvo kossa. Hún
virti Ásdísi fyrir sér og fannst hún gerðarlegur kven-
maður.
„Mér þótti þú taka upp stór föng áðan,“ sagði Hart-
mann.
Ásdís hló ánægjulega og þurrkaði sveitt andlitið með
svuntunni.
„Þú mátt nú vara þig, stúlka mín,“ sagði Arndís með
móðurlegri umhyggju. „Það er ekki langt síðan þú
fæddir barn. Þá erum við konurnar ekki eins hraustar
og vanalega. Ég ætti að þekkja það. Hef nokkrum sinn-
um gengið svoleiðis krossgöngur. Það er sagt að konan
sé ekki orðin eins hress og hún var áður, fyrr en eftir
tólf vikur.“
„Mér finnst að svoleiðis vesalingar ættu ekki að vera
að basla í því að eiga krakka. Ég kom hingað fram í
maskínuhúsið alklædd á fimmta degi og sagði Kristjáni
mínum að ég gæti áreiðanlega farið í votaband. Svona
var nú heilsan mín,“ sagði Ásdís skellihlæjandi. „Nú
má ég ekki vera að tala við ykkur lengur. Ég er eins og
hvolpatík, á sífelldum hlaupum að hlusta eftir barninu,
og svo er líka heyið.“ Svo þaut hún út göngin.
„Þetta er nú kvenmaður sem búandi er með,“ sagði
Hartmann. „Þarna hefur sonur minn fengið meðhjálp
við sitt hæfi.“
„Fór hún þá í votaband?“ spurði Arndís með á-
hyggjusvip.
„Nei, það gerði hún nú ekki,“ svaraði Geirlaug. „Ég
held, að Kristján hefði aldrei látið það viðgangast, þó
aldrei nema hún hefði verið svo vitlaus að vilja það,“
svaraði Geirlaug.
Gamla konan þóttist skilja það á tilsvarinu, að ekki
væri þar um vinskap að ræða. „Það má ofbjóða öllu og
eins heilsunni, þó að hún sé góð,“ andvarpaði hún. „Svo
langar mig til að þú berir inn rúmfatapokana, Hart-
mann. Mig langar til að fara að hvíla mig eftir sjóvolkið.
Ég gætti bara ekki að því að spyrja Ásdísi, hvar við
ættum að sofa.“
„Þar ertu lifandi komin! Ætlar að fara að leggja þig
strax, sagði Hartmann. „En ég var að hugsa mér að fara
til hjónaleysanna eða hjónaefnanna og taka saman með
þeim.“
„Það er nú eins og vant er með dugnaðinn hjá þér,“
sagði kona hans.
„Þú skalt láta fötin í annað hvort rúmið, sem autt er,“
sagði Geirlaug. „Ásdísi kemur það ekkert við.“
„Ég fer raldeitt í heyið. Þú getur draslað rúmfötun-
um inn, ef þú þarft endilega að leggja þig, vesalingurinn
þinn,“ sagði Hartmann og rauk út.
Geirlaug sá hann þrífa hrífuna, sem hún var vön að
nota og óskaði þess, að hann bryti hana. Reyndar var
ekkert líklegra en að hún snerti aldrei á hrífu framar.
Það bættist talsvert við hennar verkahring við komu
þessara hjúa, bjóst hún við.
Allt í einu var karlinn kominn inn í dyrnar og þreif
rúmfatapokana og bar þá inn í baðstofuna. „Það er lík-
lega bezt að bera inn pokana fyrir kerlingarstráið,“ sagði
hann í ólíkt hlýrri málrómi en áður. „Ég býst við að
Kristján vilji láta henni líða sæmilega, þegar hún er
komin í hornið til hans. Hann var alltaf skjól hennar og
skjölclur, þegar hann var heima.“
Geirlaug hélt á léttari pokanum á eftir.
„Nú skalt þú velja, hvort rúmið þú tekur, Hartmann
minn,“ sagði kona hans. „Ég sé, að hér eru tvö rúm auð.
Það er bjartara á því, sem er nær glugganum.“
Þau hjálpuðust að því að ná undirsænginni úr pokan-
um, Geirlaug og Hartmann.
„Nú getum við gert það, sem eftir er,“ sagði Arndís.
„Ég þykist sjá, að þú brennir í skinninu að komast út
til þessarar duglegu tengdadóttur þinnar. Það kemst nú
líklega ekki margt að í kollinum á þér svona fyrstu
dagana, ef ég þekki þig rétt.“
Heima er bezt 177