Heima er bezt - 01.04.1961, Blaðsíða 26
Enn hafa borizt allmörg bréf, þar sem beðið er um
birtingu vinsælla ljóða við dægurlög, sem sungin hafa
verið í útvarp og gefin út á hljómplötum. Sum þessi
ljóð og lög gleymast fljótt, en önnur lifa um tugi ára,
enda er mikill munur á bugljúfum ljóðum og lögum,
sem gleðja unga og aldraða og bregða birtu yfir og
anda hlýju á dimmum skammdegiskvöldum, og rím-
lausum og efnisvana ljóðum, sem lagið eitt gefur gildi.
Ég tel þó rétt að birta þessi gölluðu ljóð, því að þau
lærast hvort sem er, þegar þau eru sungin í útvarp. En
þótt ljóðið sé léttvægt með rímgöllum, þá á það rétt á
því, að með það sé farið eins og höfundurinn gekk frá
því, heldur en að farið sé með það afbakað.
Sigurbjörn í Skál, Gunna K. o. fl. biðja um Ijóðið:
„Hún var með dimmblá augu“. Höfundur er Jón Sig-
urðsson, bankamaður, en Ragnar Bjarnason hefur sung-
ið ljóðið á hljómplötu.
Það var í ágúst hér austur á landi
ég eitt sinn lenti á balli um kvöld,
er ein þar bar að ég blikkaði hana
þó sæti á bekkjunum ungmeyjafjöld.
1, 2, 3, 4, sá er skotinn sjáðu nú.
Hún var með dimmblá augu, dökka lokka,
dreyminn svip og yndisþokka.
Ég féll í stafi er ég fékk hana að sjá.
Ég ákvað mig á augabragði
óhræddur á gólfið lagði,
svo aðrir skyldu ekki í hana ná.
1, 2, 3, 4, ef þið hefðuð hana séð.
Ég rétti út arminn og óðara kom hún
ég hélt ég ætti að fá þennan dans.
En fyrir aftan mig annar var kominn
og áður varði hún þaut beint til hans.
1, 2, 3, 4, haldið þið hann hafi það.
Hún var með dimmblá augu, o. s. frv.
1, 2, 3, 4, ef þið hefðuð hana séð.
Þau dönsuðu þarna vanga við vanga
ég vonsvikinn mátti hörfa þar frá
og þó ég hlypi til aftur og aftur
mér aldrei tókst samt í hana að ná.
1, 2, 3, 4, svona fór um sjóferð þá.
Hún var með dimmblá augu, o. s. frv.
1, 2, 3, 4, farðu nú og flýttu þér.
Ég hef aldrei aftur farið
upp í sveit að skemmta mér.
Ef menn eru ekki fljótir
aðrir stúlkum ná frá þér.
Stefanía Daníelsdóttir, Guðrún á Austurhól o. fl.
hafa beðið um ljóðið „Fjórtán árau. Höfundur ljóðsins
er Jón Sigurðsson, en Oðinn Valdimarsson hefur sungið
það á hljómplötu.
Er ég var 14 ára grey
þá sá ég eina sæta mey.
Ég kossi stal, hún sló mig fast
ég stakk í flýti af.
Söng svo tra la la og hæ og hó
mér var um og ó
of ungur til að gifta mig, gifta mig,
gifta mig
ef ég mætti gifta mig
ég vildi eiga þig.
Er ég var sextán ára, þá
ég aðra miklu fegri sá.
Ég kossi stal, hún sneri á sig
ég stakk í flýti af.
Söng svo tra la la og hæ og hó
mér var um og ó
of ungur til að gifta mig, gifta mig,
gifta mig
ef ég rnætti gifta mig
ég vildi eiga þig.
Ég átján ára orðinn var
þá ein kom, sem af öðrum bar,
hún kossi stal, ég stóð hér kyrr
og stungið gat ei af.
Söng svo tra la la og hæ og hó
nú er komið nóg
og ég vil glaður gifta mig
og ég vil eiga þig.
Við eigum orðið átta börn
það er mér kannske nokkur vörn
þau kyssa öll með sama sið
og síðan stinga af.
Söng svo tra la la og hæ og hó
mér var um og ó
of ungur til að gifta mig, gifta mig,
gifta mig
ef ég mætti gifta mig
Þetta verður að nægja um sinn.
Stefán Jónsson.
134 Heima er bezt