Heima er bezt - 01.04.1961, Blaðsíða 28

Heima er bezt - 01.04.1961, Blaðsíða 28
Sýslumaður hlær glettnislega. „Mér kemur til hugar samtal, sem ég átti við Þórð, vin minn, pabba þinn, fyrir mörgum árum.“ „Hvernig var það?“ „Eg var staddur heima hjá ykkur, og við pabbi þinn sátum inni í stofu yfir glösum. Þá varst þú dálítill snáði. Þú komst inn í stofuna til okkar, og pabbi þinn strauk þér um kollinn. Svo sagði hann við mig: Hvað átt þú mörg börn, vinur? — Eina dóttur, svaraði ég. — En þú? Þennan eina strák, enn sem komið er, auðvitað tengda- son handa þér!“ „Alveg tilvalið! Yið hlógum sameiginlega, og glös- unum var lyft!“ Pálmi brosir feimnislaust og glettnislega. „Kannske sú gamla umsögn eigi eftir að rætast, Arni sýslumað- ur?“ „Hver veit! — Þá lyfta gömlu mennirnir glösum sín- um ánægðir, Þórður heildsali og Arni sýslumaður." „Þú heldur það?“ „Eg held ekkert urn það, sem ég veit, vinur.“ Kaffidrykkjunni er lokið. Sýslumaður lítur á klukk- una. Það er komið langt fram yfir venjulegan skrif- stofutíma. Þeir rísa báðir á fætur og ganga inn á skrif- stofuna. Þar taka þeir ötullega til starfa. En samtalið við kaffiborðið fyllir sál fulltrúans öruggri sigurvissu. VII. Heyannir hefjast. Sumarið er þrungið unaði og lífi. Hið víðáttumikla tún umhverfis sýslumannssetrið er nú fullsprottið. Gunnar kaupamaður tygjar þarfasta þjóninn og beitir honurn fyrir. sláttuvélina. Síðan ganga þeir saman að verki og sameina krafta sína og kunnáttu, og stórar slægju-breiður segja brátt til sín á túninu. Frú Helga kemur inn í eldhúsið til Stínu og segir við hana: „Jæja, Kristín mín, þá er nú slátturinn haf- inn. Og nú'ætla ég að biðja þig að skipta um hlutverk. Sjálf tek ég við eldhússtörfunum, en þú aðstoðar kaupa- manninn við heyskapinn.“ „Já, það var svo umtalað í vor, þegar ég réði mig hingað, að ég ynni úti, þegar slátturinn byrjaði. A ég að fara strax út að raka?“ „Já, þakka þér fyrir, ekki veitir af. Það er komin heilmikil ljá síðan í morgun.“ Stína hraðar sér fram úr eldhúsinu, nær sér í hrífu og gengur út á túnið og tekur til starfa. En sýslumanns- frúin fer að undirbúa hádegisverð handa fólki sínu. Hún er vön því að annast sjálf um innanhúss-störfin um sláttinn, en aðra tíma ársins lætur hún vinnukonu sína annast þau. Undanfarin sumur hefur Elsa hjálpað til við hey- skapinn og verið dugleg við það, en nú í sumar ætiar frúin að láta hana hjálpa sér við innanbæjarstörfin, og liggja til þess fleiri en ein ástæða. Sýslumannsfrúin hefur lokið því nauðsynlegasta í eldhúsinu að sinni og gengur nú út úr húsinu í .leit að dóttur sinni. Hún telur víst, að Elsa sé komin út til að njóta sumarblíðunnar. Elsa er stödd í blómagarðinunr og vökvar þar nýútsprungnar rósir, sem henni er mjög annt um. Frúin nemur staðar við blómagarðinn og lít- ur með ánægju á starf dóttur sinnar. Svo segir hún glaðlega: „Jæja, dóttir góð, að þessu loknu áttu að koma inn í eldhús og hjálpa mér þar, því Stína er farin út að raka.“ Elsa hættir að vökva rósirnar og lítur á móður sína og segir. „Þú ert nú vön að annast ein um eldhús- störfin um sláttinn, mamma mín. Mig langar til að vinna úti nú eins og undanfarin sumur.“ „Þess gerist ekki þörf í sumar, að þú vinnir úti við heyskapinn. Pabbi þinn er búinn að kaupa snúningsvél, sem tekin verður í notkun á næstunni, og þá verður alveg nóg að ein stúlka vinni á túninu.“ „En þangað til þess snúningsvél kemur á túnið, hlýt ég að mega hjálpa Stínu.“ „Þú ert fúsari til þess heldur en að hjálpa mér við hússtörfin.“ „Ég vil heldur vinna úti en inni að sumarlagi, og varla verðum við tvær allan daginn að vinna þau störf, sem Stína hefur annazt ein hingað til.“ „Það geri ég ekki ráð fyrir, en þá eigum við frí á milli.“ „Þeim stundum ætla ég þá að eyða úti í sumarblíð- unni.“ „Við ræðum betur um þetta seinna. En núna kemur þú strax inn, þegar þú hefur vökvað blómin, og hjálpar mér að framreiða hádegisverðinn.“ „Já, mamma, alveg sjálfsagt. En eftir hádegið fer ég svo út á tún og hjálpa Stínu.“ Frúin svarar því engu, en gengur svipþyngri inn í húsið aftur eftir samtalið við dóttur sína. Élsa er nokk- uð stíf á meiningunni, það kemur stöðugt skýrar í ljós. En í sumar verður hún að hlýða. Hún á að „uppvarta“ föður sinn og Pálma fulltrúa, en ekki ganga að hey- vinnu með Stínu og kaupamanninum. Elsa lýkur við að vökva blómin og hraðar sér síðan inn í eldhúsið. Þar tekur hún ötullega við að hjálpa móður sinni, en hugur hennar stefnir út í sumar og sól. Hádegisverði er lokið. Gunnar kaupamaður gengur aftur út til starfa, en hestunum gefur hann hvíld og frelsi. Hann slær ekki meira fyrr en eftir miðdegis- kaffið. Þangað til ætlar hann að hjálpa kaupakonunni að leggja ljána í rifgarða. Gunnar og Stína ganga saman út á túnið og byrja að rifja. Þau eru með öllu ókunnug hvort öðru og ræð- ast lítið við í fyrstu, en starfi þeirra miðar vel áfram. Brátt koma þau auga á Ijósklædda stúlku með hrífu í hönd, sem kemur heiman frá húsinu létt í spori og stefnir í áttina til þeirra. Gunnar fylgist með ferðum hennar og segir við Stínu: „Skyldi okkur vera að bætast liðsauki?“ „Já, svo áreiðanlega. Elsa er að koma hingað með hrífu til að hjálpa ökkur.“ ■ I 136 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.