Heima er bezt - 01.04.1961, Blaðsíða 8

Heima er bezt - 01.04.1961, Blaðsíða 8
SIGURÐUR A. MAGNÚSSON: HJARTA INDLANDS Fréttabréf frá Indlandi anga-fljótið (eða Ganges einsog það er kall- að á ensku) er helgasta vatnsfall Indlands og Jf tengt trúarbrögðum Indverja frá upphafi vega. Það er gætt guðdómlegum eigindum í svo ríkum mæli, að frómir Indverjar gera naumast greinarmun á því og sjálfum guðunum. Engin trúar- athöfn jafnast að helgi á við bað í Ganga, sem hreinsar menn af öllum óhreinleik, bæði líkamlegum og and- legum, og leysir þá undan böli endurholdgunar. A vinstri bakka Ganga-fljótsins stendur elzta og helgasta borg Indlands, Benares (eða Banaras) sem nú gengur opinberlega undir sínu forna nafni, Varanasi. Þessi borg er tvímælalaust söguríkasta trúarmiðstöð Indverja, og það er draumur þeirra allra, hvaða trú- flokki sem þeir heyra, að komast þangað einhverntíma á ævinni og helzt að ljúka lífsférlinum þar. Borgin er því yfirfull af öldruðu aðkomufólki, sem bíður dauð- ans, og pílagrímum á öllum aldri hvaðanæva úr Ind- landi. Benares er helguð guðinum Síva, sem er ein af per- sónum Almættisins eða Brahm. Almættið er venjulega táknað með Trimurti eða þrenningunni Brahma (skap- arinn), Visnú (guð varðveizlu) og Síva (guð tortím- Morgunban á Gangafljótinu. Mennirnir sitja á tréverki, sem hagt er að fara til þegar hakkar i fljótinu. ingar). En hver þessara guða getur tekið á sig öll gervi Trimurti, einkum þó tveir þeir síðarnefndu. Síva oj \'isnú eru oft hvor fyrir sig sýndir sem þrenning sköp- unar, varðveizlu og tortímingar í hofum, sem eru helg- uð þeim. Þessir tveir guðir eru langfyrirferðarmestir í trúarbrögðum Hindúa, og skiptast tilbiðjendur þeirra í tvo aðgreinda flokka. En Benares er hjarta Indlands og helgidómur allra Hindúa, hvar í flokki sem þeir standa, enda eiga margir og sundurleitir guðir hof sín á staðnum, þó Síva sltipi öndvegið. Sóldýrkun. Það er sennilega einstæð reynsla að evða degi á bökk- um Ganga-fljótsins í Benares. Hvergi verður samheno-i sögunnar áþreifanlegra: ævagamlir siðir frá dögum inverskrar menningar lifa þar í nábvli við siðvenjur oo- hugsunarhátt nýrrar aldar. Heimurinn sem fyrir augu ber er litríkur. Á fimm kílómetra svæði meðfram fljótinu standa háreistar byggingar, mestmegnis hof, skreyttar margvíslegum turnum. Frá þessum byggingum liggja háar steintröpp- ur niðrað fljótinu. f flóðum regntímans stígur vatnið oft eina 5 til 10 metra og kaffærir þessar voldugu tröpp- ur. Fyrir neðan tröppurnar er viðamikið tréverk, pall- ar, prammar og „húsbátar“ með sólhlífum þarsem hin- ir guðhræddu afklæðast fyrir hið helga bað í fljótinu og taka sér sæti að baði loknu til að sökkva sér í hug- leiðingar eða tilbeiðslu. En það eru fleiri en frómir menn sem hér hafast við. Sægur af betlurum, pröngur- um og bátsmönnum gera sig heimakomna og stofna oft til mikillar háreysti. Helgustu stundir dagsins eru við sólris og sólsetur. í novemberlok er nauðsynlegt að vera kominn niðrað fljótinu fyrir klukkan sex að morgni. Maður tekur sér bát útá fljótið og líður rólega meðfram bakkanum með- an eldrauð sólin mjakar sér uppfyrir sjónbauginn. Hindúarnir eru komnir í stærri eða smærri hópum útí jökulkalt vatnið og standa þar mittisdjúpt þegar sólin rennur upp. Það er heilög stund og þeir heilsa sólinni, lífgjafa jarðarinnar, með djúpri lotningu um leið og þeir dýfa holum lófum í fljótið og lyfta þeim fullum af hinu helga vatni í átt til sólarinnar meðan þeir gera bæn sína. Þessi athöfn er ítrekuð nokkrum sinnum, dýrkandinn ber vatnið að vörum sér og dreypir á því, stökkvir því á enni sér og handleggi og kafar síðan nokkrum sinnum í fljótið. Sumir standa langa hríð 116 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.