Heima er bezt - 01.04.1961, Blaðsíða 2

Heima er bezt - 01.04.1961, Blaðsíða 2
Norrænn dagur Hinn 13. apríl n. k. verður haldinn svokallaður Norrænn dagnr um öll Norðurlönd. Verður hann helg- aður norrænni samvinnu, og í öllum löndunum haldið uppi hvatningu um samstarf Norðurlandaþjóðanna og gildi þess rætt og skýrt fyrir almenningi í útvarpi, skól- um og á annan hátt. Forystu um þetta starf hefur Norræna félagið, en það er sameiginlegur félagsskapur á Norðurlöndum, þótt deildir landanna starfi sjálfstætt. Norræna félagið var stofnað í Danmörku, Noregi og Svíþjóð árið 1919, en 1922 á íslandi og 1924 í Finn- landi. Hafa félögin starfað síðan óslitið. Hvert er þá starf þessara félaga? mun einhver spyrja. Oft hefur það heyrzt, að það væri meira á orði en borði. Meira væri um fögur orð og stór en raunsætt starf. Því er til að svara, að orðin eru til alls fyrst, og félagsskapur áhugamanna, þótt allfjölmennur sé, er fjarri því að hafa úrskurðarvald á vettvangi þjóðmál- anna. Hinu verður þó ekki neitað, að margt hefur unn- izt á þessu sviði, síðan félögin voru stofnuð. Norrænu þjóðirnar hafa færzt nær hver annarri, ef svo mætti að orði kveða, í öllum löndunum hefur sá hópur manna farið vaxandi, sem sér og skilur nauðsyn þess, að þjóðir þessar standi saman og styðji hver aðra, og sú hefur líka orðið raunin á í fjölmörgum málum á alþjóð- legum vettvangi, t. d. meðal Sameinuðu þjóðanna. Minna má þó á, að heimsstyrjöldin síðari rauf samstarf þetta á ýmsan hátt og vann því margvíslegt tjón. Samkvæmt eðli þessa félagsskapar hefur starf hans einkum verið unnið á sviði kynningar og menningar. Þar, utan hinna pólitísku áhrifa, verður samstarfi bezt komið við. Þar er tortryggnin minnst og samvinnuvilj- inn einlægastur. í öllum löndunum eru árlega haldin margs konar námsskeið, sem til er boðið þátttakendum frá öllum Norðurlöndum. Viðfangsefnin eru margþætt, en á hverju námsskeiði hittast hópar manna, sem annað tveggja stunda sömu störf eða hafa sömu áhugamál. Þeir kynnast þar hverjir öðrum, og þeir fá að sjá og heyra af eigin raun, hvernig tekið er á viðfangsefnun- um meðal frændþjóðanna. Slík persónuleg kynni hafa átt drjúgan þátt í að auka skilning meðal manna, en auk- inn skilningur einstakra hópa skapar smám saman meiri skilning meðal þjóðanna í heild. Einnig hefur Norræna félagið unnið mikið að nemendaskiptum meðal land- anna. A hverju ári útvega félagsdeildirnar hver í sínu landi námsfólki hinna landanna ókeypis skólavist; njóta nemendur, svo tugum skiptir, slíkra hlunninda árlega. Höfurn vér íslendingar eigi síður notið góðs þar af en hin löndin, enda nú um skeið tekið virkan þátt í þess- um skiptum. Námsdvalir þessar víkka sjóndeildarhring unglinganna og opna hug þeirra fyrir því verki, sem hér er verið að vinna. Þá má nefna margs konar fyrir- greiðslu hópferða milli landanna, sem Norræna félagið hefur ýmist gengizt fyrir eða styrkt, vinabæjahreyfing- una, margvíslega útgáfu bóka og tímarita, auk margs annars, sem gert hefur verið til að auka samhug meðal hinna norrænu frændþjóða. Á sviði stjórnmála og efnahagsmála hefur anda norrænnar samvinnu gætt rninna en á menningarsvið- inu. En samt hefur þar unnizt stærsti sigurinn, sem enn hefur verið unninn í þessum málum þar sem er stofnun Norðurlandaráðsins. Óhætt er að fullyrða, að það er beinlínis sprottið af starfsemi Norræna félagsins, og án þess hefði það enn verið óstofnað. Enda eru margir forystumanna Norðurlandaráðsins sömu mennirnir og haft hafa forystu í starfi Norræna félagsins árum sam- an. Enn er Norðurlandaráðið að vísu einungis ráðgjaf- arsamkoma. En það mun öllum ljóst, að slík samkoma, þar sem margir helztu ráðamenn þjóðanna hittast og ræða mörg mikilvægustu vandamálin, sem þjóðirnar eiga við að stríða, í vinsemd, fyrir utan og ofan allan flokkaríg, muni geta orðið mikilvægur þáttur í lífi þjóð- anna og löggjöf, og þar verður áreiðanlega, er fram líða stundir, efnt til samstarfs til heilla öllum hinum norrænu þjóðum. En að lokum mun einhver spyrja: til hvers eiga þess- ar þjóðir að vinna saman, er þeim öðrum þjóðum frem- ur nokkur fengur í slíku samstarfi, og eigum vér ís- lendingar nokkurt erindi í þenna hóp? Þessu er fljót- svarað. í fyrsta lagi mun fátt vænlegra framtíð mann- kynsins en að vinátta geti hafizt og haldizt þjóða á milli. Fyrirmynd lítils þjóðahóps í því efni getur síðar orðið mikilvæg hvöt hinum stærri þjóðum á víðari vett- vangi. Norrænu þjóðirnar eru náskyldar að máli, menn- ingu og uppruna. Þeim hefur tekizt, þrátt fyrir fá- menni og fátækt miðað við stórþjóðirnar, að skapa merkilega menningu, sem vekur athygli um heim all- an, bæði á sviði andlegra afreka og í félagsmálum. Þær hafa staðið í fararbroddi um eflingu friðar í heimin- um og orðið fyrstar þjóða til þess að leysa deilumál sín á friðsamlegan hátt, en ekki með vopnavaldi. En Norðurlöndin eru sem lítil eyja umkringd úthafi stór- þjóðanna, þess vegna er þeim nauðsyn að halda saman um allt það, sem eflt getur menningu þeirra og tryggt stöðu þeirra í heiminum, jafnframt því sem við er 110 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.