Heima er bezt - 01.04.1961, Blaðsíða 11
Húnvetnskar sagnir um CogKilI
Guhmundur Jósafatsson skrásetti
Hinn skozki sauða- og hrossa-kaupmaður John
Coghill, mun hafa verið mörgum jieim minn-
isstæður, sem kynntust honum. Mynduðust
um hann ýrnsar sagnir, er bárust manna á
milli. Sýna þær sérkennilegan mann, einbeittan og jafn-
vel ófyrirleitinn ef því var að skipta. En allar þær sög-
ur, sem ég hef af honum heyrt sýna mann, sem ekki
bregst heitum sínum, eða háttum jteim er drengskapar-
manni hæfa svo vel sé. Og þó honum yrði aldrei svo
tiltæk íslenzkan sem skyldi, sýna svör hans orðhvatan
og jafnframt glöggskyggnan mann. En einn þátt ís-
lenzkunnar lærði hann til nokkurrar hlítar, en það voru
heiti neðribyggðahöfðingja og hans iiðs. LTrðu þau
honum mjög tiltæk. Lék það orð á, að sumir fylgdar-
manna hans hefðu lagt mun meiri rækt við að kenna
honum þau fræði, en þá hina fegurri jrætti málsins.
Mun sú kennsla oft hafa verið meir stunduð í þeim
tilgangi, að henda á eftir gaman að því kryddi í ræðu
hans. Fylgja hér þrjár sagnir um þennan sérstæða
mann.
ANDSKOTA PRESTINN.
Coghill hélt markað á Þorkelshóli í Víðidal, og var
mjög tekið að kvölda, þegar honum var lokið. Hafði
hann dregizt mun meir en ráð hafði verið fvrir gert.
Voru hestar teknir að honum loknum, og tygjaðir,
því haldið skyldi að Staðarbakka í Miðfirði um kvöld-
ið. Þar átti að halda rnarkað næsta dag. Veðri var svo
háttað að hregg var á. Gerðist því mjög dimrnt er
kvöldaði. Þegar hestar höfðu verið söðlaðir, var Coghill
og félögum hans boðin hressing, og því gengið til bað-
stofu. Hvort sem það hefur tekið lengri eða jskemmri
tíma, að neyta hressingarinnar, vor orðið alldimmt er
út var komið.
Pétur Kristófersson bóndi á Stóru-Borg hafði verið
mjög riðinn við útvegun og lán hesta þeirra, er voru
í förinni. Einn þeirra var rauður að lit, eign Sveins
bónda Jónssonar í Bjarghúsum, hesta stilltastur og þó
öruggur. Var það hans hlutskipti að bera koffort þau,
er Coghill geymdi í peninga sína, sem oft voru allmikl-
ar fjárhæðir. Meginhluti þess var gull. Koffortin höfðu
verið látin á Rauð áður en inn var gengið, og honum,
sleppt í hlaðvarpann. Þegar taka skyldi hestana, fannst
hann hvergi. Safnaðist mikið lið í leitina, því allmargt
manna var enn ófarið. Er leitin hafði staðið um hríð,
söfnuðust menn saman en erindinu ófegnir. Þegar sýnt
þótti að klárinn finndist ekki í myrkrinu, ákvað Coghill
að halda af stað í skyndi. Töldu ýmsir úr, að hann
færi án Rauðs og koffortanna. „Rauður kemur,“ kvað
hann. „Já, en koffortin,“ mælti einhver. „Þau kemur
með Rauður,“ svaraði Coghill. Varð svo að vera, sem
hann vildi, og var haldið að Staðarbakka um nóttina.
Segir ekki af þeirri för.
Sveinn í Bjarghúsum var rneðal markaðsgesta þar á
Þorkelshóli, og tók sem aðrir þátt í leitinni. Hélt hann
heim að henni lokinni, og varð einskis vísari um Rauð.
Þegar er morgnaði var hann á fótum, og var lítt tekið
að lýsa af degi er hann leit út. Hið fyrsta er hann sá,
er hann opnaði bæjardyrnar var Rauður. Kroppaði
hann þá í hlaðvarpanum, og hélt hverjum þeim tygli
er honum skyldi fylgja. Söðlaði Sveinn hest í skyndi,
og hélt sem leið liggur vestur að Staðarbakka. Dregizt
hafði að hefja markaðinn og var Coghill á tali við prest-
inn, séra Svein Skúlason, úti fyrir bæjardyrum. Sveinn
heilsaði þeim og réttir Coghill tauminn við Rauð.
Coghill bandaði frá sér hendinni og mælti: „Taktu af
Rauður.“ Sveinn gerði svo.
Coghill var þannig búinn að jafnaði, að hann gekk
yzt fata í skinnklæðum, sem 'þóttu hinar mestu ger-
semar. Hann hafði og þann hátt á, að greiða út hvern
hóp er hann keypti, þegar er kaupum var lokið. Hafði
hann peningana lausa í vösum sínum, en skipti tegund-
um þeirra nákvæmlega í vasana. í jakkavösum sinum
hafði hann gullið, - í hinum hægri pundspeninga en
hálfspunds í hinum vinstri. í buxnavösum hafði hann
skiptimynt, — þá stærri á hægri hlið, en hina smærri á
vinstri hlið. \rasar allir vandlega hnepptir.
Þegar Sveinn> hafði sprett af Rauð gekk hann til
þeirra Coghills og prests. Coghill brá hendi í hægri
jakkavasa sinn og rétti Sveini það, sem upp kom, án
þess að líta á það og enn síður að brugðið væri tölu á
peningana. Presti sýndist svo ríkulega greitt, að hann
furðaði mjög og spurði: „Telur þú ekki peningana?“
Coghill svaraði snúðugt: „Veit ekki andskota prest-
inn, að allt er ekki hægt að borga með því að telja.“
Undir borðum þennan sama dag var rætt urn greiða
Sveins og lokið lofsorði á. Coghill mælti jia: „Þetta
hefðu margir íslendingar gert, en engin þjóð nema
íslendingar.“
Sögn Theodórs Arnbjörnssonar frá Ósi og Ingvars
Sveinssonar bónda á Grund í Vesturhópi, en hann var
sonur Sveins í Bjarghúsum. Hann sagði fyllra frá.
JÖTUNN.
Sauðamarkaður hafði verið ákveðinn í Finnstungu.
Hlýviðri voru á og miklar rigningar. Blanda var því í
Heima er bezt 119