Heima er bezt - 01.04.1961, Blaðsíða 32

Heima er bezt - 01.04.1961, Blaðsíða 32
ingshestinn í taumi og leit ekki við. Hann heyrði að drengurinn amraði öðru hvoru og móðir hans reyndi að róa hann hálfkjökrandi. „Hvað skyldi hún svo sem vera að syrgja?“ sagði hann við sjálfan sig. „Bölvaðir fáráðlingar getur þetta kvenfólk verið.“ „Eg skil ekki að ég geti setið á hestinum upp í skarð- ið. Ég renn aftur af honum,“ kallaði Ásdís allt í einu. „Þá er ráð að ganga,“ sagði hann án þess að líta við. „Það er ekki svo langt.“ „Heldurðu að ég komist af baki með krakkann, þar sem ég er bundin í söðulinn og gangi svo í dragsíðu reiðpilsinu,“ sagði hún. „Þá er ráð að hafa þau styttri,“ urraði hann. „Og svo þetta veður. Nú ætlar að fara að rigna. Lán ef drengurinn veikist ekki af þessu bölvuðu flani. Þá yrði ég sjálfsagt ekki mjög góð í bæinn minn,“ kvein- aði Ásdís. „Þú hikaðir ekki við að þjóta út í niðamyrkrið með honum þessum lygamerði, þegar hann kom frameftir um hánótt. Þú beizt fljótlega á hjá honum heimsking- inn þinn.“ Ásdís tárfelldi á ný. „Svona yrði hljóðið í honum karlskepnunni," hugsaði hún. Það mætti segja að það yrði að fara frá einni plágu til annarrar, ef móðirin yrði álíka, en slíkt gat hún tæplega ímyndað sér. Þá væri líka hægt að segja að fokið væri í flest skjól. Hún harkaði af sér og kallaði til hans og bað hann að hjálpa sér af baki. Hann var lengi að skilja hvað hún vildi, því heyrnin Var orðin dauf, svo ko'm hann og tók drenginn sofandi úr kjöltu hennar og hélt á honum meðan hún var að losa sig við reiðpilsið. „Hann er svei mér þungur, þessi karl, þó hann sé ekki gamall,“ sagði hann þá talsvert hlýlegri en áður. „Já, hann er efnilegur, blessaður vinurinn litli,“ sagði hún og tók við drengnum og bar hann upp brattann, alla leið upp að Skessusteini, sem var stór steindrangi ekki ólíkur manneskju í laginu. Amma hennar hafði sagt henni að þetta hefði einu sinni verið ung heima- sæta einhvers fram í öræfunum. Hún átti kærasta hin- um megin fjarðarins. Hann kom á steinnökkva til fund- ar við hana. Þau fundust í þessu skarði og voru alltaf á ferðinni á nóttunni, því tröllin mega aldrei sjá dags- birtuna. En svo vildi það til einu sinni að þau gleymdu því hvað nóttin getur verið fljót að líða. Hún stóð í skarðinu og horfði á eftir honum þegar dagurinn ljóm- aði austurloftið. Þar stóð hún enn þann dag í dag. En hann var kominn spölkorn frá landi, þar hvolfdi hann nökkvanum yfir sig. Þar er nú sker þakið sjávargróðri sem olli sjávarhættu, því sundið til lands er oflangt. Ásdís stanzaði hjá skessunni og kastaði mæðinni og horfði heim að Grýtubakka. „Nú rrran ég söguna sem amma sagði mér um Skessusteininn og skerið framundan Grýtubakka. Ertu kannske búinn að gleyma henni, pabbi?“ sagði hún. „Ég man víst bábiljurnar og hjátrúna í þessu gamla fólki,“ sagði faðir hennar. „Það bjó til sögur um hvern stein og sker, en einkennilega er þetta líkt stórri konu. Það er gott útsýni héðan úr skarðinu. Ósköp er nú Ströndin hér inn frá grá og mögur. Það lítur líka allt leiðinlega út þegar svona viðrar,“ sagði hann. „Ég get vel ímyndað mér að ég fari hingað upp eftir á kvöldin þegar aðrir eru farnir að sofa og horfi heim að Grýtubakka eins og skessan,“ sagði Ásdís. „Og skælir með henni,“ sagði faðir hennar. „Mér þykir hálf ótrúlegt að þú eigir svo skemmtilegar end- urminningar eftir þetta sumar, að þú getir glatt þig við að horfa þangað heim. Svo skaltu fara að hafa þig á bak, það er enginn vandi að sitja í söðlinum það sem eftir er. Sjáðu nú bara, það er sólskin hérna megin fjallsins. Ég sagði kerlingarskorpunni það að það væri mikið betra hjá okkur en á þessari náströnd hjá henni, en það er ekki eins víðsýnt og þar.“ „Þáð er fallegt á Grýtubakka þegar sjórinn er slétt- ur, en það hefur hann nú sjaldan verið í sumar,“ sagði Ásdís. „En byggingin er ekki góð. Mér brá við frá Hofi.“ Svo var stigið á bak og ferðalaginu haldið áfram fram litla, þrönga dalinn. Ásdís kannaðist við hverja þúfu og hverja laut þegar hún nálgaðist litla, lágreista moldarbæinn á Giljum. Móðir hennar og tvær hálf- vaxnar systur biðu hennar á hlaðinu. „Þarna ertu þá komin aftur til föðurhúsanna, Ásdís mín,“ sagði gamla konan, „og ekki alveg einsömul." Hún tók drenginn í hlýjan hvapholda móðurfaðm sinn. „Þetta er nú skárri karlmaðurinn, sem þú kemur með.“ Eldri systirin tók við honum af henni svo hún gæti faðmað dótturina. „Mikill var munurinn á föður eða móður,“ hugsaði Ásdís. „En Söðullinn þinn, sá er nú ekki dónalegur og svo lýgur fólk því að hún hafi unnið kauplaust," sagði konan. „Láttu þér skaplega,“ anzaði maður hennar, því til hans hafði hún talað. „Hún á víst lítið í honum, en ef hún fær hann þá er það víst eina kaupið.“ „Mér sýnist nú vera þarna úttroðinn rúmfatapoki. Eitthvað hefur það kostað að koma sér upp rúmi og fegin verð ég að fá það með henni,“ sagði konan. „Við skulum nú koma okkur í bæinn, mamma. Hún fer að lýjast að halda á þeim litla. Þarna er nýr fiskur í poka, sem Hartmann sagði að væri handa þér. Það var hann, sem tróð sængurfötunum í pokann og lagði söð- ulinn á. Húsbóndinn lét ekki sjá sig. Það getur verið að það verði sótt hingað til að selja það á uppboðinu. Þau hafa verið mér góð, gömlu hjónin. Hann var víst eina manneskjan, sem lét sér detta í hug að ég gæti orð- ið lúin. Það hefði verið búandi með þeim manni og alltaf svona kátur og skemintilegur.“ Svona rausaði Ásdís á leiðinni inn göngin með son sin vælandi í fangjnu. „Jæja, þá er maður nú kominn heim í baðstofugreyið aftur. Skyldi maður kannast við hana og þama liggur Ásgeir uppi í rúmi. Sæll vertu bróðir góður. Það er orðið langt síðan maður hefur séð þig. Þú lézt ekki svo lítið að koma heim að Hofi þó þú riðii* hjá. Þvílíkt stærilæti, þar sem sysitr þín 140 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.