Heima er bezt - 01.04.1961, Blaðsíða 20
Næturvist á Þumlungsbrekku 1918
Framhald af bls. 115. --------------------------
Var ég því orðinn hálflúinn, er ég kom upp á brekku-
brúnina.
Er þangað kom var veðurútlit þannig, að sýnilegt var
að bylur mundi bresta á þá og þegar. Sannaðist hér
hið fornkveðna: að á skammri stundu skipast veður í
lofti. Eg reyndi því að herða gönguna, því að erfiðustu
brekkurnar voru nú að baki, og enn rofaði til fyrir
skarðinu. Þegar ég var kominn í rniðja skarðsbrekkuna
skall bylurinn á mig. Stóð hann beint í fangið og var
þegar allhvass.
Flestir fulltíða menn með sæmilegri karlmennsku,
hefðu nú haldið áfram, þar sem svo stutt var eftir upp
í skarðið, og freistað að ná bæjum hinum megin við
fjallið. En hér var á ferð óharðnaður unglingur, aleinn
uppi á fjalli í dimmviðrishríð, og náttmyrkrið sem óðast
að skella á. Ótti við það að ég kynni að villast, ef ég
héldi áfram, olli því, að ég tók í skyndi þá ákvörðun
að snúa við.
Ég treysti því, að ég mundi geta náð Drykkjarhólun-
um, og úr því var hægt að fylgja ánni til byggða, ef
annar vegvísir þryti sakir dimmviðris. Þegar ég sneri
við gætti ég þess ekki að festa á mig skíðin. Neðst í
Skarðbrekkunni rasaði ég og missti þá annað skíðið
frá mér. Hvarf það eins og örskot út í hríðina og
myrkrið. Datt mér ekki í hug, að ég mundi sjá það
aftur. Samt hélt ég á eftir því niður brekkurnar, og
var þá svo heppinn að rekast á skíðið í djúpri laut,
skammt suður af Þumlungsbrekku. Mátti segja, að þar
væri heppnin með mér þrátt fyrir allt.
Ég fór nú út á hólinn, sem varðan stóð á og hugsaði
þar ráð mitt. Óttinn, sem hafði gripið mig, þegar byl-
urinn skall á, var nú að mestu horfinn, og ákvörðunin
að halda aftur niður í Stíflu var einnig rokin út í veð-
ur og vind. — En í þess stað datt mér nýtt í hug. Hví
ekki að setjast hér að, þar sem ég þekkti mig, í stað
þess að ráfa eitthvað út í buskann, og eiga ef til vill
á hættu að villast af réttri leið.
Ég brá því á það ráð að setjast hér um kyrrt, reif
niður vörðuna og hlóð mér skjólveggi með höfðalag
við gafl. Milli þessara veggja hugðist ég liggja um nótt-
ina, því ekki var mögulegt að ganga um gólf sakir veð-
urofsa.
Hríðin minnkaði heldur, þegar leið á kvöldið, en sarna
veðurhæðin hélzt rnestan hluta nætur. Eftir að ég hafði
búið um mig eftir föngum lagðist ég niður í hina
ómjúku og köldu hvílu. Reyndi ég að hlúa að mér eftir
föngum með fötum þeim, sem ég hafði meðferðis.
Ég hríðskalf alla nóttina, enda var ég illa fyrir kall-
aður, rakur í fætur og sveittur af erfiðinu að kafa upp
brekkurnar. Er þetta sú lengsta nótt, sem ég hef lifað,
og óska ég ekki eftir að lifa aðra eins. En sálarró mín
var í bezta lagi, og leið mér að því leyti vel.
í dögun tók veðrinu að létta, og komið var sæmi-
legt veður þegar bjart var af degi. Fór ég þá að búast
af stað, en þá voru hendur mínar svo dofnar af kulda,
að ógerningur reyndist að koma fötunum ofan í pok-
ann, enda voru þau öll meira og minna freðin. Varð ég
því að skilja dótið eftir þarna á melnum, bar ég á það
grjót, svo að það skyldi ekki fjúka áður en til þess
næðist. Bar nú ekki til tíðinda, það sem eftir var leiðar-
innar, og kom ég niður að Klaufabrekkum í Svarfað-
ardal uni morgunverðarleytið.
Á Klaufabrekkum bjuggu þá hjónin, Sólveig Sig-
tryggsdóttir og Árni Árnason. Fluttust þau síðar að
Brekkukoti í sömu sveit, og búa þar enn þegar þetta
er ritað (1949).
Ekki þykir mér líklegt, að ég gleymi þeim viðtök-
um, sem ég fékk þá á því mæta heimili — eins og reynd-
ar bæði fyrr og síðar. — Er mér sérstaklega minnisstætt,
hve Sólveig brá fljótt við, er hún frétti, hvar ég hafði
gist um nóttina. Dreif hún mig strax ofan í rúm og
hlúði að mér eftir föngum.
Ég var dálítið kalinn á vinstri hendi, en að öðru leyti
var ég orðinn allhress um kvöldið. Fór ég þá út í Hreið-
arsstaðakot, þar sem ég hafði nokkra viðdvöl áður en
ég færi heim.
Þess má að lokum geta, að Björn Arngrímsson, verzl-
unarmaður á Dalvík, sem þá var vinnumaður á Klaufa-
brekkum, bauðst til að sækja farangur minn vestur á
vörðuhólinn. Varð það upphaf að kunningsskap okk-
ar, sem síðan hefur haldizt með ágætum.
Bréfaskipti
Svandís Leósdóttir, Svalbarðsseli, Þistilfirði, N.-Þing., óskar
eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 12—13 ára.
Bjarney S. Hermundardóttir, Kúðá, Þistilfirði, N.-Þing.,
óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 12—
13 ára.
Iðunn Baldursdóttir, Garði, Þistilfirði, N.-Þing., óskar eftir
bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 9—10 ára.
Ólafur Friðriksson, Birnufelli, Fellum, N.-Múl., óskar eftir
bréfaskiptum við stúlkur 17—21 árs.
Halldóra Vilhelmsdóttir, Granastöðum, Köldukinn, S.-
Þing., óskar eftir bréfaskiptum við stúlku á aldrinum 10—12
ára. Mynd fylgi.
Ilakel Káradóttir, Nípá, Köldukinn, S.-Þing., óskar eftir
bréfaskiptum við stúlku á aldrinum 9—12 ára. Mynd fylgi.
Ást.a Arnþórsdóttir, Arnþórsgerði, Köldukinn, S.-Þing., ósk-
ar eftir bréfaskiptum við stúlku á aldrinum 8—10 ára. Mynd
fylgi.
Guðrún Eiríksdóttir, Víganesi, Arneshreppi, Strand., óskar
að komast í bréfasamband við pilt eða stúlku á aldrinum 16
—18 ára.
Margrét S. Ingvadóttir, Saurbæ, Vatnsnesi, V.-Hún., óskar
eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 14—18
ára. Æskilegt að mynd fylgi.
Soffia Axelsdóttir, Gjögri, Strand., óskar eftir bréfaskiptum
við pilt eða stúlku, 15—18 ára.
Emilia Karlsdóttir, Gjögri, Strand., óskar eftir bréfaskipt-
um við pilt eða stúlku 12—15 ára.
128 Heima er bezt